"Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá"

Eitt hefur fallið í skuggann í litla stóra biskupsmálinu. –Mismunurinn á tímalengd undirritaðs ráðningasamnings og skipunartími.

Enda kannski varla nema von því það væri ekki ráðvendni af hinum vammlausu að lasta nútíma guðspjöllin. Það gæti kallað sama dóm yfir þeim sem dæmir, eins og má finna í fjallræðunni, -og reyndar með öfugum formerkum í kjararáðs aðferðafræðinni.

Þó svo að seint verði sagt að þær stöllurnar, sem koma að málinu, nái þeim heilagleika að teljast til auðróna, þá verður því ekki á móti mælt að þær kunna aðferðafræði elítunnar sem eykur ávinning.

Að hafa gert ráðningasamning til rúmlega tveggja ára við biskup, sem fer með bráðabirgðaumboð í eitt ár, eftir lögum sem fallin eru úr gildi, -er ekki bara á pari við viðskiptavit þeirra sem dvelja við jötuna, -heldur fundið fé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég hef verið að lesa Carl Gustav Jung og alkemíufræði hans, sem hann ritaði á seinni hluta ævinnar og teljast með því bezta sem hann ritaði. Alkemían var stórisannleikurinn á hinum myrku miðöldum, en ríkisstjórn Katrínar og Bjarna starfar eftir alkemíufræðunum að öllu leyti virðist mér, sem og kirkja Péturs Markan og Agnesar biskups. 

Alkemíufræðin ganga útá að búa til gull eða eilífðarstein úr efnum sem eru fyrir. Í einni bók um þetta er alkemíunni lýst sem djöfladýrkun, en tvíhöfða skrímsli margra andstæðra frumefna er útkoman af samblöndun andstæðra efna í alkemíufræðunum. Umkringis þetta tvíhöfða skrímsli (Bjarni Ben og Katrín Jak) eru síðan snákar og hrafnar, alþekkt heiðin tákn, tákn Djöfulsins segja sumir.

Pétur Markan biskupsritari sem hefur tjáð sig um það að ráðningarsamningurinn nýi við biskupinn sé eðlilegur, en hann er sá sem sá sem fann uppá Trans-Jesú dæminu (held ég að biskupinn hafi sagt) sem floppaði allsvakalega hér um árið. Hann er víst talinn mjög frjálslyndur guðfræðingur, samkvæmt vinum mínum sem eru guðfræðingar.

Biskupinn er lýgkjörinn en ekki lýðkjörinn myndu sumir segja.

En það þarf ekki að leita langt til að sjá að tilgangur kirkjunnar nú til dags er að auka hróður annarra trúarbragða og leggja sjálfa sig niður, og að tilgangur ríkisstjórnarinnar er að þurrka út núverandi flokka og veita öðrum flokkum vinsældum. Sjálfseyðilegging.

Góður pistill, fróðlegur.

Ingólfur Sigurðsson, 28.7.2023 kl. 11:04

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blessaður Ingólfur, -og þakka þér fyrir hugleiðinguna.

Ég hef lítillega kynnt mér Karl Jung, vitna stundum í hann á hinni síðunni minni, www maggimur blog.is.

Ég hef ekki lesið þessa áhugaverðu alkemíufræði Jungs, en eins og þú setur þetta fram þá passa þau nokkuð vel við það siðferði sem viðgengst nú um stundir.

Ráðningasamningur biskups er ekki allur þar sem hann sýnist, og mér kæmi ekki á óvart að alkemistarnir hafi komið þjóðkirkjunni katastroffu sem mun kosta hana því sem næst lífið, eins og þú bendir á.

En ég þori samt að veðja upp á að það mun þykja eðlilegt að leysa biskupinn úr katastroffunni með vænni starfslokagreiðslu í takt við ráðningasamninginn.

Fyrsta frétt af þessi máli var um hreina siðblindu, en fram hjá því hefur verið skautað af öllum málsmetandi mönnum síðan með lagaþvættingi.

Fram­kvæmda­stjóri Bisk­ups­stofu réð yf­ir­mann sinn, sr. Agnesi M. Sig­urðardótt­ur bisk­up, hinn 1. júlí 2022, til að gegna embætti bisk­ups tíma­bundið frá þeim tíma til og með 31. októ­ber 2024, eða í 28 mánuði.

Þetta kem­ur fram í ráðning­ar­samn­ingi sem und­ir­ritaður er af Ragn­hildi Ásgeirs­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra Bisk­ups­stofu og sr. Agnesi M. Sig­urðardótt­ur bisk­up og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/07/25/biskup_radinn_af_undirmanni_sinum/

Magnús Sigurðsson, 28.7.2023 kl. 12:06

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það hafa engin trúarbrögð verið til síðan 11.02.2020. Blessuð minning.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 28.7.2023 kl. 13:40

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

11.03.2020 átti það að vera - afsakið.

Guðjón E. Hreinberg, 28.7.2023 kl. 13:40

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það eru samt einhverjir aurar ennþá í söfnunarbauknum, Guðjón.

Magnús Sigurðsson, 28.7.2023 kl. 13:47

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Já, meðal einstaklinga sem iðka trú - en trúarbrögð hafa ekkert með trú að gera, frekar en ríki með vald.

Guðjón E. Hreinberg, 28.7.2023 kl. 13:57

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Aldrei þessu vant er ég ekki alveg klár á hvaða blaðsíðu þú ert núna Guðjón.

Auðvitað hafa trúarbrögð alltaf verið trúarbrögð, orðið er samsett og haft um sjónhverfingar. 

-En trúin á klæki Mammon virðast lifa góðu lífi svo bragð er af þegar kemur til starfslokasamninga.

Magnús Sigurðsson, 28.7.2023 kl. 15:56

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þarf ég nú að hræra í eina langa? Þá fæ ég skammir.

Guðjón E. Hreinberg, 28.7.2023 kl. 17:03

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú færð engar skammir frá mér fyrir góða langloku, Guðjón cool

Þessi athugasemd var fljótfærni hjá mér, ég hélt að þú hefðir misskilið orðið aurar. Sjálfur legg ég allt annað mat trú en trúarbrögð.

Þó svo að ég sé í þjóðkirkjunni af praktískum ástæðum, og hafi ekki hugsað mér annað, þá geri ég mér fulla grein fyrir að hún framfylgir trúarbrögðum og er þannig séð í andarslitrunum sem trúarstofnun kærleika Jesú Krists.

Þjóðkirkjan lokaði jú dyrum sínum 11.03.2020 fyrir skjólstæðingum sínum, eins og þú skilmerkilega bendir á, og gerðist þar með samsek skepnunni.

En trúin lifir.

Magnús Sigurðsson, 28.7.2023 kl. 17:31

10 identicon

Þörf ábending, Magnús.

Og ég held að trú okkar einfeldinganna lifi, hvað svo sem bragðarefirnir á biskupsstofu iðka. 

Það kostar þolgæði að trúa því að almættið sé til, að Guðdómurinn sé til og öllu æðra, m.a.s. æðra trönsuðu skrumi refanna og snákanna.  Jú, það kostar einnig þolgæði að trúa, að sælir séu einfaldir og öll él létti upp um síðir. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.7.2023 kl. 18:22

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir þessa góðu athugasemd Pétur Örn, -já það er ekki við trúna á kærleika Krists að sakast fyrir það sem bragðarefirnir aðhafast. Það skildi maður athuga með einfeldni sinni.

Fjallræðan er einhver sannasti texti sem ratað hefur á bókfell, þó svo að út úr honum hafi verið snúið oftar en nokkrum örðum. En við komum í þennan heim til að trúa og reyna.

Magnús Sigurðsson, 28.7.2023 kl. 18:42

12 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Trúarbrögð, fylgja regluverki sínu líkt og Evrópusambandið. En hin Kristna trú er líf með Jesú af hjartans list, án regluverks. 

Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.7.2023 kl. 13:26

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blessaður Guðmundur Örn, -og afsakaðu hvað ég er sinn til svars.

Stundum er því þannig farið að ég hef engan áhuga á að eiga síðasta orðið í svona umræðu, svo er því varið á þessum þræði.

Takk fyrir þannig athugasemd.

Magnús Sigurðsson, 30.7.2023 kl. 06:32

14 identicon

Sæll Magnús.

Svo er að sjá sem Silli og Valdi hafi skotið
öllum þýðendum Biblíunnar ref fyrir rass:

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá! (Matt. 7.16)

Orðalag það sem nú er einstaklega kauðskt

Stafurinn -þ í þeirra er óraddað, tannmælt önghljóð
og gengur endanlega frá upphöfnu orðavali: Af ávöxtum...

Húsari. (IP-tala skráð) 31.7.2023 kl. 10:57

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Húsari, -sammála þér með Silla og Valda, en í þessu samhengi kaus ég að notast við Mattheus.

Magnús Sigurðsson, 31.7.2023 kl. 12:20

16 identicon

Sæll Magnús.

Silli og Valdi máttu þola ámæli fyrir þetta tiltæki sitt
en áttu það sannarlega sízt skilið.

Hins vegar hreyfa menn engum andmælum við síðari tíma viðbótum
í Mattheusarguðspjalli sem þar eru settar inn einungis til að
þóknast kirkjuvaldinu og nýjum skilningi þess á ritningunum.

Þetta er Kristniboðsskipunin (Matt. 28.18-20): 18Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu,
19Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum,
skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,...20

Í samstofnaguðspjöllunum er hvergi að finna þessa þrígreiningu guðdómsins nema á þessum stað enda með öllu óþekkt á þessum tíma.

Reikna má með að Mattheusarguðspjallið sé skrifað 200 árum áður en
Kirkjuþingið í Níkeu var haldið 325 e.Kr., þar sem Níkeujátningin
varð til um þrískiptingu guðdómsins og samþykkt.

Þó þessi játning hafi orðið ofaná á þessu kirkjuþingi, þá var hún í raun aldrei samþykkt með atkvæðagreiðslu en menn taldir samþykkir ef þeir mótmæltu ekki.

Má að líkum leiða að geistlegir menn sumir hverjir hafi sízt viljað eiga yfir höfði sér reiði ráðamanna og ofurefli kirkjunnar með því að þvælast fyrir samþykkt þessari.

Húsari. (IP-tala skráð) 1.8.2023 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband