Völuspá með Skaufhalabálki

Surtur fer sunnan

með sviga lævi,

skín af sverði

sól valtíva.

Hafði áður

hætt útvegi,

nægtir voru þá

og nógar vistir.

Geisar eimi

við aldurnara,

leikur hár hiti

við himin sjálfan.

Matur er eigi meiri

mér í höndum:

halrófu bein

og hryggur úr lambi,

bógleggir þrír

og banakringla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt væri að vita hver tilurð þessa frumlega Völuspár skaufhala skammbálks er.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.11.2023 kl. 17:51

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Símon Pétur, -og takk fyrir innlitið. 

Það er sjálfsagt að reyna að svara spurningunni. Ég hef verið upptekin af flónsku og bera tvær síðust færslur þess glögg merki.

Mér skilst að á morgunn hafi forsætisráðherra hugsað sér að leggja fram stjórnarfrumvarp á alþingi til að fjármagna innviðavarnir á Reykjanesi og það sé ætlunin að fjármagana þær með álögum á allt húsnæði í landinu.

Hvernig sem það kemur svo heim og saman við háan húsnæðiskostnað, sem er helsti drifkraftur verðbólgunnar, svo rækilegur að viðundrin á Svörtuloftum heykist orðið á því að hækka vextina á unga fólkið. 

Þar að auki einskorðast hugmyndir ríkisstjórnarinnar sérstaklega við innviði á Reykjanesi. En eftir því sem mér skilst þá á að ýta upp varnargörðum við Svartsengi og Bláalónið, sem eru nota bene, samkvæmt minni bestu vitund í einkaeigu.

Nú hefði verið gott að hafa ekki eitt öllu púðrinu í að fegra bókahaldið með dekri við auðróna, loftslagsvá, erlendan stríðsrekstur og sitja uppi með þúsundir erlendra flækinga ofan á ósköpin í Grindavík.

Ég held að Völuspá með Skaufhalabálki skýrir sig samt nokkuð vel sjálf. Hugurinn er engu að síður hjá Grindavíkingum og fólkinu á Suðurnesjum, sem ég bið Guðs blessunar í sínum þrengingum.

Magnús Sigurðsson, 12.11.2023 kl. 19:31

3 identicon

Bestu þakkir fyrir greinargott svar.

Þóttist vita hvert tilefnið væri, en vissara og betra að fá það staðfest á þann vaska og skelegga hátt sem þér einum er lagið.

Enn og aftur, takk fyrir bálkinn og svarið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.11.2023 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband