30.7.2023 | 06:32
Gervigreind og glötuð sál
Andleg málefni hafa nú um langt skeið talist óraunveruleg vísindi. Vísindalega streyma þau samt sem áður inn í menninguna, ekki aðeins eftir andlegum leiðum, heldur á allan mögulegan hátt. Samruni efnis og andlegs hyggjuvits hefur alltaf verið í gangi. Nauðsynin á að vera meðvitaður um þessi sannindi mun einungis aukast.
Hið ósýnilega ríki liggur ekki í dvala. Það hefur alltaf verið virkt og stöðugt. Þetta er ríkið sem mótar heiminn. Óáþreifanlegt afl alls lífs er hin andlega vídd, innan hennar eru þeir vitsmunir sem koma á efnislegum heimi.
Upp að vissu marki er efnishyggja góðra gjalda verð. Það er viðurkennt af flestum sem ekki eru of djúpt sokknir í efnislegan veruleika. Efnis- og einstaklingshyggja er nauðsynleg til að skynja tilveruna og tilgang jarðvistarinnar.
Þegar þeirri þekkingu hefur verið náð hefst leiðin til baka, -til uppruna vitundarinnar. Ef dvalið er of lengi í fangi efnislegra gæða, þá getur deyfð og andleysi átt sér stað, sem svo aftur kristallar ákveðinn vanþroska, sem leiðir til ofuráhrifa gróða afla.
Hvati andlegrar þekkingar, sem þróaðs afls, svífur um í efnis heiminum, en hefur verið hafnað af öflum sem vilja ekki að fólk uppgötvi sinn innra mátt. Greina má hvernig er skipulega unnið að því að hefta hyggjuvitið á ýmsum stigum mannsævinnar, -talið óumflýjanlegt af þeim sem vita hvað er í veði.
Öfl andlegs þroska hafa þannig unnið að því að ofurvæða efnishyggjuna. Dýpka ánetjunina í efnisleg gæði með því að búa til bæði gerviþarfir og gerviefnisform sem aldrei hefðu orðið til við náttúrulegt ferli eða í mannlegri þróun. Þetta er gert með að beita ákveðnu andlegu afli á efnissviðinu.
Þessu er beitt með því að hindra endurnýjun mannlegrar reynslu umfram efnishyggjuna og beina henni inn í nýtt fljótandi form andlegrar efnishyggju sem virðist óefnisleg. Misvísandi efnishyggju á stafrænu sýndarsviði, sem virðast vera andstæða efnishyggju, en vinnur í raun að því að dýpka fall mannsandans við efnisöflum.
Þannig stafræn form eru nú þegar í notkun sem allsráðandi birtingarmyndir. Algerlega óraunveruleg mannleg reynsla, -í raun einungis fræðileg efnishyggja. Fræðileg efnishyggja táknar raunveruleikabyggingu, sem þarf ekki að vera efnisleg, en er samt varpað fram og byggð á efnislegum grunni.
Innan fræðilegrar efnishyggju er manneskjan yfirtekin með tilkomu spálíkana byggðum á sýndarveruleika. Þar býr heimur ritrýndra staðreynda sem sönnunargagna. Lífsreynslan kemur frá þessu efnislega sviði spálíkana. Innrætir manneskjunni þannig lífssýn sem byggð er á staðreyndum sem viðurkenna engan veruleika utan þessa efnislega sýndarveruleika. Hugmyndin um sál eða andlega yfirskilvitlega hvatningu er annaðhvort talin auka afurð frá þessum efnislega veruleika, ef þá ekki alfarið hafnað sem ranghugmynd. Svo mikið er afl efnisandans á veruleikann.
Efnishyggja er fyrir löngu orðin að alheims vísindum og mun á endanum leiða til hnignunar. Hún orsakar vélrænan tilbúin hugsunarhátt sem að lokum veldur stöðnun hjá þeim öflum er knýja þróun mannsandans. Ef haldið er áfram á sömu braut, skerða þessi efnishyggjuöfl tækniframfara enn frekar mikilvægan andlegan þroska einstaklingsins. Á þessari vegferð sækist manneskjan eftir meiri efnislegum ávinningi en vanrækir þörf fyrir andlegar tengingar.
Tímarnir snúast um þróun efnisheimsins; -og ef manneskjan á ekki að úrkynjast andlega og verða vitorðsvera vélar með lífsreynsluna í snjalltæki, þá verður að finna leið sem liggur frá því vélræna í átt að því andlega. Hins vegar eru ráðandi öfl sem eru andstæð andlegu frelsi og vinna að því að draga úr andlegri leit. Koma í staðinn með annars heims sýndarparadís þar sem allar þarfir geta verið uppfylltar með blekkingum.
Hluti af þessari allsráðandi efnishyggju eru hugmyndin um ódauðleika sem er að fæðast í gegnum transhumanisma. Þá er vísað til falsks ódauðleika sem virkar ekki í gegnum anda ódauðlegrar sálar. Heldur í gegnum framlengingu líkamlegra lífsgæða. Þessi leið mögulegs ódauðleika er innan líkamlega sviðsins en ekki þess andlega.
Þessi ódauðleiki verður að andlegu fangelsi vegna þess að hann neita innri anda að losna undan oki líkamans. Þetta leiðir til sálarleysis manneskjunnar þar sem tengingin við upprunann hverfur með tímanum. Þessi efnislega, transhumaníska vegferð laðar til sín þessa heims andleysi. Þess vegna er nauðsynlegt að vera á verði ef sálin á ekki að glatast.
Líklega er nú þegar til fólk sem gengur um einungis í efnislegum líkama, án sálar. Rudolf Steiner benti á þetta strax fyrir tíma transhumanismans þegar hann sagði; “... nokkurs konar afleiður einstaklinga birtast á okkar tímum, sem eru án sjálfs, en ekki raunverulegar manneskjur. Þetta er hræðilegur sannleikur...Þeir hafa áhrif af manneskju, en þegar betur er að gáð eru ekki mannlegir í orðsins fyllstu merkingu.”
Steiner lagði áherslu á að vera meðvitaður um að áhrifavaldar gætu verið í mannlegri mynd, en væru ekki mannlegir, einungis ytra útlitið gæfi svo til kynna. Hann hélt áfram að fullyrða: “Við hittum fólk í mannlegri mynd sem eru aðeins í ytra útliti sínu einstaklingar ... sannanlega eru þetta líkamlegar manneskjur, með líkama, en verurnar í þeim nýta sér þessa einstaklinga til að starfa í gegnum.”
Þetta vísar til þess að mannslíkaminn getur verið staður fyrir aðrar verur að starfa í gegnum, enda sagt áratugum fyrir daga internets og samfélagsmiðla. Heimur andans er ekki eins og við höfum haldið að hann væri. Með öðrum orðum, það er kannski ekki öll upplýsing siðleg þó hún sé hafin til virðingar.
Þetta felur einnig í sér mikilvægi almennrar dómgreindar byggðri á eigin innsýn. Því það eru andlegir kraftar almennings sem hafa mest áhrif innan efnislega heimsins. Og sumir þessara krafta virka í gegnum nærveru ákveðinna einstaklinga sem út á við geta virst vera sannir en eru það ekki.
Í þessu ljósi má sjá að annarlegar tegundir andlegs eðlis geta verið áhrifavaldar mannkynsins í dag. Álykta má, án þess að það hljómi sem samsæriskenning, að ákveðnir valdahópar og mikilvægir einstakir meðlimir þeirra, séu undir ómannlegum áhrifum ómannlegra vera sem hafa hug á að koma fram ómannlegum markmiðum.
Slíkir hópar einstaklinga sýna skort á sálarheill – samkennd og samúð – og eru nánast félagsfræðilegur sýndarveruleiki úr spálíkani. En á sama tíma getur slíkt fólk birst á ólíklegustu stöðum og haft mikil áhrif á annað fólk, sérstaklega með orðum sínum í fjölmiðlum, en verið algerlega tilfinningalega skert.
Til enn frekari íhugunar; -þá gætu þessar verur verið hvattar með framgöngu sinni við að hindra tengingu annarra manna við eigin innsýn og andlegt leiðarljós. Með margvíslegum aðgerðum gætu þær einbeitt sér að því að afvegaleiða fólk frá hugmyndinni um frumspekilegan veruleika og eðlislæga tengingu þeirra við uppsprettu lífsnauðsynlegrar vitundar handan efnis-veruleikans.
Í öfgafullum tilfellum gætu slíkir verur jafnvel valdið mannslíkamanum tjóni og þannig skemmt hann sem lífvænlegt farartæki fyrir sálina á leið sinn til eilífðar, -einungis til að ná fram fjárhagslegum ávinningi. Eða hverju öðru gætu þær vonast eftir að ná?
Aftur með vísan til Rudolf Steiner. Hann sagði: „Markmið þeirra að viðhalda lífinu, sem eingöngu efnahagslífi, mun smá saman útrýma öllum öðrum þáttum vitsmunalegs og andlegs lífs. Þannig uppræta andlega lífið nákvæmlega þar sem það er er virkast, -við að vinna að bættum efnahag.”
Með því að ræna menningar- og félagslegri umgjörð snýr fókusinn frá innra lífi til þess efnahagslega, sem hefur tilhneigingu til að verða virkast þegar fólk glímir við að fullnægja frumþörfum sínum. Ef það er óvissa, truflanir og sveiflur í þeim þáttum, þá getur fólk orðið fyrir sálrænum áhrifum á neikvæðan hátt. Fólk sem lendir undir yfirráðum slíkra efnahagsafla er hætt við að verða undirgefið t.d. í gegnum skuldir, þannig orðið líklegra til að missa persónulega valdeflingu og vilja.
Þegar skautað er í flýti yfir sitjandi leiðtoga, stjórnmálamenn, stórfyrirtæki, fjármálastofnanir osfv, getum við séð augljósan skort á hvers kyns heillavænlegri sálrænni hegðun. Þvert á móti virðast margir af þessum einstaklingum og hópum staðráðnir í að skerða frelsi, fullveldi og innri valdeflingu einstaklingsins.
Ef Steiner væri á lífi í dag myndi hann eflaust segja að það sem við erum að verða vitni að nú á efnissviðinu sé yfirtaka sálarlausra afla á plánetunni. Birtingamynd mannlegrar lífsreynslu með sálarlaus markmið og fyrirætlanir. -Ástæðu þess að svo margir upplifa þunglyndi, gremju og sinnuleysi – kulnun –, sem fólk telur sig ekki geta leyst úr og kemur fram í síþreytu sem yfirtekur daglegt líf.
Vegna alls þessa verður manneskja nútímans að stíga inn í hlutverk sitt sem líkamlegur fulltrúi andlegs lífs. Það er mikilvægt að frumspekilegur veruleiki sé aldrei smánaður, hvað þá slaufað, og að líf andans haldist heilbrigt og sterkt í allri tjáningu jarðlífsins. Ef einhvern tíma hefur verið barátta um mannssálina, þá er það núna.
Okkur væri því hollt að muna að hver einstaklingur býr yfir einstökum fjársjóði sem aldrei verður frá honum tekinn. Það er hin sanna eilífð, hinn raunverulegi ódauðleiki. Þetta eru því tímar mannsandans til að að vinna að sinni sálarheill.
(Endursögn og hughrif af Materialism & The Loss of Soul / Kingsley L Dennis)
Athugasemdir
Þannig blandar Jesús Kristur sér inn í þessa umræðu:
43 Hví skiljið þér ekki mál mitt?
Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt.
44 Þér eigið Djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist.
Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.
45 En af því að ég segi sannleikann, trúið þér mér ekki. Jóh. 8.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 30.7.2023 kl. 08:32
Það er margt til í þessu hjá þér.
Hérna er kjarni málsins:
"Hvati andlegrar þekkingar, sem þróaðs afls, svífur um í efnis heiminum,
en hefur verið hafnað af öflum
sem vilja ekki að fólk uppgötvi sinn innra mátt.
Greina má hvernig er skipulega unnið að því að hefta hyggjuvitið á ýmsum stigum mannsævinnar, -talið óumflýjanlegt af þeim sem vita hvað er í veði.
Þessu er beitt með því að hindra endurnýjun mannlegrar reynslu umfram efnishyggjuna og beina henni inn í nýtt fljótandi form andlegrar efnishyggju sem virðist óefnisleg.
Misvísandi efnishyggju á stafrænu sýndarsviði, sem virðast vera andstæða efnishyggju,
en vinnur í raun að því að dýpka fall mannsandans við efnisöflum".
---------------------------------------------------------------------------------
= Almenningur veit ekki hver óvinurinn er.
Þ.e. í rauninni "The New world Order:
sem að vinnur skipulega að því
að forheimska og afvegaleiða fjöldann vísvitandi:
Eins og David Icke segir hérna varðandi stríð framtíðarinnar á mínútu 23:30
"IT IS NOT THE GUNS; IT IS THE COUNSCIOUSNESS".
https://www.youtube.com/watch?v=JAkCoJ8Ivps&t=6s
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 30.7.2023 kl. 09:15
Til að uppgötva raunhæf geimvísindi, þurfum við fyrst að gerast andlegar manneskjur. --Paul Hellier {lauslega endursagt}
Guðjón E. Hreinberg, 30.7.2023 kl. 10:29
Paul Hellyer, ekki Hellier - afsakið
Guðjón E. Hreinberg, 30.7.2023 kl. 10:29
Ég vil taka fram að efni þessa pistils er ekki mín hugsmíði, heldur Kingsley L Dennis, sem linkað er á undir pistlinum.
Mér finnst hann allrar íhugunar verður því oft hafa verið settar fram tilgátur varðandi það hvers vegna fólk sér ekki lengur sannleikann þegar verið er að ljúga upp í opið geðið á því, jafnvel þó það fái sannleikan óþveginn beint í andlitið örstuttu seinna. Vitnar þá annaðhvort í vísindin eða sem líklegra er, stein þegir.
Þeir sem eiga auðvelt með að sjá samhengi hafa örugglega átt slæmar stundir þegar reynt er að koma því á framfæri hvernig staðreyndir eru afbakaðar og þegar viðmælendum gremst að verið sé að deila á stofnanir samfélagsins, jafnvel þó að færa megi fram skjalfest rök fyrir mótsögnum þeirra og hreinni lygi.
Líkleg skíringin á þessu er kannski sú að fólk þyki öruggara að þegja, eða vilji hreinlega ekki sjá hvað er að gerast. Svo má velta hinu fyrir sér hvort við séum hætt að treyst á eigið innsæi, það sem kemur frá sálinni, höfum verið það rækilega heilaþvegin með sérfræði fenginni úr spálíkönum, snjalltækni og gervigreind. Þeirri sem hefur fengið ritrýndan stimpil sem vísindi.
Ótrúlega margir grípa til google eða svo kallaðs fact checking, í stað þessa að taka mark á eigin veruleika og vegna þess sem ætti að leita innávið til eigin innsæis. Treysta hvorki upplifun né dómgreind í veruleka sem getur aldrei verið annar en þess eigin, svo magnað er sálarmorðið orðin.
Fjöldin trúir að það sé aðeins eitt líf, sem margir eru svo ekki tilbúið til að taka ábyrgð á opinberlega, með sína sálarheill að leiðarljósi.
Magnús Sigurðsson, 30.7.2023 kl. 11:48
Frábær pistill eins og jafnan frá þér, Magnús. Sérfræðingavaldið hefur fengið meira og þyngra vægi en áður. Kommahjörðin sem fylgir ESB og alþjóðavæðingunni finnur vörn í því að kalla það allt geðveiki sem hún skilur ekki, er of flókið fyrir hana. Þetta veldur mikilli greindarskerðingu hjá fjöldanum. Í upphafi 20. aldarinnar þegar þjóðerniskenndin blómstraði var spíritismi og heimspeki í tízku hreinlega, því miður vantar uppá að þannig sé þetta enn.
Mjög merkilegir pistlar sem Arnar Sverrison skrifaði í vetur um sífellt minnkandi greind og skilning á Vesturlöndum, eftir miðja öldina. Það er nefnilega þannig að sérfræðingaveldið innan kommúnismans fordæmir allt sem falsfréttir, falsvísindi og villukenningar sem ekki hefur fengið kommastimpilinn, "með doktorspróf út úr háskóla, osfv".
Ég hef skrifað um það í fullkominni alvöru að til að bjarga þjóðunum þurfi að leggja niður skólakerfið, hætta að búa til kerfisþræla og byrja að búa til manneskjur, sem kjósa sjálfar hvað þær vilja læra og hvað þær vilja gera, ekki hvað kerfið græðir á að nota hæfileika þeirra í.
Birtingarmyndir þessarar vélrænu hugsana koma svo í sjálfsafgreiðslukössunum og fjórðu iðnbyltingunni; vélarnar dýrkaðar á kostnað mannsandans.
Það munu vonandi flestir vakna til skilnings við að lesa þennan pistil. Orð í tíma töluð, takk.
Ingólfur Sigurðsson, 30.7.2023 kl. 12:55
Blessaður Ingólfur, -og þakka þér fyrir þessa góðu athugasemd hún er vel hugsuð og innihaldsrík eins og þin er von og vísa.
Ég tek undir það með þér að þeir eru alltof margir sem mennta sig, -ekki sjálfra sín vegna heldur til að þóknast kerfinu og hagvexti auðsins, -láta glepjast.
Eins og þú bendir á þá þótti ekki verra áður fyrr að vera andlega sinnaður ef átti að öðlast gott orðspor, og ekki þótti fallegt innræti að miklast af auðæfum.
Nú þykir sjálfsag að hampa sjálfum sér í krafti auðæfa, láta jafnvel gefa út bækur sjálfum sér til heiðurs, þó svo að auðurinn sé fenginn á annarra kostnað, -svo ekki sé nú minnst á fjölmiðlana. Þetta er meir að segja viðurkennd leið af samfélaginu við að ná árangri.
Þeir eru ekki margir sem skrifa um birtingamyndir þessarar samfélagslegu siðblindu, en ég hef tekið eftir að þú þorir því, og gerir það oft og iðulega á þinni síðu án þess að fara í manninn, hjólar frekar í sjálfsafgreiðslu kassann, sem er styrkleikamerki.
Ég á ekki von á að margir lesi þessa færslu, einfaldlega vegna þess að þegar minnst er á sál í fyrirsögn eða andleg efni í formála, þá fækkar þeim stórlega fara inna á bloggið.
En kannski koma þá í staðin raunverulegir lesendur, maður verður að lifa í voninni, -eða þannig.
Takk fyrir frábæra athugasemd hún hreifir við manni.
Magnús Sigurðsson, 30.7.2023 kl. 19:56
"Misvísandi efnishyggju á stafrænu sýndarsviði, sem virðast vera andstæða efnishyggju,
en vinnur í raun að því að dýpka fall mannsandans við efnisöflum".
-------------------------------------------------------------------------
Dæmi um vinnubrögð hjá New World Order;
Gæti verið svona frétt.
Forseta íslands ER BOÐIÐ í einhvern vitleysisgang;
þar sem að hann er dreginn á asna-eyrunum;
dreginn í svaðið.
Hann "stekkur á vagninn" án þess að átta sig á því
að það geti verið einhverskonar óæskileg öfl á bak við boðið:
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-08-03-forseti-islands-heidursgestur-a-thyskri-thungarokkshatid-389158
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 3.8.2023 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.