Sturlunga

Vögum, vögum, vögum vær

með vora byrði þunga,

af er nú sem áður var

í tíð Sturlunga.

Varist þér og varist þér,

vindur er í lofti.

Blóði mun rigna á berar þjóðir.

Þá mun oddur og egg arfi skipta.

Nú er hin skarpa skálmöld komin.

Seggir sparir sverði að höggva.

Snjóhvítt er blóð líta.

Skæröld getum skýra.

Skarpur brandur fékk þar landa,

skarpur brandur fékk mér landa.

Rökkvar að éli, rignir blóði.

Hrýtur harðsnúinn hjálmstofn af bol.

Vögum, vögum, vögum vær

með vora byrði þunga,

af er nú sem áður var

í tíð Sturlunga

og í tíð Sturlunga.


mbl.is Utanríkisráðherra hefur fengið líflátshótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Flestar þessar ljóðlínur eru í Sturlungu og nokkrar úr íslenskum Þjóðsögum, þær greina frá draumförum fólks í aðdraganda stórviðburða.

Það má segja að þær geti allt eins átt við tíðaranda dagsins í dag. Sturlungaöldin gekk frá þjóðveldinu. Öld sturlunar mun ganga frá lýðveldinu.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2238944/

Magnús Sigurðsson, 30.8.2019 kl. 17:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Magnað, hreint magnað.

Kveðja að neðan.

Ómar Geirsson, 31.8.2019 kl. 10:14

3 identicon

Frábær samantekt Magnús.  Magnað kvæði.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.8.2019 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband