Eilífðar töffari allt til enda

Stakels Jim

Það er stundum sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Það eru samt ekki allir sem njóta ásta guðanna og nú á tímum þykja þar auki sjálfsögð mannréttindi að hafa aðgang að öndunarvél til að geispa í golunni.

Heimsbyggðin hefur verið að rumska við það undanfarið að hún mun aldrei verða söm. Að til voru aðrir tímar þar sem töffarar héldu kúlinu og datt aldrei í hug að setja á sig svo mikið sem "maska", hvað þá að setjast í sjálfskipaða sóttkví áður en að þeir lentu niður á tvo metrana.

Erum við kannski orðin tilbúin til þess að hætta að lifa lífinu í skiptum fyrir smitrakningar-app og öndunarvél? Lifa við hljóðlátt hvísl og tímann stöðvaðan frá þeim degi sem bílarnir þögnuðu?

Verandi gamlingjar sem ferðast innanhúss bíðandi eftir hjarðónæmi og dreymandi um það sem einu sinni var andvaka í dimmri nóttinni? Eða eigum við syngja upp til stjarnanna og lofa okkur því að upp á svona páska verði aldrei boðið aftur? 

Það stóð til að á lönguföstu og páskum, myndi síðuhafi eiga stundir með ungviðinu sínu og var farið að hlakka mikið til að hafa hjá sér ungar fallegar manneskjur klippandi út pappír, en þá fór béfvítis kóvitinn í beinni á stjá. Þá var ég minntur óvænt á af gömlum vin á facebook að ein fyrsta hljómplatan sem ég eignaðist var "Stakkels Jim" með Gasolin.

Í staðin fyrir að hlusta á kóvisku tölur básúnaðar í beinni þá hef ég rifjað upp hvað það er sem gefur lífinu gildi, -og mótað það ómeðvitað í gegnum árin. Kim Larsen hélt kúlinu allt til enda og var enginn Stakkels Jim. 

 

1984

 

2007

 

 

2018

 

2019 í minningu TÖFFARA 


mbl.is „Jarðarbúar eru að krossfesta heimili sitt jörðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kim Larsen (blessuð sé minning hans) og Margrét Þórhildur eru fólk að mínu skapi. 

Ég eyði hins vegar ekki orðum að íslensku jarmandi helgimyndaklastrandi Hollywood biskupsdruslunni. 

Takk fyrir góðan pistil meistari Magnús. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.4.2020 kl. 16:51

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Pétur og takk fyrir athugasemdina. Já blessuð sé minning Kim Larsen og þakkir fyrir alla spekina sem hann skildi eftir sig.

Það eru fáir sem ná því að vera "töff" alla leið. Rúnar Júl, Raggi Bjarna og Kim Larsen náðu í mark haldandi "kúlinu", , , og sennilega á Margrét Þórhildur eftir að meika það líka.

Þeir sem lepja helgislepjuna með fjarfundarbúnaði á stórhátíðum eiga hins vegar varla séns.

Með hátíðar kveðju.

Magnús Sigurðsson, 12.4.2020 kl. 18:03

3 identicon

Sæll og blessaður Magnús.

Þú orðar það réttilega:

"Þeir sem lepja helgislepjuna með fjarfundabúnaði á stórhátíðum eiga hins vegar varla séns."

Þeir trúa varla æðsta boðskap kristninnar: Sjálfri upprisu mannsonarins til guðdómsins.  Þeir virðast fremur trúa á hið efnislega hismi og eigin hégóma, rétt eins og farísearnir og tollheimtuliðið, en hina æðstu andlegu trú.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.4.2020 kl. 18:16

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú erum við að tala saman Pétur Örn, hún vill nefnilega oft gleymast upprisan, þetta er nefnilega ekki búið þegar það er komið í mark.

Athyglisvert samt þegar settur er upp statusinn "lífið er núna" en ætla svo að spara það þangað til í næsta status með "við eigum bara eitt líf".

Lífinu verður nefnilega ekki lifað í statusum á fjarfundarbúnaði og trúnni á upprisuna með tómum kirkjum um páska.

Magnús Sigurðsson, 12.4.2020 kl. 18:59

5 identicon

Rétt Magnús.  Án trúar á upprisu andans, er engin trú.  Agnes biskup er vegvillt.  Hún lepur upp hismið eins og sú sem hefur tapað allri trú.  Þannig biskup þjóðkirkjunnar er verri en enginn.  Svo einfalt er það.

Það nýjasta er svo að hún ásakar prest einn fyrir að lúta ekki ægivaldi Persónuverndar, stofnunar sem hefur ekkert með trú að gera.  Einu sakir prestsins er að hann bendir á glæp sem framinn var með blekkingum og lygum sömu konu og laug sig inn sem "bakvörð" á hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.4.2020 kl. 20:40

6 identicon

Þetta er augljóst með Agnesi.  Hún er hundheiðin eins og Palli Vill segir í hörkupistli um þessa biskubbu.  En Larsen gamli var góður og skemmtilegur er pistill þinn Magnús um hann.  Hann var gott afsprengi lýðháskólanna dönsku og kristilegs umburðarlyndis stofnandans Grundtvigs.  Slíkt hefur aldrei þrifist meðal biskubba hinna hundheiðnu hér á landi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.4.2020 kl. 22:14

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Símon Pétur. Þetta vissi ég ekki, en mér kemur það ekki á óvart að Larsen hafi stundað nám í lýðháskóla auk skóla lífsins.

Trúarbrögð eru í eðli sínu trúlaus, þess vegna heita þau trúar-brögð. En sem betur fer eru til prestar innan íslensku þjóðkirkjunnar sem hafa séð í gegnum brögðin og "syngja" kærleikanum lof, rétt eins og Kim Larsen gerði.

Ég held að Jesú Kristur hefði aldrei orðið fjarfundabúnaðar biskup, jafnvel þó svo að honum hefði enst aldur í öndunarvél, hann var einn mesti sviðslistamaður sem uppi hefur verið og átti sviðið.

Magnús Sigurðsson, 13.4.2020 kl. 07:02

8 identicon

Það er merkilegt hvað þessi vísa eftir jón Helgason er alltaf viðeigandi.

Ef allt þetta fólk fær í himnanna gullsölum gist

Sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist

Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort miklils sé misst

Þótt maður að síðustu lendi í annarri vist

Þakka fyrir Kim Larsen.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 13.4.2020 kl. 07:55

9 identicon

Þó ég sé umburðarlyndur maður, svona yfirleitt, þæ vil ég segja í framhaldi af vísu þeirri sem Sigurður Bjarklind vísar til, þá langar mig alls ekki að deila sama dvalarstað og biskubban.  Hún má ganga sinn krækiberjahjarðeðlisveg og þiggja háar launasummur fyrir, ég mun fara veginn og við munum aldrei, aldrei mætast, vegir okkar munu aldrei skarast, lof sé dýrð.

Já, Magnús minn kær, fólk streymdi til Jesúsar til að hlýða á orð hans.  Það var stuð, kærleikur og von.

Það verður ekki beint sagt um biskubbuna að hún trekki að, þar sem hún felur sig bakvið skjáinn og hefur ekkert að segja um upplyftingu andans.  Hún jarmar um hey sitt og hismi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.4.2020 kl. 10:38

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Sigurður, þakka þér fyrir vísuna. Það má svo sannarlega segja að aldrei sé góð vísa of oft kveðin, þó svo að erfitt sé að átta sig á hvor staðurinn sé betri samkvæmt henni.

Já það má eftir á segja að biskupi Þjóðkirkjunnar hefði farið betur að nota öndunarvélina í líkingamáli sínu um jörðina og halda sig við krossfestinguna með hefðbundnu framhaldi upprisunnar. Nema að það sé sérstakt markmið að koma Þjóðkirkjunni í öndunarvél.

Verðum við ekki að fyrirgefa Símon Pétur eða allavega bíða fram á þriðja  hanagal og hafa í huga að fólk á til að haga sér óvarlegar á bak við skjáinn en á sviðinu sjálfu. En ég er sammála þér með það að þarna var jarmað um hey og hismi, að vísu í harðindum.

Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem kirkjan lokar sínu dyrum á hátíð upprisunnar svo sennilega verður hún að fara að venja sig við öndunarvélina jarðafara á milli.

Magnús Sigurðsson, 13.4.2020 kl. 12:09

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hann klikkaði ekki karlinn Kim Laraen, fram til hinsta dags.

 Veröldin er hinsvegar að ganga af göflunum.

 Hvað blessaðri biskupsómyndinni gekk til með ræðu sinni fyrir tómri kirkju, úr því verið er að ræða það, verður seint skilið öðru vísi en svo að þar hafi farið manneskja sem tapað hefur trúnni. Væri svosem ekkert tiltökumál fyrir aðrar sakir en þær, að þar mælti biskup Þjóðkirkju Íslands, gegnsýrð af heimsendaspákaupmannaelítunni.

 Ekki einungis sorgleg, heldur algerlega óskiljanleg ræða manneskju sem hefur minna en engan sans fyrir trúnni, að því er virðist. Kolfallin í sölubásana í musterinu og selur það sem líklegast er til að selja. Þvert á kenningar kristninnar.

  Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.4.2020 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband