Skipulögð glæpastarfsemi

Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjörbrotum lýðveldisins. Hver ráðherrann og ríkisstofnana-stjórnandinn eftir annan flæmast undan ábyrgð. Í mesta lagi er viðurkennt að lögbrotin séu til þess að læra af þeim.

Það örlar samt á að neytendasamtökin viti hvað skipulögð glæpastarfsemi gengur út á, þegar hætt er viðskiptum við Íslandsbanka. Fara samt væntanlega í viðskipti til stofnunnar sem hefur upp á nákvæmlega sama siðferði að bjóða.

Þegar fjármálaeftirlit seðlabankans lætur fjármálastofnun greiða svimandi stjórnvaldssekt, þar að auki í eigu ríkisins, þá liggur í augum uppi hverjir blæða að endingu.

Það gera þegnar bananalýðveldisins í gegnum hærri vexti og gjöld, -svo lengi sem "ábyrgðin" getur á sig launum bætt.


mbl.is Hætta viðskiptum við Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna bankastýra búin að sanna að konur eru síst minni glæpatíkur en karlar ...

Jón Garðar (IP-tala skráð) 27.6.2023 kl. 19:14

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvaða skjölun lét Jóhönnustjórnin læsa til 99 ára? Hvaða sprautusamninga lét Katrínarstjórnin harðlæsa álíka lengi?

Stjórnir "fólksins í landinu" reyndust ekki lýðsins.

Guðjón E. Hreinberg, 27.6.2023 kl. 19:25

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Náhirði, helferðarhyskið og Davosdúkkulísurnar, -allt greinar af sama meiði, -og rétt er hafa í huga að vonarstjarna skoðanakannanna var innmúruð með vel lukkaðri starfslokagreiðslu úr gamma kviku bixinu sem why Iceland viðundrið í seðlabankanum fór fyrir sem aðalhagfræðingur. 

Magnús Sigurðsson, 27.6.2023 kl. 20:11

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mögnuð grein Magnús og segir margt þó ekki sé hún löng.  Femínistarnir sögðu það, hérna áður fyrr, að ALLT yrði svo gott þegar konur kæmust til valda því þær væru svo "góðar".  En hvað hefur svo komið í ljós?.  Hverjir eru það sem hafa verið AÐALLEIKARARNIR í spillingarmálunum hér á landi undanfarna mánuði? Utanríkisráðherra ákvað upp á sitt einsdæmi að LOKA Rússneska sendiráðinu í Moskvu og senda Rússneska sendiherrann til heimalandsins og lét Utanríkismálanefnd vita að HÚN væri búin að ákveða þetta punktur.  Svandís ákvað  að stoppa hvalveiðar DAGINN ÁÐUR EN VEIÐAR ÁTTU AÐ HEFJAST og með því braut fjórar  greinar í almennum lögum og TVÆR GREINAR í stjórnarskránni.  Katrín Jakobsdóttir er að mínum dómi búin að  brjóta mikið af sér í gegnum tíðina.  Og svo "toppar"  Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka dæmið alveg.  já konuráðin hafa svo sannarlega reynst okkur vel....  

Jóhann Elíasson, 28.6.2023 kl. 07:40

5 identicon

Sammála Jóhann, lýðnum var talin trú um að allt yrði betra þegar konur kæmust í valdastöður. Hef ekki séð það á þeim áratugum sem ég hef lifað. 

Jóhann þú mátt ekki gleyma í þessari upptalningu meðferð kvennanna á eigin kyni. Menn geta með einu eyðublaði breytt sér í konu og verið transkona, valsað inn i kvennarými. Stúlkur og drengir óvarin. Við getum þakkað konum á þingi þá skelfingu. Sama með orðskrípin sem á að innleiða inn í tungumálið, konur (með einstaka karl upp á arminn) sem standa fyrir þessu. Kalla það jafnrétti að skemma tungumálið. 

Þeir sem komu að ákvarðanatöku um málið eiga að hætta. Fyrir almenning er það ekki flókið. Nú er komið að ábyrgðinni sem fylgir himinháum launagreiðslum.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2023 kl. 10:20

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er siðferðisbrestur í öllu samfélaginu.

Siðferði fer ekki í kyngreiningu, og þar af leiðandi lítill munur á kynjum þegar þau komast í aðstöðu til siðspilltrar valdagræðgi.

Græðgin fer með himinskautum í viðskiptalífinu, sem gengur ekki lengur út á það hvað þarf heldur hvað er mögulegt að hafa út úr náunganum.

Þetta hefur farið versnandi ár frá ári og almenningur lætur sem þetta séu eðlilegir viðskiptahættir.

Snjalla fólkið safnar íbúðum, rétt eins Jóakim önd í sparibaukum krónum, til að græða og lætur unga afkomendur samborgaranna blæða.

Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, eins og Styrmir komst að orði um árið.

Magnús Sigurðsson, 28.6.2023 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband