Kjaftæði

Munurinn á orðræðu Kristjáns Loftssonar fostjóra Hvals og fræðinga Matvælastofnunnar, sem komust að því að veiðar hvala væru óásættanlegar út frá dýrvelferðarsjónarmiðum, er sá að á meðan Kristján talar kjarnyrta íslensku þá fer stofnunin með orðskrúð umvafið fáfræði fræðimennskunnar, -svo kallað kjaftæði.

Þarna fer sama stofnun fram og lét slátra 1400 kindum í Miðfirði rétt fyrir sauðburð í vor, og bar fyrir sig dýravelferð í öllum æðibunuganginum. Seinna kom í ljós að engin kind var sýkt á öðrum bænum, sem slátrað var á, og ein á hinum.

það er einsdæmi á Íslandi, og sennilega um víða veröld, að annað eins níðingsverk hafi verið framið með velferð dýra að yfirskini. Starfsfólk þessarar stofnunnar  hefur komist upp með að skíta upp á bak aftur og aftur í gegnum árin án þess að hafa verið látið axla nokkra ábyrgð.


mbl.is Hvetur Kristján til að birta nýjar upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heiftaræði MAST gegn sauðfjárbændum var, og er, þeirri stofnun til algjörrar skammar.  Og enn verra var þegar MAST ætlaði að urða hin meintu riðuveiku hræ í nálægum hreppi og það rétt við Víðidalsá, við bæinn Lækjarmót.  Upp komst um það heiftaræði þessara fáráðlinga og var því þó blessunarlega afstýrt.  Mér er málið skylt að því leyti að afi og amma voru fædd og uppalin í Miðfirði, en byggðu sér bú ì Víðidal, frá ca. 1915-1975.  Það voru viturlegri tímar og frá gömlu gufunni bárust þá endalausir fróðleiksmolar til bænda.  Nú er öldin önnur og flest fjandsamlegt bændum sem kemur frá RÚV bjánum og MAST.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.6.2023 kl. 16:07

2 identicon

það  væri ástæða til að hafa hátt lengi utaf þvi ófyrirgefa háttalagi  gangvart  bændurm og bufe i Húnavatnsyslu i vor  Annaðeins hefur maður aldrei heyrt og með öllu ófyrirgfanlegur atburður !   Vona að einhver vel pennafær taki sig til og skrifi góða grein um þetta   ..þessi skaði verður aldrei bættur !!

Ragnhild H. Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2023 kl. 17:19

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Burt séð frá því hvort fólk er með eða móti hvalveiðum þá verður það að segjast alveg eins og er að Kristján Loftsson hefur alltaf verið samkvæmur sjálfum sér, og færi betur á að skoffínin hjá MATS yrðu það svona einu sinni. 

Maður getur einfaldlega ekki þagað þegar heimspekingurinn, sem vitnað er til í fréttinni, hvetur Kristján til að birta nýjar upplýsingar. Er hægt að gera sig að öðru eins viðundri þó svo að faglegt eigi að heita?

Ég hafði ekki hugsað mér að minnast á óskapnaðinn í Miðfirði hér á síðunni þó svo að ég þekki ungu bændurna of vel á bænum þar sem engin kind fannst sýkt, og finni ósegjanlega mikið til með þeim.

Hélt í einfeldni minni að einhver myndi verða látin sæta ábyrgð á því níðingsverki. Það vantar allavega ekki dýralæknirinn í ríkisstjórnina frekar en fyrri daginn þó svo að bændur eigi ekki sinn fulltrúa.

Og hvar var þetta blessaða dýravelferðar fagráð MATS þegar stofnunin fór hamförum í Húnavatnssýslu rétt fyrir sauðburð?

Hvers vegna hefur engin á Íslandi krafið ráðherra ábyrgðar á dýraníðinu sem var þar framið, og fótunum var kippt undan ungu fólki?

Magnús Sigurðsson, 22.6.2023 kl. 18:23

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þegar ég verð forseti, verður þessi stofnun lögð niður.

Guðjón E. Hreinberg, 22.6.2023 kl. 18:29

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það er ekki af ástæðulausu að VG stendur í dag fyrir "Vinstri Geðveikir"

og ekkert meðal til fyrir þeirri geðveiki.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.6.2023 kl. 18:39

6 identicon

Sæll Magnús.

Á brattann að sækja hjá Guðjóni

því núverandi forseti verður endurkjörinn.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.6.2023 kl. 19:42

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús, þú ert með púlsinn að vanda og flottur.

 

Lausagöngufé var fellt í Loðmundarfirði í mars 2018 og komst í fréttir, en ekki er vitað að sá gjörningur hefði einhverjar afleiðingar fyrir MAST.  Umfjöllun um málið var í DV Mánudaginn 2. apríl 2018.

„Á ferðalagi okkar félaganna í gær vakti það furðu okkar að það var óvenju mikið af tófuslóðum sem lágu í átt að Loðmundarfirði og sumstaðar svo margar að það mætti halda að þetta væri Laugavegurinn. Þegar í Loðmundarfjörð var komið þá leyndi sér ekki hvers kyns var, starfsmaður MAST fór með menn úr Berufirði og Breiðdal þungvopnaða og skutu á allt sem hreyfðist. Þegar mesti móðurinn rann af þeim settu þeir lömb og rollur í poka og fóru svo heim eftir að hafa unnið þetta illvirki, en skildu pokana eftir.“

Þetta skrifar Víðir Sigbjörnsson um aðkomu í Loðmundarfirði þar sem Matvælastofnun (MAST) lét skjóta 29 kindur snemma í marsmánuði en féð var sagt án fóðurs og umhirðu í firðinum. Menn hafa hreyft efasemdum um að nauðsynlegt hafi verið að farga fénu og MAST er líka gagnrýnd fyrir að hafa ekki hirt hræin og heldur dreift þeim víðsvegar. Víðir skrifar um þetta á Facebook og tók jafnframt ljósmyndir sem birtast með fréttinni. Í pistli sínum segir Víðir enn fremur:

„Nú eru allar tófur á Austulandi komnar í pokana og svo koma allir hrafnarnir og hræfuglar, þegar þeir koma til landsins og setjast að kræsingunum í boði MAST. Í innan við kílómetra fjarlægð er æðarvarp með um 4000 hreiðrum, þegar hrææturnar verða leiðar á úldnu kjöti í boði MAST fer öll hersingin í æðarvarpið hjá Óla og þá verður gaman að sjá hvort MAST mætir með skotmennina á svæðið og hreinsar til eftir sig. Hafið þið allir skömm fyrir þetta ódæði, ef þið berið einhverja umhyggju fyrir þessu fé sem þarna var þá hefðuð þið átt að hafa með ykkur hey til að gefa þeim og koma þessu svo til byggða.“

Það er nokkuð ljóst að það þarf eitthvað að skoða framgang MAST og skerpa á vinnulagi þar innan dyra.  Hugsanlega þarf skipta út lögfræðingum fyrir aðra, sem eru tilbúnir að skerpa á verklagi þó ekki væri í öðru en að taka til skoðunar hvað meðahóf merkir.

Benedikt V. Warén, 22.6.2023 kl. 20:29

8 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Líklega er þess ekki langt að bíða að landbúnaðurinn fari sömu leið og hvalveiðarnar.   Alla vega ef marka má orð formanns einhverrar loftslagsnefndar sem RÚV talaði við í fréttum í dag.  Sá sagði neyðarástand ríkja í loftslagsmálum á Íslandi. 

Ég er forvitinn að vita í hverju sú neyð felst.  Hvort það er skortur á kali, of mörg tré sem komast á legg, vanti meiri hafís, jöklarnir þurfi að ganga fram en ekki aftur svona svo eitthvað sé nefnt. 

En til að bjarga okkur frá þessari óskilgreindu neyð skildist mér á manninum að þyrfti að hætta að framleiða kjöt og fara að fylla upp í skurði. 

Ja, maður spyr sig!

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 22.6.2023 kl. 21:27

9 identicon

Sæll Magnús æfinlega; sem og þið önnur, gestir Múrarameistarans !

Um leið; og þjer skulu þakakaðar ádrepurnar til Matvælastofnunar Magnús (reyndar furðuleg: nafngift stofnunar sem á að heita vörzlustofnun almennrar dýravelferðar - dýrin: eru jú ekki matvæli, fyrr en að slöktun þeirra lokinni) talandi um framkomu þeirra á Selfossi gagnvart frændum mínum Húnvetningum í vetur, svo:: aðeins fátt eitt sje talið.

Pétur Örn - Ragnhild - Guðjón E. - Sigurður Kristján - Húsari - Benedikt V. og Bjarni Gunnlaugur !

Afbragðs innlegg; ykkar allra, en . . . . finnst ykkur hinum, sem á undan Bjarna Gunnlaugi komu ekki íhugunarverðir, punktar Bjarna Gunnlaugs, um áróður Everópusambandsins og loftslags trúar ruglustampanna, gegn kjötneyzluunni, t.d. ? 

Sjáum Holland; hvenær skyldi Willem Alexander konungur hefja mótspyrnu gagnvart áróðri Brussel valla (ESB) varðandi Kakkalakka og Engisprettu neyzluna súkkulaði hjúpuðu, sem næst er á döfinni, suður í Evrópu ?

Hjerlendis; eiga þessir fáráðlingar loftslags og Heimsenda spádóms liðsins sjer dyggan stuðning afglapa, eins og Katrínar Jakobsdóttur - Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, auk fjölda annarra flóna.

Reyndar; myndi rolu mennið Sigurður Ingi Jóhannsson ALDREI þora að viðurkenna undirlægju kenndir sínar til Evrópusambandsins og Al Gore fáráðlinganna opinberlega, en þetta flón flýtur á heimsku sjergæzku sinnar sbr. framkomu hans í Reykjavíkurflugvallarmálinu, hvar hann hefur selt Grími Bláa lóns Sæmundsen og Valsfjelaga hyskinu það litla, sem eftir var æru hans, gott fólk.

Katrín - Guðlaugur Þór og Sigurður Ingi; eru einungis hluti þess safnaðar niðurrifs aflanna, sem eru að vinna að úthýsingu okkar frumbyggjanna (innfæddra) í landinu, í skiptum fyrir slæpingja frá Mið- Austurlöndum - Sómalíu, og öðrum viðlíka plássum, verði ekki spyrnt rösklega við þessum lítt / og ekki duldu fyrirætlunum þessarra hrakmenna.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.6.2023 kl. 23:10

10 identicon

Sæll Óskar Helgi

Jú, fyrir mína parta tek ég heils hugar undir varúðarorð Bjarna Gunnlaugs, sem og þín, ekki síður, svo sem í nær öllum tilvikum þá þú reifar mál og kemur með kjarnyrta lýsingu á innanmeinum samtryggðu pólitísku klíkanna, sem skara þar hver að sínu, landslýð öllum til óþurftar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.6.2023 kl. 00:05

11 identicon

Sæll Óskar Helgi!

Jón lögmaður Magnússon gerir þessu einmitt góð skil nú í dag eins
eins og við mátti búast af hans hendi.

Það gengur hins vegar ekki vel með búskapinn í Eyjafirði því kusa,
bévítans beinið, fer ekki að neinum leikreglum og mun villidýr þetta
eiga mesta sök á því að ozonlagið er horfið með öllu og allt vit á útleið.

Í nýrri reglugerð er gert ráð fyrir sérstöku sprengju- og þyrilklósetti
við afturenda kvikinda þessara sem síðan nýtist fyrir allt Norðurland
eins og það leggur sig og ryðhrúgurnar sem nefnast traktorar.

Þetta mistókst reyndar með öllu því horngrýtis Farmalinn þeyttist
í loftköstum afturábak um öll tún, ofan í skurði og næstu ár og sumir enduðu á Vatnajökli þar sem frómar sálir voru einmitt að biðja fyrir hundheiðnum Norðlendingum og sumum ekki vel góðum í Svarfaðardalnum.

Það létti því mjög yfir mönnum þegar ráðherra málaflokksins ákvað með einu pannastriki að skjóta skyldi óargadýr þetta hvar sem til þess næðist, -
og aftur kemur vor í dal með þeim Bakkabræðrum í Svarfaðardalinn,
legg, skel og hunangsflugu í Eyjafjörðinn.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.6.2023 kl. 01:59

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir gott fólk. Gott að vita að enn eru til vættir sem hafa nennu til að setja fram sinn vitnisburð í öllum rétttrúnaðinum sem tröllríður landinu á tímum glóbalsins.

Mig langar til að benda á bónda í Bandaríkjunum, sem ég horfi stundum á, ungan mann sem er stoltur af kusunum sínum. Í þessu youtube myndbandi hér að neðan talar hann til þeirra sem aðhyllast kjötlausan lífstíl og vegan.

Hann virðir lífskoðanir vegan fólks að fullu og vill benda þeim á hvað kúabóndinn, þau og móðir jörð eigi mikið undir heilbrygðu búfjárhaldi, -sem er algerlega á skjön við það sem kolefniskirkjan predikar.

Þessi ungi bóndi er stoltur af hjörðinni sinni og sínum kúabúskap. Hann birtir reglulega myndbönd á youtube. Hlustið á hvað hann segir því það eru einfaldar staðreyndir, -og takið sérstaklega eftir hvað asninn er ánægður innan um allar kusurnar.

https://www.youtube.com/watch?v=OP0uNH64j3Q

Magnús Sigurðsson, 23.6.2023 kl. 05:31

13 Smámynd: Gunnlaugur Baldvin Ólafsson

 Eg vil þakka Benedikt V. Warén fyrir að minna á hryðjuverk MAST í Loðmundarfirði 2018. Fáa atburði hef ég tekið jafn nærri mér. Komið fram í mars, kindurnar búnar að standa af sér allan veturinn og vorið framundan. Einstakt níðingsverk sem aðeins verður skýrt með valdfíkn. Valdfíklar sækjast iðulega í svona eftirlitsstofnanir þar sem þeir geta þjónað eðli sínu óáreittir. Það þyrfti að skera niður þetta eftirlitsbákn allt saman en það  er líklega borin von að svo verði. Góðir draumar rætast sjaldan. 

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 23.6.2023 kl. 09:21

14 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Gunnlaugur Baldvin !

Þakka þjer; ekki síður fyrir, að árjetta mjög svo þarfa ádrepu Benedikts V. Warén Matvælastofnun til handa, hverri mjer yfirsást að geta almennilega  í athugasemd minni gærkveldis (22. VI. Kl. 23:10) varðandi Loðmundarfjarðar hryllinginn 2018.

Hafi Benedikt hinar beztu þakkir - líka sem þú einnig, fyrir þína vörpulegu athugasemd, á hinni merku síðu Magnúsar Múrarameistara.

Með; þeim sömu kveðjum, sem hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2023 kl. 20:29

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka góðar athugasemdir.

Mér er þvert um geð að eiga loka orð á þessum þræði, og trekt um tungu að hræra þegar dýravelferðarhryllingur MATS er annars vegar.

Ég tíndi saman örfá dæmi fyrir nokkrum árum, þ.m.t. Loðmundarfjarðar hryllinginn.

Þetta eru gróf dæmi um dýraníð og valdníðslu, sem hvorki möppudýr né ráðherra hafa þurft að axla ábyrgð á, -frekar en Miðfjarðar níðingsverkinu.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2245991/

Magnús Sigurðsson, 25.6.2023 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband