29.9.2023 | 19:50
Upplýsingaóreiða yfirvalda
Þegar svart er sagt hvítt er það lygi, stundum kölluð hvít lygi í fegrunarskini. En þegar annað hvort hvítt eða svart verður grátt er tæplega um hreina lygi að ræða. Þegar þekktum viðmiðum málfarsins er hróflað þá verður til óreiða, sem er akkúrat það sem yfirvöld stunda hvað ákafast þessi árin.
Hvað sem svo þessi óreiða er kölluð þá verður til af henni umræða sem getur verið byggð á falsi og leitt til hatursorðræðu. Ríkisstjórn sem ætlar að setja á löggjöf gegn hatursorðræðu og koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu í kjölfar breyttra viðmiða þarf ekki að vera ríkisstjórn góðra gilda, og er varla ríkisstjórn fólksins, þó svo hún sé talin höfða til góða fólksins.
Opinber umræða í dag er á þeim villigötum að flestum fyrri gildum hefur verið hnikað, og því logið blákalt að þar sé um lýðræðislegan vilja fólksins að ræða. Þetta birtist m.a. í því að erlent fólk streymir til landsins, sem láglaunavinnuafl, túristar og flækingar á flótta, -án þess að þeir sem eiga á Íslandi lögvarinn ríkisborgararétt fái mikið um það að segja.
Í skólum landsins er birtingamyndin m.a. sú að kristinfræði hefur verið úthýst og þess í stað kennd kynjafræði fjölbreytileikans án þess að foreldrar hafi haft nokkuð um það að segja. Sagt vera gert m.a. til að verja kynvitund þeirra barna sem upplifa sig hvorki vera karl né kona. Þeir sem hafa eitthvað við þessa aðferðafræði að athuga eru nú sagðir viðahafa hatursorðræðu.
Fæstir hafa nokkurn áhuga á að opinbera kynlífsathafnir sínar, hvort sem þær leiða til fjölgunar þjóðarinnar eða eru sprottnar af ást til einhvers af sama kyni. Þess vegna hefur það verið ótrúlegt að verða vitni að því hvernig íslensk yfirvöld hafa beitt fyrir sig stríðshrjáðu flóttafólki, minnihlutahópum og börnum, sem fánaberum alþjóðahyggju og breyttra gilda, við að fjölga þjóðinni.
Þeim viðmiðum að sá sé Íslendingur, sem borin og barnfæddur er á Íslandi eða hefur hlotið íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt lögvernduðum viðurkenndum viðmiðum, -hefur nú verið breytt. Fjölmiðlar hafa hvað eftir annað verið með fréttir af því að Íslendingum fjölgi og nálgist nú að verða 400 þúsund og yfirvöld tromma undir með þögninni sem þekur sannleikann, á meðan verið er að skipta um þjóð í landinu.
Staðreyndin er sú að ættfærðir Íslendingar eru fyrir löngu komnir á hrakóla í eigin landi og helst að þeim fjölgi úr þessu einhversstaðar erlendis eða í kirkjugörðum landsins. Landsmönnum með íslenskan ríkisborgararétt hefur fækkað um u.þ.b. 10.000 á landinu frá "hinu svokallaða hruni" á meðan fólki með erlendan ríkisborgararétt hefur fjölgað um 70.000.
Þeir Íslendingar, sem búa nú á Íslandi og tala íslensku, geta átt í vændum að eiga í erfiðleikum með gera sig skiljanlega á móðurmálinu við einföld dagleg samskipti.
Það er í þessari grámyglulegu opinberu orðræðu sem hvítt er orðið svart. Það er í þessari upplýsingaóreiðu yfirvalda sem falsfréttir þrífast.
Þessu ætti ríkisstjórn Íslands að gera sér fulla grein fyrir áður en löggjöf um hatursorðræðu er sett á Íslendinga.
Athugasemdir
Sálmur 78
3 Það sem vér höfum heyrt og þekkjum
og feður vorir sögðu oss frá
4 ætlum vér ekki að dylja fyrir börnum þeirra
heldur segja komandi kynslóð
frá dáðum Drottins og mætti hans
og máttarverkunum sem hann vann.
5 Hann setti Jakobi reglur
og lögmál í Ísrael
sem hann bauð feðrum vorum
að kenna börnum sínum
6 svo að komandi kynslóð nemi
og börn, sem síðar fæðast,
gangi fram og segi sínum börnum.
7 Þau setji traust sitt á Guð,
gleymi ekki stórvirkjum Guðs
og varðveiti boðorð hans
8 en verði ekki eins og feður þeirra,
þrjósk og ódæl kynslóð,
reikul í ráði
með anda ótrúan Guði.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.9.2023 kl. 21:29
Allt hér skal tekið undir nema eitt; yfirgefðu Lýgveldið og mættu í Endurreist Þjóðveldi, sem vættirnir færðu þér 2013 og hefur staðist frumspekilega, lagalega og menningarlega þöggun.
nyttland.is
Guðjón E. Hreinberg, 29.9.2023 kl. 21:32
Ráðherra í þeirri helferðarstjórn,
sem hefur á samviskunni að þúsundir íslenskra fjölskyldna hróktust úr landi eftir að hafa misst heimili sín, meðan aðrir sáu engu aðra útleið en fremja sjálfsmorð meðan geltið barst frá þeirri stjórn að sakvæða skyldi allan almenning landsins fyrir að hafa valdið hruni með því að kaupa flatskjá,
nú birtist hún sem forsætisráðherra og þykist heilagri en andskotinn sjálfur og kallar alla gagnrýni á gjörðir sínar hatursorðræðu.
Hversu smá getur sú manneskja verið,
hversu siðblind, galin og andlega veik?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.9.2023 kl. 23:54
Takk fyrir innlitið Guðmundur Örn, -og sálminn.
Það er þarft að rifja upp þær sagnir forfeðranna sem fleyttu siðmenningunni fram til næstu kynslóðar, og hvers bar að varast.
Nú hefur kærleiksboðskapur Krists verið látin víka úr skólum þess opinbera og þjóðkirkjan að verða frekar grámygluleg.
Magnús Sigurðsson, 30.9.2023 kl. 07:06
Takk Guðjón, -ég vissi að svo sem alltaf að við yrðum einherjar.
Held samt að ég sé búin að skrá mig fyrir nokkru, en kannski sést þess hvergi stað.
Ég yfirgaf lýðveldið fyrir það löngu að mér hefur láðst að geta þess í hverjum pistli.
Kýs hvorki í lýðræðislegum kosningum lýðveldisins né sé ástæðu til að taka þátt í flokkadráttum þess frekar en halda með fótboltaliði. Kaus samt Sturlu enda einherji.
Hvað þá að ég fylgjast með hatursorðræðum valdhafa í sjónvarpi af ástæðum sem Pétur Örn lýsir hvað best með örfáum orðum í sinni athugasemd.
En hvar viltu að ég mæti?
Magnús Sigurðsson, 30.9.2023 kl. 07:23
Takk fyrir athugasemdina Pétur Örn, -þú segir oftast umbúðalaust sem ég vildi sagt hafa.
Ég var einn af þeim sem yfirgaf ættlandið eftir "hið svokallaða hrun" ekki vegna flatskjás eða íbúðaskulda heldur atvinnustarfsemi sem hvarf og margveldis þeirra ábyrgða sem á honum hvíldu.
Í þrjú ár sendi ég hverja krónu sem ég vann mér inn í olíuríkinu til ættlandsins í botnlausa hít, bjargaði þannig þakinu ofan á Matthildi minni. Þessi ár kostuðu mig heilsuna og því sem næst lífið.
Þegar ég flutti svo aftur heim í ættlandið hét ég því að láta hyskið aldrei flæma mig aftur úr landi og ætla að geispa golunni á fósturjörðinni. Þannig stendur það í dag.
En það eru fáir sem koma betur orðum að því en þú, hvaða hatursorðræða upplýsingaóreiðu er fyrir framan augun á fólki á ríkisreknum skjánum.
Takk fyrir að deila því.
Magnús Sigurðsson, 30.9.2023 kl. 07:40
Guðjón E. Hreinberg, 30.9.2023 kl. 12:17
Afsakið; en í raun dugar Sálmur 78.
Guðsblessun.
Guðjón E. Hreinberg, 30.9.2023 kl. 12:18
Góður Guðjón, -vel útskýrt og satt er það að í raun dugir sálmur 78, ég mæti.
Magnús Sigurðsson, 30.9.2023 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.