28.3.2022 | 14:01
Monopoly
Það er gott á meðan að einhver tekur að sér að kenna blessuðum börnunum fjármálalæsi. Bankar hafa alltaf farið ránshendi um fjármuni almennings, og fjárfestingar í íslenskum hlutabréfasjóðum eru fyrir innanbúðarmenn. Monopoly eða Mattador er spil sem er ágætt til að átta sig á fjármálakerfinu án mikils tilkostnaðar og ættu að vera notað sem námsefni í skólum.
Ánægjulegt ef unga fólkið er látið finna til tevatnsins með mattador peningum, eða smáaurum eins og kemur fram í þessar frétt, þá er von til þess að það læri. Verra er þegar búið er að rammflækja ungt fólk til lífstíðar í námslánum og húsnæðislánum, sem til skamms tíma hefur þurft að borga fimmfalt til baka. Húsnæðisverð er nú komið það rækilega upp úr skýjunum að fjöldi ungs fólks á á hættu að verða þrælar bankanna til lífstíðar eða missa þak fjölskyldunnar.
Fyrir 15 árum eða svo spilaði sonur minn póker á netinu og græddist fé. En eins og flestir vita þá er ólöglegt að spila fjárhættuspil á Íslandi, eða var það allavega þá. Og því ómögulegt að flytja þannig gróða löglega til landsins.
Einn daginn þegar við stóðum saman á kafi í steypunni sagði hann mér að vinur hans, sem ætti pabba hjá einum íslensku bankanna, hefði talað við pabba sinn um það hvernig hægt væri að flytja spilavítis gróðann í banka. Pabbi vinar hans bauðst til að taka þetta inn á bankareikning íslensks ofurbanka erlendis.
Sonur minn spurði á meðan við kepptumst við að steypa; -hvað finnst þér pabbi? Ég mátti ekkert vera að því að spá í þetta og sagði; -blessaður geymdu þetta áfram á reikningnum í spilavítinu því þetta er miklu öruggara þar en hjá bönkum sem eru á leiðinni á hausinn og öllu verður stolið.
Nokkrum mánuðum seinna spurði sonur minn; -pabbi hvernig vissirðu þetta? -Vissi hvað? sagði ég, búinn að steingleyma steypusamtalinu. -Að bankarnir færu á hausinn, sagði hann. Hann hafði farið að ráðum mínum og átti alla sína aura í spilavítinu og gat notað þá erlendis.
Bankinn tók 70% af arðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
28.8.2020:
"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera.
Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."
"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi."
Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund
28.8.2020:
"Greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við.
Á þetta bendir Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri í samtali í Morgunblaðinu í dag.
Sífellt fleiri taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, bæði þeir sem standa í húsnæðiskaupum og þeir sem endurfjármagna eldri skuldir.
Rannveig segir ánægjuefni að fólk nýti sér lækkandi vaxtastig en ítrekar að fólk þurfi að gera ráð fyrir því að greiðslur geti hækkað umtalsvert.
Þannig hafi til dæmis komið fram að "hlutlausir" stýrivextir [Seðlabanka Íslands] væru um 4,5%, eða 3,5% hærri en núverandi meginvextir bankans.
Í útreikningum, sem Morgunblaðið hefur látið taka saman og birtir eru í blaðinu í dag, gætu greiðslur af meðalhúsnæðisláni hæglega hækkað um 50% ef vaxtastig myndi hækka með fyrrgreindum hætti."
Afborganir gætu hækkað um 50%
Þorsteinn Briem, 28.3.2022 kl. 14:30
Þakka þér fyrir upplýsingarnar Steini.
Mergur málsins er að lágir vextir voru aldrei hugsaðir til að vera, þeim var komið á til að hækka íbúðaverð. Svo auðrónar gætu varist verðbólgu á kostnað ungs fólks sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði.
Húsnæðismarkaðurinn er Monopoly.
Magnús Sigurðsson, 28.3.2022 kl. 14:48
Hlutabréfin snarlækkuðu í Ericson þegar upp komst um greiðslur Ericson til ISIS þetta voru mútur en stóra málið var að þessir peningar studdu hryðjuverkasamtök.
Nú hefur þetta fengið nýja vinkil framkvæmdastjórinn og öll stjórnin hefur farið fram á að fá „blaðamannapassa“ og þurfa ekki að sæta ábyrgð né svara neinu um þessar peningagreiðslur.
Á morgun er hluthafafundur Ericson og stjórnin hefur ekki fengið „ansvarsfrihet“ en verður sennilega öll endurkosin því það er svo erfitt að fá hæft fólk!
Nýja stjórnin mun svo ákveða hvort lögsækja eigi gömlu stjórnina – það er að segja sjálfan sig
Þessi hlutabréfa- og bankaheimur minnir óneitanlega á mynd um galdrastrákinn Harry Potter
Grímur Kjartansson, 28.3.2022 kl. 20:19
Þakka þér fyrir þessa upplýsingu Grímur, svo halda menn að fjárfestingar á hlutabréfa markaði sé fyrir saklaus börn.
Eða;
You are playing Monopoly. One player is given all the property except Baltic Avenue. They are also given 95% of the bank. You are expected to succeed with what is left. Of course, you lose immediately. Why? It must be because you are lazy.
Magnús Sigurðsson, 28.3.2022 kl. 20:47
Svo er hér sýnishorn af gaedingum hans Bjarna Bens,
en their eru haefustu fjárfestar í Íslandsbanka en ekki
almenningur...
Einn þeirra keypti í gegnum félag sem er með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 135 milljónir.
Annar sérvalinn snillingur rak einkahlutafélag sitt í þrot árið 2015 vegna skulda við umræddan banka en þykir samt hæfur til stjórnarsetu í honum(!).
Árið 2008 fékk félag í hans eigu 233 milljónir að láni hjá Íslandsbanka (Glitni) til hlutabréfakaupa en varð gjaldþrota árið 2015 og skuldaði þá 313 milljónir.
EKKERT fékkst upp í skuldirnar.
Getur verið að bankinn hafi líka lánað honum fé til hlutabréfakaupa núna?
þetta verdur ekki betra. Somu leikendur og gerendur og voru fyrir hurn. Hvernig treystir fólk thessu somu monnum og stálu hér og sviku og fengu ekki einu sinni skammir fyrir..?? Á sama tíma og fólk var borid hér út úr húsum eftir hrun, fékk Engeyjaraettinn afskrifada 135 milljarda og thingheim var nákvaemlega sama, enda allir á somu spillingarjotunni. Nú á ad gera sama aftur med bankasoluna og fyrir hrun og enginn segir neitt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 29.3.2022 kl. 17:38
Við sitjum ennþá í súpunni Sigurður, svo ekki sé nú minnst á kúlulánadrottninguna og allt heila helvítis helferðarhyskið.
Magnús Sigurðsson, 29.3.2022 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.