Blámóðu-gosið.

IMG_3783

11. febrúar s.l. sást síðast greinilega til gasmökksins á Héraði, þar sem hann kom yfir Fljótsdalsheiðina og lagðist yfir Fljótsdal, Hallormstaðaháls og Skriðdal.

Það má segja að eldfjallafræðingur í "helgum stein" hafi haft 100% rétt fyrir sér varðandi þessi goslok. Ef ég man rétt spáði Haraldur Sigurðsson goslokum í byrjun mars 2015 fyrir mörgum mánuðum síðan.

Eldgossins í Holuhrauni verður sennilega helst minnst vegna blámóðunnar sem lagðist yfir landið. Allavega voru fáir sem fengu að sjá gosið með eigin augum, aðrir en þá sérvaldir, eftir að ríkislögreglustjóri og almannvarnir lögðu bann við því. Sennilega hefur ekki áður verið lokað eins stóru landsvæði fyrir almenningi, allt í nafni öryggis. Eins og gasið í blámóðunni haldi sig innan marka stjórnvalda.

Blámóðan skreytti himininn dögum saman austanlands þar sem mengunargildin mældust víða langt yfir heilsuverndarmörkum. Þó svo að ekki hafi mátt nálgast gosið til að berja það augum þá hefur verið einstök upplifun að fylgjast með því hvernig gasmóðan hefur litað himininn.

Gasmyndir.

Videoið hér fyrir neðan er tekið á Stöðvarfirði helgina eftir að gosið í Holuhrauni hófst.

 


mbl.is Eldgosinu í Holuhrauni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Magnús ja bara útvaldir fengu að sjá gosið og fengu endalausa yfirvinnu við að setja reglur firrir okkur hin,nú er að koma i ljós að það kostaði vist skildinginn

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/02/eldgosid_var_kostnadarsamt/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 08:17

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er varla við öðru að búast þegar fólk sem hræðist óstjórnlega það óumflýjanlega það eina sem er öruggt í lífi hvers og eins, þ.e. dauðann, getur ekki séð fyrir sér annað fólk en sem fábjána sem fara sér að voða. Svo má náttúrulega gera sér pening úr öllu saman.

Magnús Sigurðsson, 2.3.2015 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband