18.9.2020 | 13:37
Ævisaga draugs
Það hafa verið vaktir upp magnaðir draugar frá ómunatíð. Því má allt eins segja að daglegt líf fólks helgist af draugagangi. Síðustu misserin hefur það verið covid-19, 2008 fjármálahrunið, 2001 hryðjuverkastríðið, stríðið gegn fíkniefnum seint á síðustu öld, kalda stríðið og þannig má rekja draugaganginn í grófum dráttum allt aftur til staðbundinna skotta og móra þjóðtrúarinnar.
Af því að ég er orðin svo hundleiður á kóvítis-kjaftæðinu þá hef ég undanfarið lagst í að lesa gamlar draugasögur. Ég lét mig meir að segja hafa það að fara á bókasafnið og verða mér úti um lítt þekkta ævisögu draugs, skráða af Halldóri Péturssyni. En sá draugur á að hafa verið ættarfylgja hans öldum saman.
Í fágætlega fróðlegum formála bókarinnar segir Halldór m.a.:
Það er athugavert að um miðja átjándu öld fara Austfirðingar að setja drauga í samband við vísindi og kom læknisfræði þar til. Lítið var um lækna, en lærðir menn, sem aðallega voru prestar og sýslumenn, fóru að hafa meðul með höndum til að liðsinna fólki. Fólkið vissi að draugar voru staðreynd, en trúin á að þeir væru vaktir upp snerist á þá sveif, að þá mætti framleiða úr meðulum.
Halldór segir á öðrum stað í formála:
Ég hef oft ekki getað varist þeirri hugsun, hvort það væru ekki í raun og veru draugar sem stjórnuðu heiminum. Kannski eru draugar og aðrar sviðverur á þeirri bylgjulengd ekkert annað en baráttan á milli ljóss og myrkurs, sem staðið hefur frá örófi alda.
Og í formálanum spyr Halldór:
Gæti það átt sér stað, að heilar þjóðir og jafnvel heilar heimsálfur mögnuðu af haturshug öfl eða drauga, sem hin svokallaða tæknimenning hefur ekki taumhald á?
Undir lok formálans kemur hann inn á þetta:
Hver veit nema harðlæst hlið hrökkvi upp, áður en langt um líður og þá verði því auðsvarað, hvers eðlis draugar eru og einnig því, hvort fyrirbæri andatrúarmanna eigi rót sína að rekja í framhaldslífi. Hér liggja margir þræðir út í óvissuna, en leitin að lögmálinu er það eina, sem leysir gátuna. Við skulum hugsa okkur, að fyrir tíu árum hafi einhver, sem við þekkjum, átt segulþráð og sjónvarp, án þess að við hefðum haft hugmynd um slíkt. Hann hefði neytt þessarar tækni og boðið okkur einn góðan veðurdag á andafund við dauft ljós. Þar hefðum við bæði heyrt og séð dána menn sem við nauðþekktum. Það þarf ekki að efa hvað við hefðum haldið þá.
Hún er athyglisverð samlíking Halldórs við draugagang á ljósvakamiðlum s.s. í sjónvarpi, því bókin er frá árinu 1962, fyrir daga íslensks sjónvarps, þó svo að Halldór hafi greinilega þá þekkt til sjónvarps.
Nú til dags eru okkur færður draugagangur í gegnum fjölmiðla s.s. í sjónvarpi og snjallsíma. Við trúum á draugana þó svo að við höfum aldrei séð þá, aldrei upplifað á eigin skinni djöfulgang þeirra og jafnvel þekkjum engan sem það hefur gert. En við trúum á frásagnirnar og sjónhverfingarnar svo framarlega sem þær eru rétt framreiddar af medíunni í gegnum fréttatímana.
Þjóðsagna ritarinn Sigfús Sigfússon segir svo um þá ættarfylgju Halldórs Péturssonar sem hann sá ástæðu til að rita um ævisögu 1962.
Hann var miklu líkari manndjöfli. Þykir þeim eiga best við hann orð skáldsins: Allir sáu þann illa gest, / óskyggnir sem hinir. Hefur mörgum þótt að hann mundi frægasti kappi eða svo sem höfðingi drauganna því af honum munu einna mestar sagnir allra drauga og vart mun annar nafni hans þótt honum skæðari. Segja menn honum skapaðan aldur í 300 ár. Fyrsta öldin framfaraskeið, önnur viðhaldskeið, þriðja afturfaraskeið. Honum var áskapað að drepa eigi færri en sjö menn, segja sumir, aðrir segja þrjá á mannsaldri og átti hann að yngja sig með því. Í uppsveitum hefur hann oftast verið kallaður Eyjasels-Móri. En í Útmannasveit er hann jafnan kallaður Hóls-Móri. (Þjóðsögur SS,II bindi bls261)
Ég hef sem sagt verið að kynna mér ævisögu Eyjasels-Móra. Sagt hefur verið, nú á tímum, að Eyjasels-Móri hafi verið fyrsta glasabarnið. Sagnirnar af Eyjasels-Móra eru einungis í þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar, nema ein, sem er frá 20. öldinni, í þjóðsagnasafninu Skruddu, og þær sem Halldór tilgreinir í ævisögunni frá sínum tíma. Sögurnar af Móra væru sennilega flestar glataðar hefði Sigfús ekki safnað þeim saman.
Halldór Pétursson var 20. aldar maður og tekur það sérstaklega fram í formála að hann trúi ekki á drauga. En Eyjasels-Móri þótti fylgja Halldóri á yngri árum og boða komu hans með djöfulgangi. Þó svo Halldór hafi ekki trúað á drauga þá lætur hann það sem aðrir sögðu um hvernig hann sjálfur sækti að fylgja í ævisögu Eyjasels-Móra ásamt því sem Sigfús skráði, auk þess litla sem hann hafði heyrt sitt fólk tala um Móra.
Í grófum dráttum er sagan af tilurð Móra sú að um aldamótin 1800 flytur Hálfdan Hjörleifsson ásamt konu sinni og börnum frá Eyjaseli í Ketilstaði í Jökulsárhlíð, en Eyjasel var afbýli frá Ketilsstöðum. Faðir Hálfdans hafði búið á Ketilsstöðum en var fallin frá og Hálfdan tók við búi á Ketilsstöðum þar sem þeim hjónum búnaðist vel og voru talin til meiriháttar bændafólks.
Á Ketilstöðum bjó einnig fólk Hálfdáns og Guðlaugar Einarsdóttur konu hans, m.a. Ingibjörg systir Hálfdans vinsæl ung og myndarleg kona. Ingibjörg hafði farið 22 ára gömul til starfa í Hallgeirsstaði í sömu sveit til Brynjólfs Péturssonar læknis, sem þá var miðaldra ekkjumaður.
Brynjólfur á að hafa farið á fjörurnar við Ingibjörgu, en í stuttu máli fór sú fjöruferð svo að Ingibjörg forðaði sér hið snarasta heim í Ketilsstaði. Er hún kom heim veiktist hún hastarlega innvortis og voru meðul fengin hjá Brynjólfi. Þegar Ingibjörg hafði tekið meðalið varð hún vitskert.
Aftur var leitað á náðir Brynjólfs með meðal til að lækna geðveikina. Þegar komið var með það meðalaglas frá Hallgeirsstöðum út í Ketilsstaði og það opnað steig upp úr því gufa sem fólki sýndist þéttast í mórauðan strák með skörðóttan barðastóran hatt og upp frá því hófst djöfulgangur sem á sér enga líka.
Skepnur á Ketilsstöðum voru drepnar umvörpum á hroðalegan hátt, húsum riðið og þau brotin niður dag og nótt. Þóra, dóttir Hálfdans og Guðlaugar, fannst kyrkt í fjósinu sem var undir baðstofunni þegar fólk kom að eftir að hafa heyrt ópin í henni upp í baðstofu. En Þóra hafði farið niður í fjós til að hafa næði við að lesa í kverinu það sem hún þurfti að kunna fyrir fermingu.
Til er Lýsing manns í safni Sigfúsar, sem kom í Ketilsstaði um þetta leiti, en þá hafði öllu sauðfé verið sleppt og það rekið frá húsum svo það slippi frekar við misþyrmingar Móra sem kvaldi lífið úr blessuðum skepnunum með hlátrarsköllum:
Árni Scheving, greindur maður og skilagóður, bjó í Húsey í Hróarstungu. Hann kom að Ketilsstöðum og segir svo frá, að aldrei hafi hann getað hugsað sér slíka aðkomu á einum bæ. Fólkið lá flest í rúminu, og engin hlutur virtist á sínum stað. Útihús skæld, brotin og sliguð, hurðarbrot, raftar, árefti og tróð úti um öll tún. Bæjarhús einnig mjög illa farin og engin hurð á járnum.
Leitað var til skyggns og fjölfróðs manns úr Vopnafirði ef vera kynni að hægt væri að hemja Móra. Sá taldi best fyrir Hálfdan og hans fólk að yfirgefa Ketilsstaði og flytja hið minnsta yfir þrjú stórfljót til að losna við óværuna.
Ævi Ingibjargar, þeirrar sem Móri var upphaflega sendur í meðali, varð ekki björt. Hún fluttist í Vopnafjörð og sneri aldrei aftur í sína heima sveit. Þó svo að hún næði sér að nokkru átti þessi myndar kona ekki sjö dagana sæla, varð hálfgerður niðursetningur. Lítið er um ævi hennar vitað en vitnisburður í húsvitjunarbók segir Halldór vera svo ruddalegan og lítilsvirðandi að hann hefur hann ekki eftir, nema veik á geði, geðveikluð.
Hálfdan leitaði jarðnæðis fyrir sitt fólk og fékk ábúð á Hóli í Hjaltastaðaþinghá, en þangað var einungis yfir tvö stórfljót að fara, Jöklu og Lagarfljót, engin jörð var á lausu austan Selfljóts. Talið er að ef Hálfdan hefði fengið jarðnæði austan Selfljóts þá hefði hann losnað við Móra fyrir fullt og allt.
Á Hóli lét Móri Hálfdan í friði, þó svo að fólk í Hjaltastaðaþinghá yrði vart við hann þegar Hálfdan og hans fólk var á ferð. Móri hélt sig eftir flutning Hálfdans að mestu í Eyjaseli hjá Jóni bróðir hans. Einar sonur Hálfdans bjó eftir föður sinn á Hóli og gilti það sama um hann og föður hans, Móri var spakur á Hóli en verri í Eyjaseli.
Sá sonur Einars sem tók við á Hóli eftir föður sinn hét Hálfdan og var eins og forfeðurnir atgerfismaður, hraustur og vinsæll. Fólkið á Hól vissi alltaf af nærveru Móra en leiddi hann hjá sér og fékk frið fyrir honum. En Hálfdan gat ekki stillt sig um að espa hann á sig enda var hann það hraustur að hann hafði lengi vel í fullu tré við Móra.
Hálfdan kvæntist skörulegri konu sem hét Sigurbjörg en hún var ekki jafn vinsæl og hann meðal sveitunganna. Smá saman fór Hálfdan að fara halloka fyrir Móra auk þess að gerast drykkfelldur. Þau hjónin misstu öll börnin sín 5 úr barnaveiki á tæplega tveggja mánaða tímabili sumarið 1861.
Seint í nóvember veturinn eftir fór Hálfdan inn að Ekru til að fá yfirsetukonu því Sigurbjörg átti von á barni. Veðurútlit var ekki gott og varð úr að Hálfdan lagði einn á stað út í Hól. Hann kom við á bæjum á leiðinni bæði Dratthalastöðum og Víðastöðum. Þá bjó á Víðastöðum Jón Þórarinsson sem áður hafði verið vinnumaður hjá Hálfdan á Hóli.
Hálfdan var eitthvað við vín og muldraði við Móra. Jón bauð honum að gista á Víðastöðum því það var komið kvöld og veðrið versnandi. Það vildi Hálfdan ekki, hann vildi komast heim í Hól til Sigurbjargar sinnar, enda ekki svo langt á milli bæja. Jón fylgdi Hálfdani hálfa leið og sneri svo heim í Víðastaði.
Jón sagði að Hálfdan hefði verið afleitur í umgengni, hvað eftir annað hefði hann þurft að fljúgast á við hann. Veðrið var vont þessa nótt og mikið gekk á húsum í Hól, Sigurbjörg er sögð hafa vitað að nú væri hinsta stund Hálfdans upp runninn og Móri ætti þar sök á. Aðrir héldu að Hálfdan hlyti að hafa gist inn á bæjum veðursins vegna.
Þegar veðrið gekk niður var maður sendur inn á bæi til að vitja um Hálfdan. En hann fannst fljótlega andaður af helsári illa útleikinn í rifnum og tættum fötum, rétt innan við Hól úti á ísnum á Lagarfljótinu í bugtinni þar sem það beygir út með Hólsbæjunum.
Það mátti sjá af sporum í snjónum hvar þeir Jón höfðu skilist að og eins að þeir höfðu slegist á leiðinni frá Víðastöðum þar til þeir skildu. En ekki var hægt að átta sig á af hvaða völdum Hálfdan var rifinn og fatalaus þar sem hann fannst, ekki þótti ástæða til að ætla að Jón á Víðastöðum ætti sök á dauða hans.
Sigurbjörg kona Hálfdans fæddi fljótlega barnið, sem var stúlka, skírð Hálfdanía Petra Katrín Ingibjörg Ragnhildur. Eftir þetta fylgdi Móri þeim mæðgum eins og skugginn og gerði Háfdaníu oft sturlaða af ótta. Sigurbjörg á að hafa sagt að Móri myndi sennilega drepa Hálfdaníu en ekki fyrr en eftir sinn dag.
Halfdanía var um þrítugt þegar Sigurbjörg dó, þá voru þær mæðgur staddar á Sleðbrjót í Hlíð. Skömmu síðar trúlofaðist hún og fluttist með mannsefni sínum að Birnufelli í Fellum. Ófögnuðurinn fylgdi henni og hún lagðist fljótlega í rúmið þar sem vakað var yfir henni dag og nótt. Svo virtist henni létta og brá þá maður hennar sér frá, en þá hljóðaði hún hátt og þegar hlaupið var til hennar reyndist hún öreind og var sagt að hún bæri öll merki þess að hafa verið kyrkt.
Sögurnar af Eyjaseld-Móra og örlögum ættarinnar er samfelld harmasaga í 100 ár og hér hefur aðeins verið stiklað á stöku atburðum sem tengjast Hálfdans nafninu án þess að segja sögurnar sjálfar. Til að fá smá yfirsýn yfir draugaganginn fyrstu hundraða árin eru sagnirnar í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar.
Á 20. öldinni rekur svo Halldór Pétursson sagnir af Eyjasels-Móra í ævisögu hans, en Móri var eins og kom fram hjá Sigfúsi magnaðastur fyrstu 100 árin, næstu 100 viðhélt hann sér og það má segja að Halldór taki til þess tíma og segi m.a. söguna af því hvernig að hann fylgdi honum sjálfum, og bróður hans til Danmerkur.
Enn eru, samkvæmt 300 ára uppkrift Eyjasels-Móra, um 80 ár eftir af líftíma hans og forvitnilegt væri að vita hvort einhverjir kannist við kauða í nútímanum. Annars kemur Halldór inn á það í ævisögu Móra að hans fólk hafi aldrei viljað minnast á drauginn og hafi talið besta ráðið til að losna við hann að þegja hann í hel eins og virðist hafa lukkast þokkalega hjá þeim Hálfdani eldri og Einari syni hans á Hóli.
Reyndar er talið að Móri hafi drepið Einar og hafi eftir að hann drap Hálfdan yngri fylgt tveim systrum hans og þeirra afkomendum, til jafns við þær Sigurbjörgu og Háfdaníu. Þóra Einarstóttir, systir Hálfdans, var amma Halldórs Péturssonar hún og systir hennar voru ásamt föður sínum í hans hinstu ferð. Varð Þóra vitni af því ásamt fleira fólki þegar Einar faðir þeirra fórst á vofeigilegan hátt.
Halldór segist eitt sinn hafa spurt Þóru ömmu sína hvort það geti ekki verið Jón á Víðastöðum hafi átt sök á dauða Hálfdans bróður hennar á Fljótinu við Hól forðum. Hún sagði honum að láta sér ekki í eitt augnablik svoleiðis um hug fara. Hálfdan hafi verið svo miklu hraustari en Jón, auk þess hefi verið gengið úr skugga um þetta á sínum tíma.
Eins minnist Halldór þess þegar Sigfús Sigfússon kom í heimsókn og bað leyfis til að fá að lesa yfir sögurnar, sem hann hafði safnað um Eyjasels-Móra, fyrir vinafólk sitt á Geirastöðum, æskuheimili Halldórs þar sem foreldrar hans bjuggu, til að fá viðbrögð við sögunum. Þá gaf engin neitt út á þessi skrif þó hlustað væri, bæði vegna þess að Móri var algerlega hundsaður og trú á drauga ekki talin gáfuleg. En eftir að Sigfús var farin þá hefði eitt og annað verið leiðrétt með fáum orðum, því hafa skildi það sem sannara væri.
Strax í formála bókarinnar um ævi Eyjasels-Móra kemst Halldór að niðurstöðu um þá draugatrú sem hann kvaðst ekki hafa, og þar af leiðandi hvers eðlis draugar eru:
Skoðun mín á draugatrú er í raun sú, að það, sem við köllum draug, sé hugarfóstur, kraftur, sem maður skapar með einbeittri hugsun í ákveðnu markmiði. Þessi kraftur getur tekið á sig form, og hægt er að senda hann á ákveðinn stað og halda honum við með sömu hugsun af öðrum mönnum.
Flokkur: Goðsagnir og Þjóðsögur | Breytt 28.10.2020 kl. 18:55 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir fínan pistil Magnús. Mér finnst líkingin við draugatrú hárrétt.
Þegar þetta vesen hófst ákvað ég að lesa Mósebækurnar. Mér fannst það einhvern veginn við hæfi og hafði aldrei lesið þær. Þar er að finna margskonar ráðleggingar, meðal annars um hvernig fást skuli við sjúkdóma. Leiðbeiningarnar sem mér finnst kannski mest í takt við allan kjánaganginn núna eru um það hvernig menn skuli lækna híbýli sín af holdsveiki, hafi þau smitast af þeirri leiðu pest. Einhvern veginn kemur þetta alltaf upp í hugann þegar ég horfi upp á fólk, annað hvort eitt á gangi eða eitt í bíl sínum, með ljósbláa grímu yfir trantinum. Og svo segja menn að vísindunum hafi farið fram!
Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2020 kl. 21:09
Þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Svei mér þá ef þetta rímar ekki nokkuð vel við nútímann? Við höfum alla veganna einn "draug" á alþingi, Gunnarsstaða Móra, sem situr í stól Forseta Alþingis.....
Jóhann Elíasson, 19.9.2020 kl. 05:27
Takk fyrir lesturinn á langlokunni og athugasemdirnar félagar.
Þorsteinn; Biblían er mögnuð bók og fátt sem ekki er hægt að finna svar við í henni. Það má segja að það sé ekki einu orði logið í hinni helgu bók, en vissulega er orðin oft sett í sérkennilegt samhengi, -rétt eins og þegar fólk setur upp blá hanskana og kóvítis grímuna til að verjast að því virðist sjálfu sér.
Jóhann; Gunnarstaða-Móri er mun ófrínýlegri en lýsingin á stráknum Eyjasels-Móra þegar hann kom í upphafi upp úr meðalaglasinu. Og við skulum ekki gleyma því að við sjáum ekki fyrir endann á afleiðingum Gunnarstaða-Móra því hann er þræl magnaður enn þann dag í dag, svo magnaður að sjálfur auðróninn Ratcliff er sagður hafa fjárfest 20% í lögheimili hans.
Annars finnst mér niðurstaða Halldórs Péturssonar, á því hvað draugur raunverulega er, mjög upplýsandi.
", , , að það, sem við köllum draug, sé hugarfóstur, kraftur, sem maður skapar með einbeittri hugsun í ákveðnu markmiði. Þessi kraftur getur tekið á sig form, og hægt er að senda hann á ákveðinn stað og halda honum við með sömu hugsun af öðrum mönnum."
Þetta er lýsandi dæmi um notkun ljósvaka miðla við að koma á draugagangi, t.d. sjónvarps og snjallsíma. Svo þegar maður slítur sig frá imbakassanum og fer út í sólskinið, eða bara innan um fólk út á götu án þess að vera með drauginn í lófanum, þá er allt í góðu.
Magnús Sigurðsson, 19.9.2020 kl. 06:15
Fyrir rúmlega 40 árum síðan tók ég þátt í 10 km hlaupi á íslandsmótinu á kópavogsvelli, bara af gamni mínu. Ég varð að sjálfsögðu síðastur en meðal þátttakenda í hlaupinu var téður Gunnarstaða- Móri. Spurning hvort ég ætti ekki að hafa samband við FRÍ og fá mig uppfærðan um eitt sæti. Draugar geta varla verið gjaldgengir, er það?
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.9.2020 kl. 08:55
Sæll Jósef og þakka þér fyrir innlitið,.
Ef þetta hlaup hefur ekki verið sýnt í sjónvarpinu þá er ekkert að marka úrslitin. Settu þig þá bara í það sæti sem þér sýnist.
Magnús Sigurðsson, 19.9.2020 kl. 15:55
slóð
Hver ber ábyrgð á, spurning, þúsund milljarða tapi fólks og fyrirtækja? Hver bannar læknunum að nota lyfið Hýdroxýklórókín, Ríkisstjórnin? Það voru aldrei deilur um hýdroxýklórókín, alveg fram til 20. mars 2020.
22.9.2020 | 13:57
Hver ber ábyrgð á, spurning, þúsund milljarða tapi fólks og fyrirtækja?
Hver ber ábyrgð á dauða, fjölda manna?
Hefnnndin, (erum við sjálf með stýflaða hugun, innsæi) (bera út börnnnin), nefnnndin, dillar sér.
Fólkið klappar fyrir hefnnndinni, nefnnndinni, heimskunni.
Heimskan heldur að hún geti falið drápin á milljón manns.
Sagt er að 73 % færri dauðsföll séu í löndunum sem nota HCQ.
Slóð
Lönd sem notuðu hýdroxýklórókín við meðhöndlun covid-19 sáu 73% lægri dánartíðni, sem þýðir að Fauci, CDC og FDA hafa lagt á ráðin um að DREPA tugi þúsunda Bandaríkjamanna til að vernda ábatasaman bóluefnaiðnað
Egilsstaðir. 22.09.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 22.9.2020 kl. 14:10
Er til meiri draugur en pestin?
Jónas Gunnlaugsson, 22.9.2020 kl. 14:15
Sæll Jónas þakka þér fyrir þessa áminningu. Það er rétt að velta upp öllum hliðum á fordæmalausum tímum. Pestin er ekki bara slæm kvefpest hún er ekki síður efnahagslegs eðlis fyrir flesta.
Verra er ef hún er svo einnig ætluð til þess að græða á henni. Ég hef ekki sett mig inn í þetta með hýdróoxklórokín en ætla að það sé ódýrt lyf, sem einkaleifin eru fallin af og gefið var við malaríu. Leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál.
Þetta lyf virkar á ýmislegt og frétti ég af manneskju sem ég þekki sem fékk lausn á sjúkleika sem hún hafði glímt við í fleiri ár, þegar henni var gefið þetta lyf. Ef það virkar að einhverju leiti sem fyrirbyggjandi vegna covid-19 ætti að sjálfsögðu að upplýsa það og veita aðgang að lyfinu.
Þessa dagana er kóvítis pestin kórónu drauganna. Nú er skimað og rakið sem aldrei fyrr, fjöldi manns komin í einangrun eða sóttkví með geigvænlegum afleiðingum fyrir efnahag heimila og fyrirtækja smáfólksins.
Það virðist vera orðið hið nýja norm, skimað smit, einangrun, sóttkví, lok lok og læs, en sjúklingar sem betur fer fáir. Hvað getur draugurinn ógnað lengi sumar segja seinni bylgjan verður í vetur. En kemur svo ekki bara þriðja bylgja, fjórða osfv. og skimun og smitrakning komin til að vera.
Sagt var að Eyjasels-Móri ætti sér líf í 300 ár. Þessi pestardraugur er þess eðlis að alltaf verður hægt að halda því fram að mun ver hefði farið ef ekki hefði verið gripið til fordæmalausra aðgerða, pestardraugurinn virðist ekki lengur þurfa að þrífast á sjúklingum.
Magnús Sigurðsson, 22.9.2020 kl. 18:11
Smá tölvuþýðing og endursögn.
.Covid ráðgáta Ísraels
HCQ var bannað fyrir Covid sjúklinga af WHO á grundvelli rannsókna á seint stigi. En læknar halda því fram að það hafi virkað á byrjunarstigi.
https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2254978/
Þögn um stærstu ráðgátu allra.
Af hverju verða fleiri alvarlega veikir og deyja en áður?
Hvers vegna eru nú yfir 1.300 dauðsföll þegar hápunktur fyrstu ferilsins var dánartíðni okkar rúmlega 300?
Af hverju er yfir 400% munurinn?
Embættismenn og sérfræðingar tala endalaust um próf, félagslega fjarlægð, lokun, en lítið annað. Þeir hafa áhyggjur af því að sjúkrahús og rannsóknarstofur verði ofhlaðnar af alvarlega veikum sjúklingum.
En enginn er að tala um hvernig eigi að koma í veg fyrir að þjást á byrjunarstigi frá því að versna sem kallar á sjúkrahúsvist og það sem verra er (dauða?).
Er staðbundnum læknum og heilsugæslustöðvum heimilt að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir að sjúklingar á byrjunarstigi leggist á sjúkrahús og deyi?
Svarið er nei.
Reyndar er komið í veg fyrir að þessir fyrstu læknar, sem hafa náið faglegt samband við sjúklinga sína, geti það leitt til meðferðar fyrir þá.
Voru ísraelskir læknar að ávísa einhverju í fyrstu bylgjunni sem kom í veg fyrir stórfelldar dánartölur sem þeir eru ekki að ávísa núna?
Svarið er já.
Það er verið að koma í veg fyrir að læknar og heilsugæslustöðvar á staðnum ávísi lyfi sem virkaði áður, en er bannað núna.
Sumir hafa verið reknir frá fagaðila sínum fyrir að þora að gefa í skyn að þetta lyf, ásamt öðrum, hafi bjargað óteljandi mannslífum.
Nú hefur það bann verið sett á ísraelska lækna á staðnum og fleiri deyja.
HCQ er lyf sem fékk alþjóðlegtsamþykki og notast fyrir fjölda sjúkdóma.
Lyfið hefur reynst vel í 60 ár.
En á einni nóttu varð það djöfulsins drykkur.
Mörg hundruð læknr og þúsundir sjúklinga sverja að lyfið virki vel ef það er notað strax og maðurinn veikist, í réttum skammti og í samsettri meðferð með öðrum lyfjum eins og sinki og azitrómýsíni. Þá hafa þeir verið settir í straff og bannað að sýna gögn sín og deila reynslu sinni.
Faglæknar, í nánu sambandi við einkasjúklinga sína, eru meðhöndlaðir eins og sakamenn, (villutrúarmenn).
Jónas Gunnlaugsson, 25.9.2020 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.