Moðreykur

Nú vafrar Gnarrinn um í moðreyk í eitt skiptið enn, sem alls ekki þarf að koma á óvart. Honum finnst rétt að leggja íslenskum viðhlæjendum sínum úr jafnaðarfasismanum lið. Þau hafi á réttu að standa með stríðsæsingabrölti sínu svo Pútín verði stöðvaður. 

Hann fabúlerar meir að segja um ISIS og skinsamleg skandínavísk gildi sem tóku þátt í að sprengja Líbýu aftur á steinöld, og er orðin ósammála pabba sínum, sem fór í Keflavíkur göngu undir slagorðunum Ísland úr NATO og herinn burt.

Sjálfsagt er hann að skýrskota til femininsku fasista fraukanna sem fóru stórum á götum úti í gær, á mótmælum eftir að hafa lokað á öll skoðanaskipti nema þá þau einu réttu s.l. tvö ár, og lokað þegna sína á bak við pestarpinnana. Sá í gær að einhverjar af þessum geldhænum gáfu leifi til að ungir karlmenn færu til Úkraínu með símanum sínum til að berjast við Rússa. 

Í dag lauk ég drepsóttar inniverunni og fór ég til vinnu í morgunn. Hitti hann Pavel vin minn sem setti mig niður á jörðina hvað Úkraínu deiluna varðar. Rétt eins og Gnarr þá var hann komin upp á kannt við pabba sinn, sem er af Úkraínskum ættum, en sér samt ekki að NATO og ESB sé beinlínis með lykilinn að lausn fyrir Úkraínumenn.

Það sem verra var Pavel sýndi mér myndir úr símanum sínum af því sem er að gerast off the record í Úkraínu og verð ég að segja það eins og er að ég er ekki búin að ná mér enn og á ábyggilega seint eftir að jafna mig. Þetta er stríð Maggi sagði Pavel, þegar hann sá hvað ég fölnaði, -svona fer það fram.

Ef einhverjum hefur orðið flökurt á að sjá geldhænur afhöfðaðar þá voru myndskeiðin í símanum hans Pavels þess eðlis að Ísland ætti aldrei að ljá máls á öðru en að taka þátt í  friðsamlegri lausn. Þar er ég sammála gömlu feðraveldis friðarsinnunum.


mbl.is Jón Gnarr hefur tekið NATO í sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið gleður það mig að vita að þú hefur jafnað þig af drepsóttinni og sért kominn hress á kreik.

Tek heilshugar undir orð þín og Pavels, vinnufélaga þíns, um viðurstyggð stríða.

Elskum friðinn.

Amen.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2022 kl. 16:48

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er lítið annað að gera en biðja fyrir friðinum Símon Pétur, og þeim sem eiga um sárt að binda. Olía á eld ófriðar bætir þar lítið um, -já elskum friðinn Amen.

Magnús Sigurðsson, 28.2.2022 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband