Fyrir daga ADHD og rítalíns

Allir krakkarnir vissu að Jói litli var sá klárasti í bekknum, en ekki endilega í því sem var verið að kenna. Kennslukonan vildi ná til hans og ákvað að prófa að spyrja hann spurningar sem væri á hans áhugasviði ef það mætti verða til að stuðla að tilætluðum þroska.

-"Þögn! , , , Jói minn, þú ert nú svo svakalega klár, að ég ætla að spyrja þig einnar spurningar. Það sitja 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?"

-"Enginn", svarar Jói.

-"Hvað meinarðu... hvernig færðu það út?", spyr kennslukonan.

-"Jú sko, einn dettur dauður á jörðina og hinir fljúga í burtu" segir Jói.

Kennslukonan kinkar íbyggin kolli og segir annarshugar; -"svarið átti nú reyndar að vera 4, en það er þá svona sem þú hugsar".

Örstuttu seinna réttir Jói litli upp hendi.

-"Já Jói, hvað nú".

-"Má ég spyrja þig einnar spurningar?"

-"Endilega", segir kennslukonan.

-"Ókey, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sýgur ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein sleikir hann. Hver þeirra er gift?", spyr Jói.

Kennslukonan roðnar og segir, -"Eee....ég veit það nú ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sleikir hann....eða bara..he .. hem".

-"Neeiiii" segir Jói litli, -"það er sú með giftingarhringinn, en það er þá svona sem þú hugsar". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi var sterkur........ wink

Jóhann Elíasson, 13.12.2021 kl. 13:30

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina Jóhann.

Sterkur segirðu. Þetta er auðvitað ekki brandari, miklu frekar dæmisaga.

Þessi dæmisaga sýnir hve vel má svara rétt þó svo að spyrjandinn hafi ætlað  annað svar og hvernig sá sem svarar rétt en fær enga umbun fyrir hefnir sín.

Hugmyndaauðgi fjölda barna hefur verið rústað með greiningum og geðlyfjum svo þau passi inn í skólakerfið og uppfylli námskrá sem hefur sáralítið að gera með frjóa hugsun, -því miður.

En auðvitað var Jói litli sterkur, kennslukonan átti aldrei séns, hverju svo sem hún svaraði wink

Magnús Sigurðsson, 13.12.2021 kl. 16:04

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Þeir leyna á sér margir....... wink

Jóhann Elíasson, 13.12.2021 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband