5.2.2015 | 12:06
Hvað er TISA?
Á þessari stundu tekur Ísland þátt í leynilegu samningaferli. Það er ljóst að samningurinn, TISA, gengur mest og best út á að við afsölum okkur réttindum og völdum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð. Hliðstæðir samningar sem elítan ætlar að koma í gegn eru Trans-Pacific Partnership (TPP) og Transatlantic Trade and Investment Partnership (T-TIP). Í stuttu máli þá er verið að reka endahnútinn á samninga sem tryggja að 65% mannkyns beygi sig enn frekar undir ægivald fjölþjóðafyrirtækja og risabanka. meira
Leyndin nær líka til ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu búinn að lesa allt það mikla magn upplýsinga sem hægt er að finna um málið á vef utanríkisráðuneytisins?
http://www.utanrikisraduneyti.is/nyr-starfssvid/vidskiptasvid/vidskiptasamningar/tisa/
Tilboð Íslands má lesa hér.
Ég hvet alla sem eru áhugasamir um málið til að lesa þetta og upplýsa okkur hin svo um innihaldið. Ef það er eitthvað verulega skaðlegt í þessu væri gaman að fá að vita það. Beinar tilvitnanir óskast.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2015 kl. 12:38
Nei Guðmundur ég hef ekki lesið málatilbúnaðinn hjá utanríkisráðuneytinu. Á sínum tíma lét ég mig hafa það að panta EES samninginn hjá sama ráðuneyti og lesa hann ( mér skilst að það hafi fáir lesið þann samning í heild nema þá kannski Hjörleifur Guttormsson). Eftir lesturinn hafði ég slæma tilfinningu fyrir EES en eins og þú kannski manst þá fékk almenningur enga aðkomu að samþykkt þess samnings og alla tíð síðan hefur EES verið hafið upp til skíana hvar sem því hefur verið við komið. En ég man betra Ísland.
Magnús Sigurðsson, 5.2.2015 kl. 12:59
Það kalla ég nú aðdáunarvert að þú skulir hafa látið þig hafa það á sínum tíma að lesa allan EES-samninginn. Mikið vildi ég að fleiri almennir borgarar væru svona duglegir að veita stjórnvöldum slíkt aðhald.
Mér hefur lengi fundist að það vanti einhver almannasamtök eða félag fólks sem hafi það markmið að fara yfir alla svona samninga og reglugerðarbálka sem þeim fylgja til þess að kanna hvort þar sé eitthvað miður gott að finna, og skrifa um það samantektir á stuttu einföldu máli sem venjulegt fólk getur auðveldlega skilið án þess að þurfa að stauta sig í gegnum það umfangsmikla og flókna lesefni sem svona löguðu fylgir.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2015 kl. 13:09
Það er eitthvað í áttina sem ég hugsaði Guðmundur. Íslendingar eiga trúi ég einstaklinga með mikla hæfileika til að vinna gegn þvílíku bölvanlegu áformi sem felst í TÍSA og eru meir en tilbúnir í það.
Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2015 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.