Hatursorðræða landráða liðsins

Alþingi ályktar að samþykkja eftirfarandi aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023–2026.

1. Framkvæmdasjóður vegna verkefna sem beinast gegn hatursorðræðu. Settur verði á laggirnar framkvæmdasjóður fyrir verkefni sem beinast gegn hatursorðræðu, sem unnin verði á vegum ráðuneyta á tímabilinu 2024–2026. Verkefnin verði samstarfsverkefni ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnana og/eða háskólasamfélagsins auk annarra hagsmunaaðila. Niðurstöður, reynsla og þekking verði nýtt á sviði málefna sem tengjast hatursorðræðu eða til að innleiða tillögur í aðgerðaáætl, , , ,sjá meira

Ef einhver áttar sig ekki hvað yfirlætislegur óskapnaður er á ferðinni og kemur strax fram í fyrstu grein, ætti sá hinn sami að slökkva alfarið á medíunni og líta bæði inn á við og í kringum sig til að ná áttum. Því það gengur ekki til lengdar að fábjánar flissi framan í hvorn annan án þess að það endi með ósköpum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég held að þetta verði einsog átakið "Vímuefnalaust Ísland árið 2000". Það endaði með því að aldrei var meira notað af dópi en þá. Og þó, vímuefnanotkun er ennþá að aukast.

Svona var það með áfengisbannið í Bandaríkjunum. Glæpum stórfjölgaði og bruggað og drukkinn landi, eitraður og hvaðeina.

Skyldi Davosdúkkan hún Katrín ekki trúa því að opnari landamæri hafi eitthvað haft með þetta að gera, ef fólk er orðið meira ósammála öfgaskoðunum Vinstri grænna?

Eða skyldi þetta vera örþrifaráð stjórnmálamanns sem er að missa allar vinsældir sínar og flokks síns?

Aðalpunkturinn hjá því stjórnvaldi sem hefur lokavaldið í þessu er að spyrja: Hvar er miðjan, er víst að Vinstri grænir séu ekki með öfga í þessu? 

Já, mjög gott að vekja athygli á þessu. Þetta verður ekki til góðs, bara til að auka átök og öfga, býsna hætt við því. Reynslan frá öðrum löndum sýnir það.

Ingólfur Sigurðsson, 21.9.2023 kl. 17:16

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ingólfur, -já, vímuefnalaust Ísland fyrir 2000, ekki ósennilegt að þú gætir orðið sannspár hvað þessa samlíkingu varðar.

Það sem mér blöskrar öðru fremur er hvernig stjórnsýsluliðinu og fáviskufabrikkunum er ætlað að verða dómbærar á það hvað hatursorðræða er, þarna situr einsleitt lið.

Það ótrúlega gerðist nú í sumar að ég hlustaði á ræðu rektors yfir útskriftanemum eins háskólans landsins.

Hvað álit hans á umræðu landans á slagsíðunni, sem orðin er á þeim sem menntaðir eru til að vera og þeim sem án langskólamenntunar búa í þessu landi til að gera, gaf mér ekki ástæðu til að ætla að þetta fólk sé eitt best til þess fallið að ákvarða hvað hatursorðræða er, -og forseta gufan sat hjá og hlustaði með fjarrænum yfirlætissvip í mislitum sokkum.

Magnús Sigurðsson, 21.9.2023 kl. 17:40

3 Smámynd: Haukur Árnason

"Því það gengur ekki til lengdar að fábjánar flissi framan í hvorn annan án þess að það endi með ósköpum."

Vel orðað Magnús, verður varla betur gert. Því miður rétt.

Og góðir punktar hjá Ingólfi.

Haukur Árnason, 21.9.2023 kl. 17:42

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir Haukur, -að benda á kjarna málsins.

Ef einhverjum dettur á annað borð í hug að það eigi að ígrunda hvað hatursorðræða er, -þá er Þetta tiltekna lið viðhlæjendur og þiggjendur við jötuna.

Magnús Sigurðsson, 21.9.2023 kl. 17:49

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

En Elítan veit allt best, og hví ætti hún ekki að flissa við sjálfri sér eins og drepfyndinn útvarpsmaður; hún hefur aldrei þurft að ræða við okkur, því hún talar til okkar af visku og fær rökin sín frá hugveitum sem við höfum aldrei þurft að vita neitt um, og þar sem 1 prósent þjóðarinnar skilur þetta ekki, er nauðsynlegt fyrir Kötu Jongún að laga ófremdarástand þeirra.

Eþaggi? Hver veit, fólk gæti áttaði sig á kosningunni 1918, og að 65 prósent Íslendinga hafnaði Fjölnismönnum og ÍsQuislíngum áður en börnin þeirra voru heilaþvegin. --Mælanlegt.

https://kosningasaga.wordpress.com/thjodaratkvaedagreidslur/thjodaratkvaedi-um-setningu-sambandslaganna-1918/

Guðjón E. Hreinberg, 21.9.2023 kl. 18:24

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þannig er Guðjón, -eins og þú veist manna best, -að hver og einn er álíka áttaður og þú og ég, veit svona sirka hvenær hatursorðræða á sér stað.

Það er ekki fyrr en elítan fer að básúna hvað sé hvað í gegnum fáviskufabrikkurnar og medíuna að hatursorðræða fer á stað, þannig hefur það verið í gegnum tíðina, -og er mælanlegt.

Magnús Sigurðsson, 21.9.2023 kl. 18:40

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Líkt og Ingólfur þá lít ég til baka
en vill frekar horfa á pappírslöggunar sem dreift var hér og þar um landið.
Þar til þeim var stolið og sumir komu þeim fyrir á klósettinu.
Sama með þessa hatursorðræðu einhverjir munu stela þessu hugtaki og nota það til að gagnrýna hvernig við pissum í klósettið

Grímur Kjartansson, 21.9.2023 kl. 19:15

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er ekki frá því Grímur, -að þú hafir nokkuð til þíns máls, með hvaða birtingarmyndir stolin hatursumræða getur haft.

Einum fræknasti fótboltakappa Íslandssögunnar varð mál, og það á að pissa á Ingólfstorg og fékk sömu útreið og þeir sem lentu í metoo myllunni.

Magnús Sigurðsson, 21.9.2023 kl. 19:24

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem plagar mig mest, er hvernig á að stjórna umræðunni og ákveða hvað má segja og hvað ekki.  Því hefur ekki verið svarað hvernig er hugtakið "HATURSORÐRÆÐA" skilgreint og hver á að ákveða hvað sé hatursorðræð? Við höfum MEIÐYRÐALÖGGJÖFINA hvað þurfum við meira og til hvers??????

Jóhann Elíasson, 22.9.2023 kl. 08:58

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þarf ekkert meira Jóhann, -en þegar er, fólk er fullfært að hafna hatursorðræðu með eigin dómgreind.

Þegar orðræða hefur farið úr böndunum þá er það ævinlega fyrir tilstilli fjölmiðla og/eða yfirvalda. Þegar þetta tvennt leggst á eitt þá er fyrst hætta á ferðum, eins og dæmin sanna. 

Það sem þarf að gera núna er að koma í veg fyrir að yfirvöld og auðrónar stýri allri umræðu í samfélaginu. Það er best gert með því að slökkva á sjónvarpinu og símanum, því ekki höfum við lengur öryggisventilinn eins og um árið.

Varðandi liðið, sem í þessu frumvarpi er talið vera umkomið til að ákvarða hvað er hatursorðræða, vil ég endurtaka það sem ég sagði í athugasemdinni til Ingólfs. Þetta lið er fullt að yfirlæti og hroka, jafnvel fyrirlitningu á orðræðu almennings. 

Magnús Sigurðsson, 22.9.2023 kl. 14:41

11 Smámynd: Loncexter

Fyrsti maðurinn sem kom með svokallaða ,,haturssorðræðu" var án efa Jesú Kr.

Hann hefur fengið að gjalda fyrir það alveg til dagsins í dag, og er útskúfaður úr íslensku skólakerfi, og huga íslenskra stjórnmálamanna.

Það er víst stutt í það að hin íslenska þjóð þurfi að horfa á eftir frelsinu og friðnum, ef menn fara ekki að setja kristin gildi fremst í stjórnarskrána.

Loncexter, 22.9.2023 kl. 16:59

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lonexter það var kristinfræði í skólanum í gamla daga, ef ég man rétt, en nú er víst mun meira um snjalla upplýsingaóreiðu.

Mér skilst að ekki einu sinni íslenskan hafi fengið sess í uppkastinu af nýju stjórnarskránni, það gat víst flokkast sem mismunun.

Magnús Sigurðsson, 22.9.2023 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband