16.1.2021 | 08:30
Stutt á snúruna
Uppruni raforku, sem notuð er á Íslandi er samkvæmt nýjustu tölum sem völ er á, -57% jarðefnaeldsneyti, -34% kjarnorka -og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þetta stafar af sölu upprunavottorða, nokkurskonar aflátsbréfa til að fela svo kallaðan sóðaskap kolefnissporsins.
Þessi þróun hefur átt sér stað frá 2011 þegar orkunotkun Íslendinga hefur verið skráð í "bókhald" umheimsins, sem sumir hafa viljað líkja við aflátsbréf fyrri alda. Það er ekki lengra síðan 2010 að raforkunotkun hérlendis taldist 99,9% endurnýtanleg en telst nú vera innan við 10% endurnýtanleg, sjá hér.
Flestir hér á landi eru samt fullkomlega meðvitaðir um að uppruni þeirrar raforku sem notuð er á Íslandi er það sem kallað er endurnýtanleg, eða hrein orka . Á sama tíma hefur 3. orkupakki ESB verið innleiddur. Það styttist óðfluga í gagnvirku snúruna sem á að upplýsa Evrópu með sem mestri hreinni raforku.
Hver mun þá verða ábyrgð "umhverfisrónanna" á hinum endanum? -verður tekið mark á reiknikúnstum "gullgerðarlistamanna" þegar á reynir, -eða verður íslenskur almenningur látin borga fyrir "sóðaskapinn" sem á hann er klíndur?
Mynd og upplýsingar af heimasíðu Orkustofnunnar
Athugasemdir
Þsð er alveg stórmerkilegt að ekki skuli þurfa að fylgja sölu upprunavottorðs, sala á raforkunni sjálfri.
Maður gæti skilið að þegar margir ólíkir framleiðendur setja rafmagn inn á evrópsk dreifinet þá sé erfitt að greina "skítugt" rafmagn frá öðru þegar rafeindirnar rúlla inn til notandans. Þá sé gott að hafa upprunavottorð með rafmagninu sem maður kaupir. Þannig gæti maður séð einhverja smá lógík í þessu kerfi.
En að hægt skuli vera að selja upprunavottaða vöru en sleppa vörunni og selja bara upprunavottorðið sem hægt sé að líma á einhverja aðra vöru er meir en súrealíkst, það er einfaldlega vörusvik og alveg stórmerkilegt að í hinu háæruverðuga ESB hvar reglur eru settar um stórt og smátt, skuli hvergi finnast regla sem bendir á og bannar þennan augljósa glæp!
Þó ekkert væri annað þá dugar þetta til að segja mér að hvorugt sé á vetur setjandi, loftlagsverndarpólitíkin eða sjálft ESB.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.1.2021 kl. 21:13
Sæll Bjarni Gunnlaugur og þakka þér fyrir athugasemdina. Já þetta eru alveg stórmerkileg vísindi og ekki nema von að menn láti sér detti í hug aflátsbréf Rómarkirkjunnar fyrr á öldum enda hefur skattlagning loftslagsins í boði stjórnmálamanna stundum verið kölluð kolefniskirkjan.
Svona vegna þeirrar óskiljanlegu áráttu íslenskra stjórnmálamanna að fara hvað eftir annað gegn fyrri yfirlýsingum varðandi innleiðingu orkupakka ESB þá er ég ekki svo viss um að til standi að sleppa afhendingu orkunnar alveg, hún hefur í raun þegar verið afhent samkvæmt bókhaldinu. Það má segja að nú sé aðlögunartímabil bæði fyrir stjórnmálamenn að forða sér og sauðsvartan almúgann þar til framlengingasnúran sem á að lýsa upp Evrópu verður tengd.
Það kemur alltaf að skuldadögum þegar glæpir eru annars vegar. Hvort sömu stjórnamálamenn og þá frömdu verða við stjórnvölinn eða almúginn verði látinn bera skaðann, ætla ég að leifa þér að geta þér til um. Enn hundakúnstir með orku hafa verið reyndar áður og má þar minnast Enron hneykslisins um síðustu aldamót í USA, þar sem nú jaðrar við borgarastyrjöld vegna svika stjórnmálamanna við sína þjóð.
Eins get ég sagt frá því að þegar ég bjó í Noregi þá voru þessi aflátsbréf til umræðu. En Noregur hefur það umfram Ísland að hafa verið um nokkurn tíma tengdur með snúru við Evrópu. Þar voru miklar sveiflur á raforkuverði til almennings haustið 2011 vegna þessara loftslagsfimleika. Mönnum þótti þar helvíti hart að borga fyrir sóðaskap suður í Evrópu eigandi Hålogaland kraft.
Mér kæmi ekki á óvart að ef þeir íslensku stjórnmálamenn, sem að þessum orkupakka svikum stóðu, verða enn við stjórnvölinn þegar að skuldadögunum kemur, að þá telji þeir sig þurfa að mæta með sérsveitir ríkislögreglustjóra með sér út á meðal almennings líkt og þeir virðast nú þurfa ef umræða kviknar um hvað af ofanflóðasjóð hafi orðið.
Magnús Sigurðsson, 17.1.2021 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.