Indíánasumar

IMG_1194

Hestarnir á Finnstaðatúninu höfðu það gott við sólarupprás síðasta dag september

Undanfarna daga hefur ríkt sannkallað indíánasumar austanlands með veðurblíðu daga eftir dag. Síðustu vikur hafa verið kærkominn sumarauki eftir blautt og kalt sumar. Í dag 1. október var hlý suðvestan átt með 14°C upp á héraði og hitinn fór í 17°C niður á fjörðum.

IMG_1190

Útsýnið af svölunum í Útgarðinum hefur verið ljúft undan farin kvöld

September hefur verið hlýjasti mánuður sumarsins þar sem dags hitinn hefur oft farið í 15 - 20 stig og nætur hitinn sjaldan mikið niður fyrir 10 gráður. Náttúran er farin að skarta sínu fegursta í haustlitunum.

IMG_1234

Veðrabrigði á kvöldhimninum núna í kvöld, 1. október

Undanfarnar vikur hef ég notið þeirrar gæfu að fá að flækjast um með vinnufélögunum í eintómri steypu dag eftir dag. Það má segja að hlýindin hafi svipuð áhrif og á lífverur með kalt blóð, lífsneistinn glæðist í hitanum. 

En einu hef ég mikið verið að velta fyrir mér. Sagt er að karlmenn geti ekki straujað, því heilinn á þeim ráði ekki við svo flókið verkefni, en ætli kvenfólk geti steypt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband