Thank You Very Much

Nú hafa flónin, sem ætla að verjast eldsumbrotum á Reykjanesskaga með skurðgröfu, fengið flissandi fábjána til að fara fram með frumvarp á Alþingi um það hvernig á að fjármagna flónskuna með hraði. 

Flónskan verður fjármögnuð með ár­legu gjaldi á all­ar hús­eign­ir í landinu, sem nemur 0,08‰ af bruna­bóta­mati sam­kvæmt lög­um um bruna­trygg­ing­ar. Eiga tekj­ur af gjald­inu renna í hinn alræmda rík­is­sjóð.

Þarna er um að ræða svipaða aðferðafræði og var viðhöfð um ofanflóðasjóðinn sem hvarf á dularfullan hátt um árið.

Reikni nú hver fyrir sig hvað þetta mun kosta og segi svo á eftir að ekki borgi sig að fara út um þúfur í gulu vesti með hvítan plasthjálm á hausnum, reka niður hæla og taka sviðsmyndir.


mbl.is Katrín leggur fram frumvarp um að verja innviði á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

J́ei, elítan ætlar að koma lögum á vættina!

Lengi lifi elítan, og öll kynin sem hún uppgötvaði!

Guðjón E. Hreinberg, 11.11.2023 kl. 18:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta gjald á að renna í ríkissjóð, sem þýðir að það verður engin trygging fyrir því hvernig þeim tekjum verður ráðstafað.

Yfirlýstur tilgangur er að fjármagna aðgerðir til að takmarka tjón. Almennt ætti takmörkun tjónsáhættu að leiða til lækkunar iðgjalda en ekki hækkunar í formi viðbótargjalds. Þ.e.a.s ef áhættan sem á að takmarka hefur þegar verið verðlögð inn í iðgjöldin en er ekki ný og áður óþekkt áhætta. Eldvirkni á Íslandi, þar á meðal í eða nálægt byggð, geta tæpast talist ný og áður óþekkt áhætta (sbr. Vestmannaeyjar).

Gjaldið myndi nema 80 krónum á hverja milljón brunabótamats, eða 4.000 kr. á ári fyrir íbúð með 50 milljón kr. brunabótamat, 6.000 kr. á ári fyrir íbúð með 75 milljón kr. brunabótamat o.s.frv.

Ég var að skoða raundæmi af íbúð með 60,13 milljón kr. brunabótamat. Nýja gjaldið eitt og sér myndi hækka iðgjöld skyldutrygginga á þeirri íbúð um 10,2%, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgumælingar. Það er fyrir utan aðrar hækkanir sem gætu orðið á þeim tryggingum á næsta ári.

Ég er algjörlega hlynntur því að hjálpa þeim sem verða fyrir neikvæðum áhrifum eldsumbrota en á sama tíma hlýtur að skipta máli að það sé gert með viðeigandi aðgerðum á réttum forsendum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2023 kl. 20:02

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góða kvöldið Guðjón, -já vættirnir eru vaknaðir og flissandi flón halda að skattar og skurðgröfur sé svarið.

Elíta hefur ekki vættina með sér, og nú sennilega ekki heldur margkynja þjóðin líkt og á dögum icesave. 

Magnús Sigurðsson, 11.11.2023 kl. 20:11

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðmundur, -þakka þér fyrir þessa greinargerð.

Það er nú einimitt málið þetta er ekki sértækur skattur heldur viðvarandi tekjur fyrir ríkissjóð til að fjármagna flón við sviðmyndagerð upp úr spálíkani.

Það er ekki að ástæðulausu að ég tala um alræmdan ríkissjóð. Öllum ætti að vera í fersku inni þegar ofanflóðasjóður uppgötvaðist tómur eftir að snjóflóð á Flateyri fóru fram hjá ofanflóðavörnunum fyrir nokkrum árum.

Til ofanflóðasjóðs var stofnaður með sérmerktum tekjum seint á síðustu öld, en eftir að það uppgötvaðist að hann var tómur, þrátt fyrir látlaust innstreymi, sem var engum takti við útstreymið var hann færður í ríkissjóð.

Magnús Sigurðsson, 11.11.2023 kl. 20:23

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er einmitt rangnefni að kalla eitthvað "sjóð" ef fé sem streymir inn er ekki safnað saman og sett til hliðar með einhverjum hætti. Sem dæmi er ríkissjóður alls enginn sjóður heldur hlaupareikningur í seðlabankanum með ótakmarkaðri yfirdráttarheimild (ef á það reynir).

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2023 kl. 20:25

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sjóðir á Íslandi eru til að stela þeim sagði einn kunningi minn.

Þetta er reyndar ekki kallað sjóður, heldur er þetta opin tekjuöflun ætluð siðsmyndum úr spálíkani flóna vegna innviða á Reykjanesi.

Þetta fellur ekki einu sinni undir almannatryggingar.

Magnús Sigurðsson, 11.11.2023 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband