8.11.2023 | 20:01
Ýsa var það heillin
Nú stýra stórisannleikur og sálusorgararinn umræðunni, og fara með himinskautum. Sá sagna besti er síðan ómerktur, en undirstrikaður svörtum línum og með því að birta söguskýringar skrifaðar við ilm víns og rósa.
Já einmitt, með því að mála sjálfa sig á altaristöflu, en ekki aurinn sem hóf þá til vegs og virðingar. Nú síðast brá sálusorgarinn sér í svörtum gallabuxum og stutterma bol suðir í landið helga til að upplýsa okkur um allan sannleikann.
Það verður seint sagt að smjörklípa fari út um þúfur og sá sem fyrst hverfur úr stríði kunni ekki að setja fingraför sín sannleikann. Því sannleikurinn er ekki bara beggja blands eins og allir hljóta skilja, -hann þarf líka sinn vitjunartíma.
Guð veri börnunum náðugur á meðan.
Athugasemdir
Kölski náði ekki tangarhaldi á ýsunni forðum.
Hann setti mark sitt samt á hana með klónum, tvær svartar línur báðu megin á búk hennar, beggja blands.
Þessar línur þurfa ekki að vera strik í reikning okkar hjá Guði.
Tími Sannleikans er nú, því Hann er að vitja okkar.
Jesús sagði: Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja Sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. (Jóh. 8:31-32).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 9.11.2023 kl. 01:04
Þakka þér fyrir þín orð um okkur mannfólkið Guðmundur Örn, -þó svo ýsan hafi sloppið, -sælla minninga, úr klónum á kölska þá er ég ekki svo viss að svo verði með medíuna.
En hún skrifar samt söguna sigurvegurunum í hag börnum Guðs til aflestrar, -ef og þegar upp verður staðið.
Magnús Sigurðsson, 9.11.2023 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.