20.3.2020 | 05:58
Magnað helvíti
Þegar athyglissýkin hefur komist á það stig að instagram reikningurinn veitir ekki fullnægingu lengur, vegna þess að það eru komin fleiri þúsund manns í sóttkví á instagram, þá verður maður sér úti um gult vesti með aðvörun um að allir haldi sér í tveggja metra fjarlægð og skokkar í gula vestinu um miðbæ Reykjavíkur.
Aldrei að vita nema að með því sé hægt að komast í að verða forsíðufrétt. Gult vesti með þríhyrning og tveggja metra viðvörun ætti að duga til að ryðja brautina til frægðar og frama. Og ef vera kynni að sóttvarnatilmæli almannavarna verði brotin, þá er það ekki athyglissjúklingnum í gula vestinu að kenna.
Það er ekki gott að segja hvað hefur farið úrskeiðis á milli eyrnanna á fólki, en það hefði verið æskilegt að yfirvöld hefðu bent landanum á strax í upphafi kórónu fundanna í beinni að skíðaferðir í Alpana hefðu alltaf verið á eigin ábyrgð, í stað þess að mæta flissandi niður á Austurvöll til að breyta reglunni og ætla skattgreiðendum að borga sóttkvína.
Þá hefðu athyglissjúkar mannvitsbrekkur kannski getað spókað sig um í Ölpunum núna þessa dagana í gulu vestunum sínu og vakið heims athygli sem viðundur sem þyrfti að fjarlægja af almannafæri.
Síðuhafi spáir því að það styttist í útgöngubann á Íslandi.
Sóttkví - 2 metrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert vonandi sannspár. Er búið að vinna eftir ESB reglum hingað til???
Jónas Gunnlaugsson, 20.3.2020 kl. 13:23
Sæll Jónas, ég veit ekki hvort á að vona eitthvað um það, en það virðist vera að einhverju leiti sé unnið eftir ESB reglum, allavega taka stjórnvöld þátt í ferðabanni Schengen eftir að flestum landamærum hefur hvort eð er verið lokað og ferðaþyrstir íslenskir flækingar fá ekki einu sinni inni hjá frændum vorum í Færeyjum.
Löndin í S-Evrópu hafa sett útgöngubann á meðan lönd í N-Evrópu láta samkomubann duga. Kína setti útgöngubann í Wuhan með góðum árangri að sagt er, en S-Kórea og Singapour fór eitthvað öðruvísi að, að mér skilst.
Litla systir hefur búið áratugum saman í S-Frakklandi og býr nú við útgöngubann í vorblíðunni ekki lýst mér á ástandið hjá henni. Kannski hefur fólk í sóttkví verið að þvælast þar sem það átti ekki að vera og því útgöngubann verið óumflýjanlegt.
Satt að segja þá lýst mér ekkert á útgöngubann í anda kommúnistanna í Kína og finnst ótrúlegt að verða vitni af aðgerðum af því tagi hjá lýðræðisþjóðum, en hvað veit ég svosem.
Magnús Sigurðsson, 20.3.2020 kl. 15:07
Dóttir mín býr á Spani. Gulvestingar með tveggja metra fjarlægðarskilaboð á bakinu eru skotnir á færi, frá og með morgundeginum. Þvílíkir andskotans hálfvitar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.3.2020 kl. 21:32
Slóð
Það sem við lærðum af inflúensufaraldrinum 1918. Philadelphia var sein til aðgerða og margir dóu. Berðu það saman við St. Louis með viðbúnað strax. Denver greip til varna, en hætti svo við. Denver fékk annan topp stærri en þann fyrri
20.3.2020 | 20:51
Jónas Gunnlaugsson, 20.3.2020 kl. 21:12
Jónas Gunnlaugsson, 20.3.2020 kl. 21:46
Já Halldór mér sýnist af fréttum að það þyki betra að vera Íslendingur á Íslandi nú um stundir.
Takk fyrir þessa ábendingu Jónas. Nú veit ég ekki hversu snemma og til hvaða aðgerða St Louis, Denver og Philadelphia gripu til 1918. Ég reikna með að sóttvarnalæknir hér sé með sóttvarnaraðgerðir sem eiga að draga úr skaðanum.
En eins og ég hef verið að benda á (ef og hefði) fólki verið bent á að skíðaferðir væru á eigin ábyrgð strax í upphafi þá hefðu kannski einhverjir ekki skokkað um í sóttkví og gulum vestum í miðbænum þessa dagana.
Mér hugnast hvorki útgöngubann né aðrar "fasískar" aðgerðir og vona að almenningur sýni þá ábyrgð að ekki þurfi til þess að koma.
Magnús Sigurðsson, 20.3.2020 kl. 22:44
"Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og var,,,,"
Já góðir hálsar það sem íslenskir fjölmiðlar kalla útgöngubann hjá öðrum þjóðum, hafa almannavarnir ríkisins ákveðið að notast við orðskrípið úrvinnslusóttkví yfir á Íslandi.
Sem mun líklega stigbreytast í endurvinnslusóttkví á efsta stigi.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/21/allir_ibuar_hunathings_vestra_i_sottkvi/
Magnús Sigurðsson, 21.3.2020 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.