Síðasta steypan fyrir sumarfrí

IMG_5740 (1)

Hann var tekinn snemma gærdagurinn. Her manns tíndi sér í steypu við nýja brú yfir Gilsá. Brúin er fyrir neðan Hjálpleysu, milli Sandfells og Hátúna-Hattar, -á fyrr um þjóðvegi eitt, nú þjóðvegi 96, eftir að númer eitt fór um Fagradal í neðra um firði.

Brúin er 55 m löng. Í brúargólfið fóru ekki nema 120 m3 af steypu, sem telst lítið í svona mannvirki, en þá verður að geta þess að annað eins hafði farið í forsteyptar einingar sem liggja ofan á stálbitum. Brúin er sem sagt blanda af stáli og steypu þar sem neðsti hluti burðarvirkisins er úr stáli.

Þar sem steypti hluti brúargólfsins er þunn steypuhula yfir steypustyrktarstál, þá var gríðarlegur sprettur að steypa brúna á milli kl 8:30 – 15:00. Í steypugenginu voru 22 úrvals starfsmenn MVA á Egilsstöðum, en MVA sá um brúargerðina fyrir Vegagerðina.

Það var einstök ánægja fyrir gamlan steypukall að vinna með ungu fólki, en á sumrin er margir starfsmenn ungir að árum, og reyndar er alltaf að verða auðveldara að fá ungt fólk til að starfa í steypu. Unga fólkið stendur sig með prýði þegar steypa er annars vegar.

Nú tekur annar taktur við en undanfarið hjá mér, því ég er kominn í sumarfrí fram yfir verslunarmannahelgi.

 

IMG_5741 (1)

Nýja brúin stendur talsvert hærra en sú gamla

 

IMG_5743 (1)

Steypan streymir

 

IMG_5750 (1)

Það er að ýmsu að huga í steypu

 

IMG_5742 (1)

Brúargólfið glattað og kústað

 

Steypa

Ungir kappar

 

IMG_5767 (1)

Lipurtá létt á fæti, ver steypuna með vaxi fyrir sól og þurrki

 

IMG_5765 (1)

Brúin er í Gilsárgiljum, á mörkum hinna gömlu hreppa, Valla og Skriðdals. Þar mun væntanlega verða hægt að sjá sögu steinasteyptra brúa á Íslandi, þrjár eru nú komnar yfir gilið

 

Ps. Fyrir nokkrum árum sá MVA um brúargerð á Berufjarðarleirunni, sú brú var annarrar gerðar og í hana fór mun meiri steypa. Hér á videoni fyrir neðan hægt að sjá hvernig brúarsteypuvinna er í reyndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Smart - bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 11.7.2023 kl. 10:57

2 Smámynd: Gunnlaugur Baldvin Ólafsson

Verður er verkamaður launa sinna.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 11.7.2023 kl. 14:19

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Svo verður steypt Magnús, í haust, trúi og treysti að þú passir uppá hjartað.

Allavega nógu mikið, á meðan, til að deila myndum og upplifun þegar ekki var steypt, en fríað, jafnvel passað, en örugglega deilt hugsunum útí kosmóið.

Það gæti jafnvel hreyft við Skáldinu.

Kveðja sannarlega að neðan úr smá sól, en stífum norðangarra, sem fer þó batnandi.

Kveðjan samt að neðan.

Ómar Geirsson, 12.7.2023 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband