Guð minn almáttugur

og allar kontórar nú þegar stút fullir af fábjánum, ja hérna hér, lengi má á bölið bæta með því að búa til annað verra. Eftirlitsiðnaðurinn nú orðin undirmannaðar og þetta rétt svo komið af starfshóps stiginu.

Og hvernig fer þetta svo með húsnæðisvandann verður ekki að skipa rýnihóp til að fara yfir það áður en málið verður sett í nefnd og ákveðið hver á að hafa eftirlit með öllu byggingaeftirlitinu og hvað margar háskólagráður þarf til þess?

Ekki verður annað séð en að það þurfi að flytja inn fjöldann allan af erlendum vinnuandi höndum til að byggja upp og þrífa fyrir eftirlitsiðnaðinn, svo ég held ég haldi bara áfram að steypa fram í rauðann dauðann.


mbl.is Vill fjölga eftirlitsstörfum á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Núna er fréttasyrpa á ferðinni á mbl um áætlanir í að MATS væða allt Ísland.

Allt heil­brigðis- og mat­væla­eft­ir­lit verður hjá stofn­un­um rík­is­ins og verk­efni níu heil­brigðis­eft­ir­lits­nefnda víðs veg­ar um landið fær­ast á milli stjórn­sýslu­stiga ef til­lög­ur starfs­hóps um fyr­ir­komu­lags eft­ir­lits með holl­ustu­hátt­um og meng­un­ar­vörn­um og mat­væl­um verða að veru­leika.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/10/17/vilja_faera_verkefni_eftirlitsnefnda_til_rikisins/

Þetta á að gerast með því að stórefla miðstýringu og mannskap í eftirliti. 

það væri til dæm­is hægt að lög­festa lág­marks­mönn­un inn­an heil­brigðis­eft­ir­lits­nefnd­anna.

"Það er bara svo margt gott í þessu kerfi, sem ég benti þess­ari nefnd á. Við erum með frá­bært eft­ir­lit­s­kerfi. Við höld­um utan um alla starf­sem­ina og það er mik­il sjálf­virkni í kerf­inu. Einu fletti frá er ég kom­inn með upp­lýs­ing­ar um stöðu allra fyr­ir­tækja og alla sög­una áður en ég byrjaði.

Þannig veit ég ná­kvæm­lega hvernig staðan er í öll­um þess­um fyr­ir­tækj­um. Það er ekk­ert að eft­ir­lit­inu sem slíku það þyrfti bara að vera meira. Eft­ir­litið hef­ur ekki verið full­mannað gegn­um tíðina og þannig skuld­um við svo­lítið eft­ir­lit". 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/10/17/vel_haegt_ad_fjolga_storfum_innan_nuverandi_kerfis/

Fasisminn er kominn upp úr frystikistunni. 

Magnús Sigurðsson, 17.10.2023 kl. 21:40

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Jei, meira og stærra bjúrókrat og enn öflugri kommúnismi.

... og enginn flýr opið fangabúrið.

Guðjón E. Hreinberg, 18.10.2023 kl. 10:25

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir djarfmannlegt innlit Guðjón, -það eru ekki allir sem kæra sig um að ljá nafn sitt við svona geðillsku pistil settan inn í flaustri, ekki svo mikið sem andmæli hvað þá málefnalega athugasemd.

Það sem ég á við með fábjánum, svo það sé á hreinu, -eru verklegir vanvitar. Þeir eru farnir að raða sér með gráðurnar sínar á allar skrifstofur við að hafa vit fyrir þeim sem vinna verkin með leyfissviptingu, án þess að hafa vinna þau sjálf, hvað þá hafa vit á því verklega.

Þetta kemur fram í hinum ýmsu myndum, og núna síðast í vikunni var ung ekkja og margra barna móðir að lýsa verklagi MATS þegar hún þurfti að sækja um öll leyfi með tilheyrandi kostnaði þegar maðurinn hennar féll frá. Maður hefði ætlaða að svona apparat hefði átt að vera til að létta undir.

En nei, þá var búið svipt mjólkursöluleyfi, þó svo ekkert væri að mjólkinni af því að unga ekkjan hafði framleitt mjólk á annan áratug með manni sínum á hans kennitölu. Eftirlitið hagaði sér ver en Mafían í sinni verstu mynd við að rukka hana um kennitöluskipti.

Já það er sennilega rétt að kalla þetta bara bjúrókrat  og kommúnisma frekar en fasisma eins og ég reyndi að malda í móinn með þegar ég las allan óskapnaðinn í mbl fréttum sem á að fara að hella yfir venjulegt fólk.

það gengur út yfir allan þjófabálk að einhver skuli hafa atvinnu af svona fólsku, því við skulum átta okkur á því að stórfyrirtækin sjá um sig og eru látin í friði, ef ekki þá munar þeim ekkert um að borga smá kommisjón í ætt við tips á Sikiley. 

Að kalla þetta fábjána með gráður úr fáviskufabrikkum ríkisins eru því síst of stór orð. En ég verð alveg að viðurkenna það, að bendla Guð almáttugan við þennan reiðilestur var to much. Nær hefði verið að hafa fyrirsögnina Je dúdda mía.

Magnús Sigurðsson, 18.10.2023 kl. 13:29

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef fer sem horfir, med thennan blessada eftirlitsidnad og oskapnadinn sem honum fylgir, er sennilega ekki langt i ad samkvaemt byggingareglugerdum bjurokratsins, verdi menn skikkadir til ad byrja a efstu haedinni i husbyggingum. Baknid blaes ut og snyst nu ordid um thad eitt ad vidhalda sjalfu ser, med hormulegum afleidingum fyrir hinn almenna borgara og fyrirtaekin i landinu. Andskotinn bara, ad horfa upp a thessa osvinnu!

 Godar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.10.2023 kl. 15:06

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir málefnalega athugasemd Halldór, -sjómanns hjartanu lík.

Já, andskotinn bara, ef þetta lið er ekki nú þegar farið að byrja á efstu hæðinni og búið að greina í henni myglu áður en hún er fullbyggð með þeirra eigin aðferðum, mér hefur sýnst það þar sem ég stend á kafi í miðri steypunni.

Nú skiptir miklu meira máli að vera með gæðahandbókina rétt útfærða í rafrænu bókhaldi heldur en vita hvernig hamarinn á að snúa, eða vita til hvers naglinn er, hvað þá hafa opnanlegt fag á húsi og ef þeim dettur í hug að hafa glugga þá snúa þeir allt eins norður og niður.

Bestu kveðjur suður um höf.

Magnús Sigurðsson, 18.10.2023 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband