7.7.2022 | 06:02
Enslaved
July 7 / -Close to sunrise those ungodly blood hounds came and broke in to the house where the people were sleeping. They hammered on the beds with swords, screaming and yelling, commanding the farm people to get to there feet, hardly giving theme time to dress. They drove everybody to the chapel.
They lit torches and searched the houses of the farmstead. They found the two faithless guards in the kitchen and dragged them over to others. The pirates then tied everybody up – as they always did.
There were thirteen people captured in all, including the wife of the farmer, who was very weak, and so she could not keep up with others. One of the pirates struck her on the cheek with the butt of his gun, and she collapsed. The pirates kicked her and thought she was dead and so they abandoned her.
Þessi frásögn er í Enslaved, bók þeirra Karls Smára Hreinssonar og Adam Nichols. Þarna er frásögn austfirskra skólapilta í Skálholti snúið á ensku, en frásögnin var skráð árið 1628, veturinn eftir Tyrkjaránið sem átti sér stað sumarið 1627.
Þarna segir frá morgni 7. júlí við Hamarsfjörð fyrir nákvæmlega 395 árum síðan, þegar heimilisfólkið á Hamri var hernumið og rekið til skips á Djúpavog. Alls voru 13 manns tekin á Hamri en húsfreyjan var sú sem var skilin liggjandi eftir á leiðinni og haldin dauð. Ætla má að hún hafi verið skilin eftir á milli Hamars og kirkjustaðarins Háls við Hamarsfjörð
Ég sagði frá því hér á síðunni fyrir tæpum mánuði síðan þegar bókin kom út að höfundurinn Adam Nichols hefði verið það verulega hugleikið hvað hefði orðið af húsfreyjunni á Hamri, hafði það á orði oftar en einu sinn þegar við komum að Hamri.
Eins sagði ég frá því að ég hefði fengið að heyra gömul munnmæli um lækjarsprænu skammt frá Hamri þar sem ófrísk stúlka átti að hafa drekkt sér frekar en lenda í ánauð Tyrkja, -hjá Djúpavogsbúum þegar bókin var kynnt í Löngubúð. Gat því sagt Adam á eftir hvað varð af húsfreyjunni á Hamri.
Nú er ég búin að lesa bók þeirra félaga orð fyrir orð og verð að segja að þar er farið á mis við miklar heimildir með því að gefa ekki gömlum munnmælum og þjósögum meiri rúm í bókinni. Bókin hefði gefið mun gleggri mynd af því hvað gerðist þá sumardaga þegar sjóræningjar hernámu íbúa við Hamars- og Berufjörð.
Það er þannig með þjóðsögur og munnmæli að þau fylla upp á milli línanna í knöppum texta opinberu skýrslunnar og geymist þá heildarmyndin í gegnum aldirnar þegar lesið er á milli línanna. Þetta tækifæri hafa sagnfræðingar því miður oftast látið fram hjá sér fara. Það sama á við um þessa bók og er hún því fátæklegri fyrir vikið.
Bókin segir þó umfram það, sem skjalfest var eftir austfirskum skólapiltum í Skálholti, frá umhverfi fólksins á þrælamarkaði í Algeirsborg, þó án þess að segja mikið frá afdrifum þess annað en kom fram í þekktum bréfaskriftum. Tyrkjaránið, bók Jóns Helgasonar er nákvæmari hvað þetta varðar, en þess ber að geta að Enslaved er ætluð fyrir erlenda lesendur.
Kannski væri hægt að rekja slóð íslenska fólksins, sem selt var á þrælamörkuðum N-Afríku sumarið 1627, með nútíma DNA tækni. Hægt hefur verið að rekja slóð afrískra íbúa sem seldir voru í þrældóm til Ameríku, en þar kemur til litarháttur, auk sagna og gena.
Frelsisþráin hefur samt veri sú sama hvort sem hún var ættuð úr hjörtum fólks úr myrkviði Afríku eða í bjarta sumarnótt á Íslandi. Bob Marley kom þessari frelsis þrá angurvært í ódauðlegt ljóð. Sama er hvort með þann söng fara þjóðlagasmiðir eða pönkarar, hann er alltaf sannur.
Athugasemdir
Bob Marley, Johnny cash, Joe Strummer, allir látnir.
Þegar Trent Reznor, þá meðlimur Nine Inch Nailz og höfundur lagsins "hurt" heyrð útgáfu Johnny Çhas af laginu sagði hann "its his song now"
Bjarni (IP-tala skráð) 7.7.2022 kl. 12:51
Þakka þér fyrir athugasemdina Bjarni.
Ég féll strax fyrir flutningi höfundarins, Bob Marley, á laginu, og verð að segja eins og er að það hljómar einstaklega vel mixað saman með þeim Jhonny Cash og Joe Srummer.
Það kemur fram í athugasemdum með þessu youtobe videoi að fólki finnst mikið til þess koma að sveita- og punktónlitamenn skuli fara svona vel með lag raggie tónlistamanns.
Þeir bregða reyndar hvergi út af útsetningu Marley, nema hvað harmonikkuna varðar.
Magnús Sigurðsson, 7.7.2022 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.