4.3.2020 | 18:14
Pestarbæli
Það mun sennilega vera leitun að öðrum eins snillingum við að greina Wúham veiru eins og á Íslandi. Landsmenn sitja nú uppi með mesta pestarbæli í heimi úti í miðju Atlandshafinu. Það jákvæða við aðferðafræði yfirvalda er að eyja út í ballarhafi er bæði tilvalin sóttkví og auðvelt fyrir þá að einangra eyjuna sem forðast vilja pestina.
Svona snilldar árangur, sem nú þegar jaðrar við heimsmet, náðist með samhentu átaki við að byggja veirunni loftbrú til landsins frá sýktasta svæðinu í grennd. Veiran virðist hafa þegið gott boð yfirvalda og miðaldra Íslendinga á skíðum. Allavega hefur ekki frétts af því að veiran finnist né sé leitað hjá erlendum ferðamönnum.
Það eina sem stjórnvöld þurftu að gera til að ná þessum frábæra árangri var að kaupa veirumæli og letja landann ekki til ferðalaga á viðsálverðum tímum. Nokkrir dagar eru síðan að forseti alþingis ásamt völdum þingmönnum sýndu gott fordæmi með því að smella sér í kolefnisjafnaða heimsreisu með viðkomu á Nýja-Sjálandi til kenna kolleikum sínum að klúðra víkingaklappinu.
Á laugardag bætist svo við enn einn flugvélarfarmurinn af úrvals skíðamönnum úr langveikum Ölpunum til landsins bláa sem hefur verið á kafi í snjó þennan veturinn. Má ætla að ríkisstjórnin efni þá til móttöku atahafnar við Arnarhól af tilefni nýs heimsmets og einhverjir skíðamenn taki salíbunu niður hólinn innan um fagnandi áhorfenda skarann.
![]() |
Tíu ný smit í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Magnús, salibunan niður Arnarhólinn er það eina sem vantar.
Það er jú lágmarkið að fagna með stæl þegar stjórnvöld leggja metnað sinn í að setja heimsmet sem eftir er tekið.
Og þau ain´t see nothing yet.
Varla hættir veiran að sýkja þegar hún er flutt frá Ítalíu??
En hún þolir kannski ekki umhleypinga.
Við höfum þá óviljandi dottið niður á veiruvörn sem virkar.
Vonum það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 19:16
Það er ekki gott að segja Ómar hver besta veiruvörnin verður.
En það er svolítið kostulegt að sjá þá í "stjórnstöðin" hafa haldið hvern blaðamannafundinn eftir annan um hvað allt var faglega undir kontról.
Svo kemur bara í ljós um leið og heimsmetið féll að þeir voru með yfirburða kunnáttu á veiru mæli og engin blaðamannafundur um ástandið í Skógarhlíðinni, þannig að manni dettur í hug Arnarhóll.
Af hverju flaug þetta almanavarnalið lið ekki strax um heiminn með mælirinn á sama kolefnispori og víkingaklappsklúðrarnir? Voru þau kannski á skíðum þá?
Með kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 4.3.2020 kl. 20:39
Við erum kannski kominn með öflugan vísi af nýrri útflutningsvöru.
Mennina sem geta kennt öðrum þjóðum að mæla.
Það má þó alltaf sjá húmorinn, þá gálgahúmor sé, að baki vitleysunni.
Það er betri sóttvörn en engin.
Kveðja úr neðra.
Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 20:50
""Við erum kannski kominn með öflugan vísi af nýrri útflutningsvöru. Mennina sem geta kennt öðrum þjóðum að mæla.""
Þeir sem eyða tíma sínum í að mæla hluti sem ekki þarf að mæla eru eingum til gangns.
Guðmundur Jónsson, 5.3.2020 kl. 11:27
Sæll Guðmundur, það verður að tjalda því sem til er og þau segjast vera flink í að telja. Mér skilst að þetta sé komið á Roy Rogers stigið - "við erum þrjátíu, þú ert einn,,," - sem endaði "hættið að telja þetta er ég"
Annars má nota tölfræði á ýmsa vegu t.d. sá ég að dánartíðni þeirra sem smitast af covid19 er sögð heilt yfir 2,3 %, sem getur þá þýtt að lífslíkur gætu verið 97,7 %.
Þannig að þetta er ekkert 50:50 dæmi og þætti kannski bara nokkuð gott ef haft er í huga að það er nánast aðeins eitt sem er sem er 100 % öruggt við fæðingu.
En auðvitað er það hárrétt að svona talnaleikfimi er bara fíflagangur, en sennilega er verið að bíða eftir tilmælum frá "kansellíinu" um hvað gera skal þegar ákveðnum tölum er náð.
Magnús Sigurðsson, 5.3.2020 kl. 14:41
Legg til að Landeyðingarlæknir og Sóttkveikjulæknir verði bæði send að taka á móti pestargemlingunum og skikkuð til að fara í sleik við hvern einasta, svona góðan mínútulangan sleik.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2020 kl. 21:25
Sæll Þorsteinn, þetta finnst mér nú full langt gengið, hvað þá í heila mínútu.
Þó svo að hjúin hefðu mátt benda fólki á það fyrir löngu síðan að hundakúnstir á skíðum væru á eigin ábyrgð, þá er þessi refsing eftir á afleit fyrir skíðakappana.
Magnús Sigurðsson, 6.3.2020 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.