5.10.2023 | 13:50
Best fyrir
Nú getur almenningur allt eins átt von á starfsmönnum matvælaeftirlitsins hvenær sem er inn á eldhúsgólf að lesa best fyrir dagsetningar í ísskápnum. Þetta er ein mesta matvæla rassía síðan Gæðakokkar voru bustaðir í Borgarnesi vegna kjötlausra kjötvara.
Reyndar reyndist rassían í Borgarnesi þá vera bæði vanhugsuð og fordæmalaus, sem endaði með því að Gæðakokkum voru greiddar 112 milljónir úr ríkissjóði vegna atvinnurógs, þó svo fyrirmyndin eftirlitsins væri fengin samkvæmt Evrópustaðli.
Nú virðast sérfræðingarnir hafa komist að því að ólöglegt sé að eiga matvæli, sem hafa runnið út á dagsetningum og látið eyða þeim, hvað tjónið verður mikið í þetta sinn fyrir skattgreiðendur á eftir að koma í ljós í öllu fordæmaleysinu.
Svo má velta því fyrir sér, ef svona fordæmaleysi er löglegt, hvað sektin verður há fyrir að eiga útrunnin matvæli og hvort það telst til matvælasóunar, sem gæti þá væntanlega tvöfaldað sektargreiðslur í ríkissjóð, og þá unnið upp Gæðakokka klúðrið um árið
En það má vera lýðnum ljóst af þessari frétt að hann getur allt eins átt von á því að fasisminn sé mættur í frystikistuna.
Fordæmalaus aðgerð matvælaeftirlitsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að það sé nær útilokað að Heilbrigðiseftirlitið hafi fundið þennan matvælalager hjálparlaust.
Svo hver benti þeim á lagerinn og hvaða hagsmuni hafði viðkomandi af að koma eigandanum í vandræði.
Grímur Kjartansson, 5.10.2023 kl. 15:22
Það er ekki ólíklegt Grímur, -að einhver hafi haft hagsmuni af þannig klögum.
Spurningin er eftir sem áður hvort ólöglegt er að eiga útrunnin eða skemmd matvæli.
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta fer.
Magnús Sigurðsson, 5.10.2023 kl. 15:40
Er ekki svo að sjá, að það sé brot á lögmálinu, að eiga og geyma útrunnin eða skemmd matvæli?
Jehóva sendi manna (mat) af Himnum til að fæða Ísraels lýð í Eyðimörkinni. Og Hann sagði ráðherra sínum að tala til fólksins á þessa leið.
Móse sagði við þá: Enginn má leifa neinu af því til morguns. En þeir hlýddu ekki Móse, heldur leifðu sumir nokkru af því til morguns. En þá kviknuðu maðkar í því, svo að það fúlnaði, og varð Móse þá reiður þeim. 2. Mós. 16:19-20.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 5.10.2023 kl. 16:48
Þarna komstu með gilda ástæðu Guðmundur, -en ég er samt ekki sannfærður um að Matvælaeftirlitið sé á vegum Móses, eða að íslenska löggjafarsamkuntan hafi haft Mósebók sér til fyrir myndar.
Magnús Sigurðsson, 5.10.2023 kl. 16:56
KViknar nokkur maðkur í mysunni_t.d.
Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2023 kl. 02:21
Það er ekki gott að segja Helga, -súrt skyr var aðferð til að geyma mjólk og ostur varð oft betri eftir því sem hann varð eldri.
Annars virðist þessi frétt vera byggð á upplýsingaóreiðu því þarna var ekki um fordæmalausa aðgerð að ræða, heldur var kvartað yfir lykt og virðist hafa verið brugðist við því.
Óþefur hefur nú komið upp áður án þess að vera talin fordæmalaus. En fyrirsögnin var gott klikk.
Magnús Sigurðsson, 6.10.2023 kl. 05:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.