Íslendingum fækkar í eigin landi

Ættfærðir Íslendingar eru fyrir löngu komnir á hrakóla í eigin landi og helst að þeim fjölgi úr þessu í kirkjugarðinum. Eins og greina má á meðfylgjandi frétt hefur íslendingum fækkað um u.þ.b. 10.000 á landinu bláa frá hinu svokallaða hruni á meðan fólki með erlendan ríkisborgararétt hefur fjölgað um 70.000.

Við sem getum rakið ættartöluna verðum að fara að hugsa okkar gang áður en við verðum minnihlutahópur í eigin landi, og það verður best gert með því að viðahalda tungumálinu, skilningi á sögunni og íslenskum gildum, -öðrum en græðginni sem hefur verið í hávegum höfð alla þessa öld.

Það finnst kannski mörgum tungumálið eða ættræknin vera lítið til að halda upp á, en það er einstakt að þjóð geti rakið ættir sínir aftur í aldir, jafnvel aftur fyrir Kristsburð.

Einhvern tíma þótt Da Vinci code merkileg skáldsaga. Þann lykil eigum við aftur til Óðins, en verðum að hafa skilning á tungumálinu til að geta lesið okkur í gegnum dulkóðaðan lykilinn.

Ef við setjum tungutakið í hroða-ensku þar sem standardinn er settu af auðrónum, gúggúl og þeim sem kunna ekki ensku, þá getum við allt eins lesið upplýsingaóreiðu fjölmiðlanna út í eitt og smælað framan í heiminn eins og hverjir aðrir gapandi fávitar.

það verður of seint að ætla að endurheimta landið sitt eftir að íslenska þjóðin verður orðin minnihluta hópur á Íslandi. Þá eiga Jónar og Gunnar þessa lands eftir að syngja með tárin í augunum á erlendri grund "Ég er kominn heim".


mbl.is Stefnir í metár í aðflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna hittir þú akkúrat á punktinn eins og svo oft áður Magnús.  Það er hægt að afbaka og snúa hlutunum á hvolf eingöngu af fávisku og þekkingarleysi og það er mikið stundað í þessum málum, annað hvort af ásetningi eða "öru".  Á sama tíma erum við þessir sem viljum fara varlega í þessum efnum undir stöðugum árásum "Góða Fólksins" sem er kannski ekki svo gott þegar upp  er staðið.  Orðatiltækið "GÓÐ FÓLIÐ" er komið úr Enska hugtakinu "DO GOODERS" og í lauslegri þýðingu er talað  um að þetta séu yfirleitt góðhjartaðir einfeldningar sem vilja sýnast "góðir" en geri sér ekki grein fyrir að góðsemi þeirra gerir oft meiri skaða en hitt.....

Jóhann Elíasson, 13.8.2023 kl. 13:00

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta steinlá Jóhann, -súluritið með fréttinni sýnir það betur en textinn sem fer eins og köttur í kringum heitan graut.

Nei, góða fólkið vill ekkert sjá og auðrónarnir tromma undir svo hægt sé að hirða mismunum af auðlindum og innviðum landsins með ódýru vinnuafli.

Ungir Íslendingar flýja land.

Magnús Sigurðsson, 13.8.2023 kl. 13:23

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þetta reddast þegar við höfum stofnað Skandinavíu Óblast á Amúr fljótasvæðinu, skammt frá Júðska Biribidzhan Óblastinu.

Engar áhyggjur.

Guðjón E. Hreinberg, 13.8.2023 kl. 16:31

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Leiðr. Birobidzhan. Afsakið.

Guðjón E. Hreinberg, 13.8.2023 kl. 16:32

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eru túristar til að bjarga einhverju þar Guðjón? -gúggúl segir nefnilega að nóttin á 5 stjörnu hóteli gyðinganna sé ekki nema 4000 kall. Þeir hljóta að búa um sjálfir.

Magnús Sigurðsson, 13.8.2023 kl. 16:48

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Það er ekkert hugsað um morgundaginn hjá ráðamönnum,. Hljómar eins og klisja en hún er rétt. Hef bent á að örríki eins og Ísland geta horfið á skömmum tíma. Jafnvel hernaðarveldið eins og Prússland er horfið.  Havaí var stolið af heimamönnum af Kananum.  Ótal smáþjóðir í Kyrrahafi eru komin undir stjórn BNA, Bretland og Frakkland. Heimamönnum útrýmt eða komnir í minnihluta. En ef þetta er það sem Íslendingar vilja, vesgú!

Birgir Loftsson, 13.8.2023 kl. 17:43

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mig langar að bæta inn, vegna þess sem Birgir nefndi, að Bumpy Kanahele er einn af áhugaveðari mönnum samtímans.

https://www.youtube.com/watch?v=KCxFuqtAzMs

Guðjón E. Hreinberg, 13.8.2023 kl. 17:57

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdirnar Birgir og Guðjón.

Já Birgir; ef Íslendingar eru svo vel upplýstir og kokhraustir að þeir ætli sér að þegja vegna sýndarveruleika góða fólksins, og bjóða Glóbalnum birginn, verði þeim að góðu.

"Þjóðarmorð, fátækt, eiturlyfjaneysla og afgerandi eyðilegging á menningu okkar og fólki" Þetta kemur fram í fyrstu athugasemd undir Bumpy Kanahele yoytube klippunni sem Guðjón bendir á.

I´m Native American (Cherokee) and I have so much appreciation, love, and respect for you Mr. Kanahele and for all Native Hawaiians! You are our cousins across the Sea. I wish the best for all Hawaiian peoples, we´ve been through/are going through the same hardships and tragedies that we´ve had to struggle with throughout time (genocide, poverty, drug abuse, and overall destruction of our culture and people). From a fellow Native American, Aloha to all Native Hawaiian brothers and sisters.

Magnús Sigurðsson, 13.8.2023 kl. 19:07

9 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er því algjörlega sammála sem þú boðar í þessum pistli. Enn sem fyrr sýnir þú kjark og vit sem er til fyrirmyndar. 

Þetta reddast ekki hvað sem Guðjón segir eða aðrir. Það er ekkert raunsæi að halda því fram að flóttamenn í eigin landi stofni Skandinavíu Óblast á Amúr fljótasvæðinu. 

Við verðum einmitt að vera hörð við okkur sjálf og ekki fegra veruleikann, þannig geta börnin lært skyldurnar, dugnaðinn í gamla fólkinu sem kom okkur í velmegun.

Takk fyrir að vekja athygli á þessu Magnús, þú stendur þig vel.

Ingólfur Sigurðsson, 15.8.2023 kl. 21:15

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ekkert er varanlegt.

Hörður Þórðarson, 16.8.2023 kl. 05:37

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar Ingólfur og Hörður, -já þetta stendur upp á okkur sjálf þar á meðal varanleikinn.

Við, þessar kynslóðir sem nú á dögum teljast til Íslendinga, verðum að gera okkur grein fyrir því að það koma kynslóðir eftir okkar daga og fyrir þær ber að gæta þjóðararfsins.

Magnús Sigurðsson, 16.8.2023 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband