Safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar

Nú er opinberu fyrritæki í almannaeign gert að rukka þá landsmenn sem búa í mestri fjarlægð frá þjónustunni um raunkostnað á flutningi fyrir allt yfir 50 grömmum, og það með virðisaukaskatti.

Til sam­ræm­is við ný­lega breyt­ingu í lög­um um póstþjón­ustu, afgreiddum af há æruverðugu alþingi, fyrirtæki þess sama opinbera og var ætlað jafna kjörin í þessu landi, en tók upp á því að níðast á vesalingum undir verndarvæng ríkisins.

Félag vesælla atvinnurekenda fer auðvitað fram á að Þessi breyting verði framkvæmd tafarlaust. Enda hið mesta sanngirnis mál að þeir sem stundi flutningaþjónustu sitji við sama borð í botnlausri samkeppninni.

Þau flutninga fyrirtæki sem bjóða uppá þessa pakkaflutninga fyrir almenning eru sennilega tvö, , , , -jafnvel alveg heil þrjú. Eimskip á nýju hundrað ára kennitölunni sinni eftir "hið svokallaða hrun" nú með sama eigendahóp og miskunnsami samherjinn. Samskip þar sem eigandinn hefur verið ofsóttur af dómstólum þessa lands allt frá "hinu sama svokallaða hruni".

Með góðum vilja má bæta Icelandair við á stöku stað, sem hafa verið hlutabótaþegar almennings í gegnum hið opinbera í heimsfaraldrinum, "hinni svokölluðu drepsótt", en það fyrirtæki komst um tíma í eigu lífeyrissjóða landsmanna eftir "hið svokallaða hrun". Svo á náttúrulega Byggðastofnun að sjá um eftirlitið, svona til að faðirvorinu verði ekki snúið upp á andskotann.

Já það er kominn tími til að Jón og Gunna norð-austur á landi hætti að safna auð með augun rauð á meðan aðra brauðið vantar.


mbl.is Pósturinn breyti verðskrá án tafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnús; sem og aðrir gestir þínir - og hafðu hinar beztu þakkir fyrir vandaða orðræðu, af þinni hálfu.

Jú Magnús; þetta er ósvinna ein, sjálfur hefi jeg notið ágætrar þjónustu Íslandspósts í á annan áratug hnökralaust, og því ekki minni ástæða til, að stinga við stafni:: hið snarasta.

Ekki skemmir; að við Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins erum 3 og 4menningar að skyldleika, og mun jeg ekki hika við að notfæra mjer það til viðræðna við hana, þegar um almanna hagsmuni er að ræða:: ekki bara mína persónulegu eins, og sjer.

Frænka mín; er hin viðræðubezta, ekki síður en ljúflingurinn Hrafnkell V. Gíslason, hver stýrir Póst- og fjarskiptastofnun, maður:: sem laus er við allt dramb og hroka, gagnstætt þorra allt of margra ríkisstofnana forstöðumanna, eins og við þekkjum í gegnum tíðina, Magnús.

Hækkana fargan vöru og þjónustu; getum við skrifað á hörmulegt, og raunar glæpsamlegt stjórnarfarið í landinu, hvert farið hefur hríð- versnandi frá því um og fyrir síðustu aldamót - og var þó brogað, fyrir.

Nefnum ekki skipafjelögin Magnús; þrátt fyrir þessa nýjustu annmarka Íslandspósts, eru þau skýjum ofar, í sínum verðlagsskrám, sem kunnugt er.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason

Sölumaður sjerhæfðra verkfæra, fyrir Málmiðnað, til sjávar og sveita /      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.6.2021 kl. 14:48

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Óskar Helgi og þakka þér fyrir yfirgripsmikla athugasemd. Þetta er nú aldeilis slektið sem óskabarn þjóðarinnar og samvinnu hugsjónin eiga orðið við að stríða. 

Það er dauði og djöfuls nauð

er dyggðasnauðir fantar

safna auð með augun rauð

en aðra brauðið vantar

Magnús Sigurðsson, 27.6.2021 kl. 23:15

3 identicon

Sæll á ný; Magnús !

Þakka þjer fyrir; líkast til, erum við á svipuðum bylgjulengdum hvað þessi mál varðar; sem og mörg annarra:: hugmyndafræðilega.

Með sömu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.6.2021 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband