27.8.2023 | 06:08
Það sem ekki verður metið til fjár
Rannsóknir Barða Guðmundssonar um uppruna Íslendinga varpa algerlega nýju ljósi á frásögn Snorra Sturlusonar í Heimskringlu, sem hingað til hefur verið talin þjóðsaga ein, án nokkurs heimildagildis. Snorri segir, að Æsir hafi komið frá Svartahafs löndum til Norðurlanda undir forustu 12 hofgoða.
Þjóðstofn þessi kemur fyrst til Danmerkur og flyzt þaðan til Svíþjóðar. Óðinn setti lög í landi sínu, þau er gengið höfðu með Ásum. Hann kenndi þeim rúnir, galdra og ljóðagerð. Það er harla merkilegt, að Snorri skuli gera ráð fyrir norrænni sérmenningu, sem upptök eigi í hinum fjarlægu Svartahafslöndum.
En þar voru heimkynni Herúla, eftir að þeir komu norðan frá Eystrasalti. Vegur þeirra þaðan til Norðurlanda er varðaður arfsögninni. Þessi vegur er vandrataður, enda víða horfin í rökkur forneskjunnar.
Barði Guðmundsson hefur unnið það mikla afrek, að rekja þá slóð feðra vorra austan frá ströndum Azovhafs út til Íslands, og reist sér þannig óbrotgjarnan minnisvarða í íslenzkri sagnaritun. (Reykjavík, í ágúst 1959 Skúli Þórðarson.)
Þannig endar inngangur að ritgerðasafni Barða Guðmundssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar. Árið 1959 kom ritgerðasafnið út undir heitinu Uppruni Íslendinga. Þar rökstyður Barði að Íslendingar séu ekki komnir út af dæmigerðum Norðmönnum heldur fólki sem var aðflutt, einkum á vesturströnd Noregs. Inngangur Skúla Þórðarsonar tæpir á um hvað ritgerðirnar fjalla.
Þar telur Barði Guðmundsson skáldmenntina eitt helsta einkenni íslensku þjóðarinnar. Það sama gera hinar norðurlanda þjóðirnar þegar þær tala um bókmenntaþjóðina á sögueyjunni. Enda geymdist saga norðurlanda á víkingaöld að miklu leiti á Íslandi. Fornaldarsaga Norðurlanda, sem í dag þykja þjóðsögur, geyma arfsagnir frá þjóðflutningunum miklu.
Nú þegar íslenskan á orðið undir högg að sækja, vegna gríðarlegs aðflutnings fólks til landsins allstaðar að úr heiminum, lítur út fyrir að þjóðin tapi tungumálinu sem varðveitti vandrataðan veg í fornaldarsögum. -Nútímafólk sem enn getur rakið ættartöluna aftur til Óðins samkvæmt þjóðararfinum.
Við fórnum yfirleitt því óefnislega sem ekki er hægt að meta til fjár, -svo mikil eru áhrif græðginnar. En á sumt verður aldrei settur verðmiði, sem rétt er að hafa í huga, nú þegar glóballin kyndir undir flóttamannastraum yfir opin landamæri heimsins.
Athugasemdir
Ef þú leitar eftir "bloodtype by nation" á wikipedia þá getur þú séð að blóðfollkaskipting íslendinga eru nánast sú sama og hjá írum en ekkert lík norðulöndum.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.8.2023 kl. 10:36
Takk fyrir pistilinn Magnús.
Þörf áminning.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.8.2023 kl. 10:41
Takk fyrir athugasemdirnar Bjarni og Pétur Örn.
Bjarni; ég hef heyrt að ákveðnir blóðflokkar verði meira áberandi, -lifi af eða þannig, hjá þjóðum sem hafa farið í gegnum hungursneyðir. Svo á við bæði Íra og Íslendinga.
Eins er það svo, -samkvæmt Herúlar kenningunni, þá settust þeir einnig að á vestanverðum Bretlandseyjum, þar kallaðir víkingar. Samkvæmt Landnámu væri óeðlilegt ef blóðflokkar Íra og íslendinga væru ekki svipaðir.
Pétur Örn; það er alltaf ástæða til að benda á hinar ýmsu birtingarmyndir þjóðararfsins. Þegar Fornaldarsögur Norðurlanda eru lesnar er áhugavert hvað þær ná langt austur og suður.
Heitið Austmaður í Íslendingasögunum fær mun stærri merkingu en bara Norðmaður. Garðaríki náði suður í Svartahaf. Krímskagi heitir Héðinshey eftir Héðni Hjarrandsyni í Fornaldarsögum Norðurlanda.
Ásgarður var við Azov haf u.m.b. þar sem Rostov on Don er í dag austan við Krímskaga. Það var akkúrat þar sem íslenska landsliðið í fótbolta lék í fyrsta og eina skiptið í úrslitakeppni HM, og forseti íslenska lýðveldisins sá sér ekki fært að mæta.
Slíkur er rétttrúnaður góða fólksins þegar þjóðararfurinn er annars vegar, að hann er settur á stall með hindurvitnum, kemst ekki einu sinni með tærnar þar sem þjóðsagan hefur hælana.
Já það er þarft að halda sögunni til haga.
Magnús Sigurðsson, 27.8.2023 kl. 11:18
Áhugaverður pistill. Ef rétt er ættu Íslendingar að vera þá meiri hermenn í eðli sínu en aðrir norrænir menn, því lesa má í Wikipediu um flökkueðli Herúla og hernaðareðli. Auk þess voru Herúlar austgermanskur þjóðflokkur, og því má segja að þetta sé tilbrigði við stef innan fræðanna um hvaða þjóðir voru mestar og merkastar meðal þeirra germönsku.
Íslendingar sem rekja uppruna sinn til Herúla ættu að fyllast enn meira þjóðarstolti en aðrir og hernaðaranda - löngun til að verja þjóð og menningu, úr því að Herúlar voru flakkarar og hermenn jafnvel áður en hefðbundna víkingaöldin byrjaði sögulega séð. Þá ætti hernaðurinn að vera í eðli Íslendinga.
Það sem Bjarni minnist á, tengslin við Íra, er heldur ekki skáldskapur, úr því að Kári Stefánsson komst að því að meirihluti landnámskvenna kom frá Írlandi eða Bretlandi. Það er nefnilega mjög stór hluti þjóðarinnar, og erum við því að hálfu Norðmenn og hálfu Írar. Eða erum við 1/4 Norðmenn, 1/4 Herúlar og 2/4 Írar? Vel að merkja allt germanskar, arískar þjóðir, en bókmenntaarfur Íra er einmitt vel þekktur, og keltneskar fornbókmenntir voru niður skráðar hjá þeim rétt einsog norrænar fornbókmenntir voru niður skráðar hjá okkur Íslendingum. Hliðstæðurnar eru sláandi og merkilegar.
Já, svo er það þetta með að Herúlar hafi komið frá Azovhafi og Svartahafi, þá teljast þeir til þeirra sem voru meðal fyrstu Indó-evrópumannanna. Í þáttaröðinni sem sýnd var um fyrstu Svíana kom þetta fram, að vísindamenn eru á því að ættland indó-evrópska kynstofnsins og tungumálafjölskyldunnar hafi mjög sennilega verið á þessu svæði fyrir um það bil 5000 árum, eða 3000 fyrir Krist.
Því hef ég sett saman kenningu, sem ég hef ekki kynnt, að ástæða árásarinnar á Úkraínu sé komin frá Jahve, sem er hinn raunverulegi Satan og óvinur lífsins.
Takið eftir því að þegar George Bush yngri gerði ástæðulausa árás á Írak fyrir 20 árum þá var það af kristilegum, ofsatrúarlegum ástæðum sennilega. Honum var stjórnað af Jahve, og hugmyndin var að ná tökum á geimskipi sem væri falið í sandinum í Írak, og kannski tókst það, leyniskjöl gætu geymt upplýsingar um það. Geimskip þetta átti að vera hluti af vörn mannkynsins samkvæmt spádómum.
Írak tengist nefnilega sköpun mannkynsins, fyrstu menningunni.
Eins er það með Úkraínu, upprunaland Germana. Enginn nema sá sem lét brenna og eyðileggja heiðin menningarverðmæti í stórum stíl hefur áhuga á að halda því áfram, Jahve, guð Biblíunnar, sem aðrir kalla djöful með réttu, sá sem stendur gegn kvenréttindum og stuðlar alltaf að mannréttindabrotum.
Sá Óðinn sem Snorri Sturluson segir frá í Heimskringlu held ég að hafi verið annar en sá Óðinn sem hann segir frá í Snorra Eddu. Óðinn í Heimskringlu var maður, en mikill kappi, en sá Óðinn sem hann segir frá í Snorra Eddu er sá sem hann fékk nafnið frá, og máttinn, fyrirmyndin, sannur guð.
Þó passar þetta við uppgötvanir vísindamanna um að frá þessu svæði hafi Germanir fluzt til annarra svæða jarðarinnar, til dæmis til Indlands, og Vedurnar komið frá þessu innrásarliði.
Ekki er ósennilegt að norrænar þjóðir hafi lært rúnir og galdur frá þessum íbúum Eystrasaltsþjóðanna, sem voru nánustu afkomendur guðanna, þegar þeir voru á jörðinni.
Enda er það merkilegt að einna mest hefur fundizt af Þórshömrum, spjótum og heiðnum helgitáknum í úkraínskri mold og þar um slóðir. Allt styður þetta þær kenningar að yfirjarðneskar verur hafi verið þarna, Æsir og Vanir.
Ef Ísland á að verða ljósið í myrkrinu þá þarf hér að vaxa upp kappakyn eins og í fyrndinni, og þá eru flokkar eins og Miðflokkurinn, Íslenzka þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn þeir flokkar sem gætu hýst slíka kappa sem láta þjóðernishyggjuna leiða sig, en þeir flokkar fá ekki nóg fylgi enn. Vonandi breytist það og þá verður Ísland þetta ljós heimsins eins og spáð var fyrir um.
Ingólfur Sigurðsson, 27.8.2023 kl. 11:19
Þakka þér fyrri athugasemdina Ingólfur, -hún er yfirgripsmikil.
Freysteinn Sigurðsson var með fyrirlestur um Hringferð Herúla, sem má nálgast á Yoytube.
https://www.youtube.com/watch?v=fSiXHAi7qRY
Þessi fyrir lestur er ekki svo langur, ca tímar í 8 hlutum og gefur nokkuð góða mynd af viðfangsefninu. Í fyrirlestrinum telur Freysteinn að Herúlarnir hafi komið tvisvar til norður Evrópu.
Fyrst nokkru fyrir Krist en síðan í þjóðflutningunum miklu á tímum Atla Húnakonungs, og hafi þá átt ættmenn fyrir á Norðurlöndum.
Þó svo að fyrirlestur Freysteins gefi góða yfirsýn yfir viðfangsefnið, þá mæli ég með Fornaldarsögum Norðurlanda, sem finna má á netinu. Þær gefa upplýsingar í smáatriðum þó svo sé á víð og dreif í sögunum.
Menn hafa freistast til að telja Fornaldarsögurnar til hindurvitna og ævintýra, en þá ber að hafa í huga hvernig menn gátu haft svona glögga mynd af austrinu.
Magnús Sigurðsson, 27.8.2023 kl. 11:39
Wikipedia veit ekkert um Erila eins og þeir eru nefndir á Rómönskum málum. Hvar sem þeir fóru, voru þeir áhrifahvatar (Catalyst) í hugsun og orði. Freysteinn Sigurðusson hefur gert þeim mjög góð skil og þættir (alls 2klst) eru á YouTube.
Við Herúlar erum ekki horfnir, en við erum ekki Íslenskir, langt frá því. Þetta misskildi Dr. Barði, og margir sem lesa hann. Hef fjallað djúpt um þetta efni í Arkívinu bæði á ensku og íslensku.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 27.8.2023 kl. 18:00
Magnús hafði áður minnst á Freystein, en það sem ég vildi bæta við - og var of fljótur að smella á hnappinn - er áhugi Freysteins á Skýpum, en hann vakti minn áhuga á þeim og ég hef tekið eftir að á síðustu árum hefur áhugi á þeim vaxið og dafnað hjá mörgum erlendum pælurum. Til að mynda er nokkuð ljóst að bæði Svíjar og Skotar eru Skýþar.
Allavega, fyrir þá sem vilja finna níu borgir Herúla á Hellulandi, mæli ég með að fólk finni borgina Nain og rýni landamæri Nýfundanlands og spyrji sig einnar lykilspurningar; eru Mestísar afkomendur Herúla eða Franskra skinnaveiðimanna. Því ef hið fyrrnefnda stemmir; hvaða ættir eiga landatilkall - löglegt - á þrem stórum landsvæðum í Vesturálfu?
Hver samdi uppskriftina að Þjóðveldum Lakóta og Þjóðveldum Írókva?
Guðjón E. Hreinberg, 27.8.2023 kl. 18:04
Þakka þér fyrir innleggið Guðjón.
Fyrirlestrar Freysteins opna margar gáttir og eftir að hafa ígrundað þá fær maður mun gleggri skilning á Fornaldarsögunum.
Auðvitað erum við Íslendingar ekki hreinræktaðir Herúlar þó svo að saga þeirra hafi geymst að hluta í íslenskum sagnaarfi og þeir hafi lagt hvað mest að mörkum til íslenska þjóðveldisins.
Við sem enn viljum veg fullveldis einstaklingsins sem mestan og tökum mið af þjóðveldinu gamla, getum tæplega kallað okkur Herúla þó svo að hægt sé að ættfæra okkur til Óðins.
Þú kemur með skemmtilegan vinkil á hvað um Herúlana varð, og hvar þeir útfærðu þjóðveldi sitt með fullveldi. Sjálfur setti ég inn pistlasyrpu sem ég kallaði Vesturfararnir og er til vinstri á stiku hér á síðunni.
Valdimar Samúelsson sem var hér á blogginu vissi nefi sínu lengra um þessi mál í Vesturálfu, og kom oft með áhugaverðar ábendingar í athugasemdum þar að lútandi, -sem nota bene reyndust vera á rökum reistar þegar að var gáð.
Þess vegna eru allar upplýsingar í athugasemdum vel þegnar.
Magnús Sigurðsson, 27.8.2023 kl. 18:48
Lykilatriðið er að Elítan hefur meiri áhuga á frásögum sem varðveita vald ákveðinna ætta en vekja rétta genið. --Gullæðið í Vatnsmýrinni
Guðjón E. Hreinberg, 27.8.2023 kl. 19:21
Við erum á sömu blaðsíðu Guðjón.
Magnús Sigurðsson, 27.8.2023 kl. 20:47
Einhver var með þá kenningu að Æsir hefðu verið frá Azerbajan.
Sel það ekki dýrar en ég stal því.
Blóðflokkar eru vafasamir, vegnaþess að þeir eru það sem er kallað "sameiginlega möguleg stökkbeyting."
Semsagt, stökkbeyting sem er lífvænleg allstaðar. Eins og flestar stökkbreytingar eru alls ekki. Þess vegna er hellingur af einhverjum Kínverjum og Japönum og Pakistönum í sama blóðflokk og ég, en fáir íslendingar. Þó ég sé allsekkert kominn af neinum Kínverjum, japönum eða Pakistönum.
Finnskt blóð, komið frá Löppum og þeim sem bjuggu í Logalandi. Geirmundur heljarskinn og félagar...
Ef menn vilja stúdera harðar staðreyndir, þá geta menn kíkt á kirkjubækurnar sem eru víst eins réttar og þær geta verið. Þær stemma við DNA greiningu seinni tíma.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.8.2023 kl. 23:00
Takk fyrir athugasemdina Ásgrímur.
þú undirstrikar það sem ég heyrði einhvertíma um blóðflokka, þeir eru ekki alltaf best til þess fallnir að ákvarða uppruna fólks, frekar en niturbasa vísindi erfðagreiningar, því sem næst á pari við að spá í kaffibolla.
Bergsveinn Birgisson leiddi líkum að því að móðir Geirmundar heljarskinns, hún Ljúfvina, hefði verið með mongólskt útlit, frá Bjarmalandi sem nú er í Rússlandi, í bókinni Svarti víkingurinn. Nokkuð er vitað um faðerni þessa ættgöfugasta landnámsmanns íslands samkvæmt Landnámu.
Já ætli kirkjubækur og ritaðar heimildir séu ekki það sem helst er að byggja á hvað ættartölur varðar.
Magnús Sigurðsson, 28.8.2023 kl. 06:14
Ásgrímur; varðandi Azerbajan þá var Thor Heyerdahl með þá kenningu að Æsir væru þaðan.
Magnús Sigurðsson, 28.8.2023 kl. 13:00
Sæll Magnús, ef hægt væri að rekja uppruna Íslendinga á svo auðveldan hátt. Ljóst er að uppruninn er margvíslegur og þrærðirnir liggja víða um lönd. Mestu skiptir að úr þessari bræðslu varð til íslenska þjóðin.
Birgir Loftsson, 28.8.2023 kl. 13:30
Sæll Birgir og þakka þér fyrir athugasemdina.
Ég held að það haldi engin örðu fram en að uppruninn sé margvíslegur og þræðirnir liggja víða um lönd og Barði Guðmundsson hafi ekki haldið öðru fram þó svo að ritgerðasafnið beri þetta nafn.
Ef þú lest pistilinn gaumgæfilega þá er ég eð benda á að upplýsingar um goðafræðina og hvaðan hún er upprunnin varðveittust á Íslandi, þar með stór hluti af sagnarfi víkingaaldar. Þjóðveldið var svo út af fyrir sig einstakt, byggt á goðorðum.
Eins er ég að benda á að í Fornaldarsögum Norðurlanda, sem hingað til hafa nánast verið flokkuð sem ævintýr, má finna merkilega glögga mynd af austur Evrópu allt til Svartahafs, burt séð frá "ævintýrum" sögupersóna.
Einhverstaðar komu þessar upplýsingar og einhver ástæða er fyrir því að þér varðveitast á íslensku.
Ég hef áður bent þér á að það er verðugt verkefni ykkar sagnfræðinga að vekja þjóðina til vitundar um gildi þjóðararfsins.
Þessi pistill minn átti öðru fremur að vera óður til íslenskunnar.
Magnús Sigurðsson, 28.8.2023 kl. 14:09
Mig langar að bæta við - því þetta er skemmtilegur athugasemda þráður - og mig grunar að sumir sjái hvað átt er við - að allur sagnaarfur bæði heiðins og hvítakrists siðar eða fram að Jóni Arasyni - beri að lesa sem þrívíddarkort af heiminum öllum.
... í það minnsta.
Guðjón E. Hreinberg, 28.8.2023 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.