28.5.2020 | 06:30
Helferðarhyskið fer hamförum
Í annað skipti á öldinni hafa umbjóðendur almennings komið heimilum landsins á vonarvöl. það var létt verk og löðurmannleg að salla niður 5.350.000 kr skuld á hina fornu vísitölu fjölskyldu í þetta skiptið. Panamaprinsar, rykaðir raðlygarar, ásamt flissandi fábjánum lofa að hækka ekki skatta alveg á næstunni til að innheimta skuldina.
Jafnvel að heimilin fái að fresta afborgunum af skuldum sínum um nokkurra mánaða skeið, eða þar til að þær verða innheimtar með gamla laginu, vöxtum og verðbótum, í akkorði á bónusum. -Og hvernig á annað að vera, almenningur stein heldur kjafti á meðan falsfréttirnar frussast úr keyptum krananum, verkalýðsforustan aflýsti 1. maí, þjóðkirkjan skellti öllu í lás á páskunum og á blogginu sjá steinrunnin kaldstríðströll um fréttaskýringarnar.
Nú í augnablikinu hafa náhirðir og hyski heimsins, ásamt ruplandi pírötum, tögl og höld á allri umræðu í skjóli ríkisrekinna fjölmiðlanefnda, sem vara við upplýsinga óreiðu og samfélagsmiðlar hafa varla við að loka fyrir hvern þann sem vogar sér að efast um kóvítisins boðskapinn. -Og ákvæðaskáldin grjót halda kjafti.
Síðuhafi spáir því að hin forna vísitölufjölskylda mun telja eina hræðu í sjálfskipaðri sóttkví með haustinu, fari sem fram horfir.
Spáir 490 milljarða halla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður.
Kveðja að neðan.
Ómar Geirsson, 28.5.2020 kl. 07:51
Bjarni og Katrín fengu einfaldlega taugáfall, afhentu FF lyklana að stjórnarráðinu og fóru að útbítta "björgunarpökkum". Núna tveimur mánuðum seinna er Bjarni Ben að fá annað taugáfall þegar farið er að renna upp fyrir honum hvað þau gerðu. Ég held að Kata sé ekki enn farinn að fatta þetta.
Guðmundur Jónsson, 28.5.2020 kl. 10:35
Oft hefur maður velt því fyrir sér á hverju þetta lið er eiginlega? Ekki eru þau að vinna að hag þjóðarinnar........
Jóhann Elíasson, 28.5.2020 kl. 10:44
Nakinn sannleikur.
Frábær pistill meistari Magnús.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.5.2020 kl. 14:05
Snilldarpistill og sorglega sannur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 28.5.2020 kl. 17:20
Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar. Þetta er sorglega nakinn sannleikur sem mun sennilega orsaka gott taugaáfall hjá einhverjum áður en yfir líkur.
Hún er undarleg þögnin sem nú umlíkur óskapnaðinn. Fólk virðist ráðvillt enda eru þetta heimsfaraldur "sérfræðinnar".
Og það eru ekki bara landsliðið í kúlu sem er á "þessum efnum", þetta er glóbal aftaka þjóðríkisins sem er mögnuð upp sem kvefpest í "hinu frjálsa flæði".
Til að setja þessi ósköp í eitthvað samhengi þá er búið á 2 mánuðum að hnalla skuldum upp á ca 1.300.000 á hvert mannsbarn, án nokkurs viðnáms né sýnilegs árangurs.
Ef einhver vogar sér að benda á það að "keisarinn er ekki í neinum fötum" þá er hann annaðhvort samsæriskenningasmiður eða upplýsinga óreiðu maður. Jafnvel þó svo samsærið sjálft blasi við hverjum hugsandi manni.
Magnús Sigurðsson, 28.5.2020 kl. 19:09
Takk fyrir pistilinn Magnús!
Og nú fer helvítis óskapnaðurinn afurábak og bætir við álagninguna fyrir 2018.
Þetta er náttúrulega algerlega snarbilað
Óskar Kristinsson, 29.5.2020 kl. 18:28
Sæll Óskar og takk fyrir innlitið.
Ég er ekki alveg með það á hreinu hvað þú ert að meina; áttu við að það sé verið að leggja á nýja skatta aftur í tímann?
Ef svo er þá hefur hugmyndaflugið náð nýjum hæðum við skipulega glæpastarfsemi.
Magnús Sigurðsson, 30.5.2020 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.