Svarti víkingurinn

Þó nú sé í fyrsta skipti fengin niðurstaða um íslenskan rostungastofn með DNA rannsókn. Þá hefur tilvera rostunga á Íslandi áður komið fram m.a. í bók Bergsveins Birgissonar rithöfundar og norrænu fræðings, -Svarti víkingurinn.

Þar segir hann frá því hvernig hann fór að því að skrifa sögu Geirmundar heljarskinns. Eins leyndardómsfyllsta landnámsmanns Íslandssögunnar. Geirmundur var sagður dökkur og ljótur, með mongólska andlitsdrætti af konunglegum uppruna, "göfugastur landnámsmanna" samkvæmt Landnámu, og á að hafa riðið um sveitir Íslands með áttatíu vígamenn, átt mörg stórbú þar sem hann hélt mörg hundruð þræla.

Lítið er til um Geirmund í fornum heimildum, en Bergsveinn grófst fyrir eftir krókaleiðum og með staðbundnum rannsóknum hver maðurinn var og ritaði sögu hans fyrir nokkrum árum sem kom upphaflega út 2013 á norsku undir heitinu "Den svarte viking", en árið 2015 á íslensku sem "Saga Geirmundar heljarskinns".

Án þess að ég ætli að tíunda frekar hér hvers Bergsveinn varð áskynja um Geirmund, þá má segja í stuttu máli að þrælaveldi Geirmundar við norðanverðan Breiðafjörð, á Vestfjörðum og á Hornströndum var tilkomið vegna rostunga. En tó úr rostungaskinni og lýsið þótti í þá tíð nauðsynleg heimsmarkaðsvara til gerðar og viðhalds víkingaskipa.


mbl.is Fundu séríslenskan rostungastofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég las þessa frétt.

Í raun staðfestir hún söguskoðun Bergsveins og vangaveltur hans.

Enda er hún rökrétt þegar maður ákvað að hreinsa út fyrri þekkingu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.9.2019 kl. 18:07

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það Ómar. Það sem er svo skemmtilegt við svona frétt er að þarna kemur því sem næst staðfesting á því sem Bergsveinn las á milli lína Íslendingasagnanna um leið og hann lét hugann reika, grófst fyrir með því að kanna aðstæður í landnámi Geirmundar og sögur frá Dublin.

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 13.9.2019 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband