18.10.2023 | 17:34
Þetta er nú meiri helvítis þvælan
Nú hefur litli ræðuskörungurinn úr Heimdalli farið með himinskautum í hvítu nælonskyrtunni sinni tvo daga í röð.
Í gær var það hvernig bæta mætti í manneklu eftirlitsiðnaðarins og dag er það loftslagsváin sem hann líkir við hitaveituna á dögum afa og ömmu. Já lengi má böl bæta með því að benda á annað verra. Þetta er jú keppnis í fáviskufabrikkunni.
Ég mæli samt með því að litli ræðuskörungurinn byrji á því að fá skófluna hans afa gamla og grafi sig inn í næsta hól, komi svo fyrir hitamæli utan á hólnum og fari svo reglulega út til að lesa af honum, svona ca tvisvar á dag, það sem hann á eftir ólifað.
Hann getur komið út í nælonskyrtunni með sólgleraugun og talið sólskinsdagana og einkaþoturnar í leiðinni, en í öllum guðanna bænum grjót haldi kjafti, og hætti allri helvítis loftslagslyginni sem hann básúnar eins og hver annar álfur út úr hól á Íslandi upp úr spálíkani að utan.
Sláandi en ekki óvæntar niðurstöður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr Magnús.
Afar okkar og ömmur og foreldrar byggðu hérna upp mannvænlegt þjóðfélag, úr algjörri fátækt til velsældar.
Núverandi stjórnvöld og allra flokka himpingimpi stefna að hinu gagnstæða. Trúðar og sjálftöku jötulið fara þar fremst í flokki.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.10.2023 kl. 21:24
Takk fyrir innlitið og athugasemdina Pétur Örn, -hverju orði sannari.
Ég hefði svosem mátt bæta við við reiðilesturinn, að þegar ræðuskörungurinn færi út á hólinn í nælonskyrtunni sinni, þá mætti hann telja farþegaskipin líka, ásamt einkaþotunum og sólskinsdögunum í gegnum sólgleraugun, svona hefði hann heilaburði til.
Það er sorglegt þegar skaðmenntaðir fábjánar leggja forfeðurna við hégóma með öðrum eins málatilbúnaði. Um þessa loftslagslygavellu væri hægt að skrifa þvílíkar langlokur hefði maður geð til, að skammta sér laun úr vösum almennings fyrir óskapnaðinn er svo alveg kapítuli út af fyrir sig.
Magnús Sigurðsson, 19.10.2023 kl. 06:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.