Medían

Rétttrúnaðar rasisminn ríður ekki við einteyming þessi misserin. Sjálfssagt þykir, hvar sem gott fólk í flokki stendur, að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu með lögum. Ritskoðun medíunnar breytir flæði upplýsinga á þann veg að ómeðvitað er sveigt á braut sjálfsritskoðunar, sem er drifkraftur þeirrar hjarðhegðunar sem hvað eftir annað hefur farið með heilu samfélögin fram af bjargbrúninni.

“Óvinurinn er síbyljan, hvort sem manni líkar söngurinn eða ekki”; -einhvern veginn þannig komst George Orwell að orði, höfundur bókarinnar Animal farm. (“The enemy is the gramophone mind, whether or not one agrees with the record that is being played at the moment.” ~George Orwell)

Fólk er dregið í dilka hægri vinstri eftir því hvað það lætur uppi um skoðanir sínar. Fjölmenning, frjálshyggja, femínismi, fasismi, kommúnismi, anarkismi, rasismi, , , -bara nefndu það. Allra hættulegastir eru svo þeir sem setja fram falsfréttir í samsæriskenningum. Gegn því gildir ekkert annað en að koma á alheims-net-skimandi löggjöf um upplýsingaóreiðu. Því svo oft fer kenningin nálægt samsærinu sjálfu að vissara þykir að ekki glitti í hryðjuverkin fyrr en þau hafa verið framin.

Á hátt í heilli ævi má finna margt sem taldist til persónulegs frelsis sem fengið hefur að fjúka með rétttrúnaðinum. Farið hefur fé betra segja sjálfsagt flestir eftir að hafa ritskoðað sjálfa sig samkvæmt síbyljunni. En það er samt svo að þeir sem hafa verið sjálfum sér samkvæmir; trúir sínum uppruna og sinni köllun, standa uppúr út yfir gröf og dauða í hjarðhegðunar fjölmenningu samfélagsins.

Má þar nefna marga listamenn á við Kim Larsen, sem söng sína söngva á því sem næst óskiljanlegu hrognamáli sinnar þjóðar, og barðist þar að auki svo hetjulegri baráttu fyrir því að fá að handfjatla sígrettuna að hann mætti ekki í sjónvarp án þess að halda þeim rétti sínum jafnvel þó svo rétttrúnaðurinn hefði lagt blátt bann við.

Eins má nefna Bob Marley sem samdi söngva frelsis Redemption Song og spurði góða fólkið á afró enskunni sinni; -munuð þið ekki hjálpa til við að syngja frelsissöngva? Af því frelsið er allt sem ég hef nokkhverntíma átt, stolinn frá Afríku, fluttur til Ameríku eins og hver annar hjarðhermaður.

Það er varla að hvítur miðaldra karlmaður fullmótaður af feðraveldinu þori orðið að láta í ljós skoðun á óritskoðuðum skoðunum og benda á að fjölbreytileikinn er það eina sem hefur afstýrt óskapnaði í gegnum tíðina. Jafnvel þó svo að tíðarandinn básúni síbyljandi frasa á við að frelsi einstaklingsins takmarkist við að komist sé fyrir að skaða skoðanir annarra.

Samkvæmt merkjamáli tíðarandans eru svona útúrsnúningar nánast hreinn rasismi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan skemmtilega pistil, Magnús.

Eina sem skyggir þó á gleði mína er að sjálfur  Ronnie Van Zandt, Allen Collins, Steve Gaines, Leon Wilkeson og Artimus Pyle skuli ekki vera hér með þeim Billy Powell og Gary Rossington að taka Sweet Home Alabama.  Þannig skipuð var Lynyrd Skynyrd nefnilega magnaðasta band í heiminum, að mínu mati.  Fer í Free Bird SHA Call me the Breeze T for Texas Gimme back the Bullets gleðivímu þegar ég hlusta á LS í kringum 1976 á jútúpunni. 

En eins og Larsen eru LS svo sem alltaf sígildir. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2020 kl. 22:11

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Símon Pétur og þakka þér fyrir athugasemdina, hún er upplýsandi og -lífgandi.

Sjálfur er ég nefnilega algjör rati í Lynnard Skynyrd. En þetta lag hefur fylgt mér eins og öðrum í gegnum tíðina þar sem punsh line-ið er að þakka Guði fyrir að komast undir tæra bláa himininn heima.

Þetta lag rifjaðist heldur betur upp fyrir mér árin sem ég var útlagi í Noregi, mér fannst ég heyra það á hverjum einasta degi, enda eru Norðmenn hrifnir af Lynnard Skynnyrd og skammast sín lítið fyrir að vera bæði hvítir og miðaldra.

Fyrir nokkrum árum vorum við Matthildur mín með bílskúrssölu þegar, við seldum þúsund fermetra bílskúrinn okkar, og þar voru m.a. hinir ýmsu fánar, þ.á.m. Rebel fáninn, eða orrustufáni Suðurríkjanna. Fáninn hékk uppi og þá fékk ég að vita að ég væri rasisti.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2176103/

Ég kíkti aðeins á sögu Lynnard Skynyrd í gær og sá að upphaflega hljómsveitin er að miklu leiti kominn yfir móðuna miklu og aðalsöngvarinn er litli bróðir fyrrverandi aðal, sem gerði Sweet Home Alabama og Free Bird ódauðleg, ásamt Rebel fánanum.

Magnús Sigurðsson, 16.11.2020 kl. 05:55

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er nokkur kaldhæðni í pistlinum hjá þér og því við hæfi að rifja upp tilvitnun úr kvikmyndinni Con Air þar sem verið er að spila Sweet Home Alabama í flugvélinni.

Define irony: a bunch of idiots dancing on a plane to a song made famous by a band that died in a plane crash.

Grímur Kjartansson, 16.11.2020 kl. 10:53

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir innlitið og og skemmtilegar upplýsingarnar Grímur. Já það er mörg kaldhæðnin varðandi Lynnard Skynnyrd og Sweet Home Alabama, t.d. sé ég að upphaflegir hljómsveitarmeðlimir voru ekki frá Alabama heldur Florida og Californiu. 

Lagið hefur verið notað í fjölda bíómynda t.d. Forrest Gump, The Texas Chainsaw Massacre, Crimson Tide, Joe Dirt, Con Air og fleirum enda aldeilis magnað. Ég hef svo sem ekki orðið var við að Lynnard Skynnyrd hafi verð kennd sérstaklega við rasisma.

Valdstjórnin hefur aftur á móti gert Suðurríkja fánann, sem hljómsveitin hefur haldið á lofti alla tíð, vafasaman upp á síðkastið, en kannski er það í og með vegna tákngerfis hans við Rebel.

Magnús Sigurðsson, 16.11.2020 kl. 13:36

5 identicon

Enn þann dag í dag er rifist um merkingu Sweet Home Alabama.  En í reynd fjallar textinn bara um ættjarðarástina; að þykja vænt um landið sitt alveg eins og t.d. Green green grass at home og Ísland farsældar Frón. 

Ætli þau verði ekki bráðum öll bönnuð?

Að glóbalíska og gæðavottaða fjórfrelsis græðgisliðið sjái til þess? 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 14:19

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er alls ekki ómögulegt Símon Pétur. Allavega er ekki langt síðan að þingmaður á alþingi sá ástæðu til að fetta fingur út táknmál sem KSÍ á Íslenska skjaldarmerkinu. Útfærslan þótti of lókal alls ekki nógu glóbal. 

Annars er dagur íslenskrar tungu í dag og kannski hálf hjákátlegt að vera að velta sér upp úr Sweet Home Alabama og rasisma. Rakst á ágætar vísur eftir Grétu Mjöll Samúelsdóttir fyrirverandi landsliðskonu í tilefni dagsins. Lauma einni hér fyrir neðan.

Íslenskt mál á varla vin;

villur inn sér smeygja.

Bjagað kerfi, brenglað kyn,

boðar; mál skal deyja.

Magnús Sigurðsson, 16.11.2020 kl. 16:42

7 identicon

Já, þetta er frábær vísa hjá Grétu Mjöll.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband