Sérfræðingaveldið

Þá er sendiherra dóttirin komin í gapastokkinn, -þó svo fyrr hefði verið. En sjálfsagt gapir hún bara áfram í aðra átt eins og golþorskur og allir verða sáttir. Fordæmi fyrir því.

Hrært verði í nefnd fyrir nýtt lagafrumvarp um að fagráð MAST fari með landslög og þá má fleira en íslenska sauðkindin fara að passa sig á fjöldagröfunum.

Það er svo ofboðslega inn núna að láta sérfræði álit og sviðsmyndir stjórna landinu ásamt því sem kemur í aflátsbréfum frá bírókratinu að utan.

Það má segja að Íslands ógæfu verði nú allt að vopni, gapandi ofvitar og flissandi fábjánar séu það sem landið bláa eigi skilið.

Enda er flest venjulegt fólk komið til Tene þar sem íslenskan er sögð blómstra þessa dagana.


mbl.is Hvalur mun krefjast skaðabóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta álit er eins skýrt og það getur orðið og bara fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.  Annars hefur það verið "lenskan" í þessari ríkisstjórn að ef ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, nema Bjarni Ben,. gera eitthvað af sér verða þeir að víkja en ráðherra VG komst upp með allan andskotann.  Annars finnst mér svolítið hjákátlegt núna þegar ríkisstjórnin er í rauninni fallin að ráðherrann "verði látin hætta".  Nær væri bara að segja að þetta væri endanlegur banabiti ríkisstjórnarinnar........

Jóhann Elíasson, 6.1.2024 kl. 07:57

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Jóhann, -þessi ríkisstjórn ætti að hunskast frá og þó fyrr hefði verið. Hefði sennilega aldrei átt að verða til, því að mynda ríkisstjórn þvert á allar pólitískar línur eru hrein svik við kjósendur.

Ég man nú reyndar ekki eftir mörgum sem sagt hafa af sér ráðherradóm, ég held að það sé hægt að telja þá á fingrum sér og í sumum tilfellum hefði verið nær að alþingi segði af sér og fram færu kosningar. Afsögn Bjarna var skrípaleikur í þeim tilgangi að framlengja líf vanhæfrar ríkisstjórnar.

Það virðist einungis vera við lýði hagsmuna pólitík á landinu bláa og fáheyrt að einhver standi við hugsjónir eða stjórnarskrá og varla með sjálfum sér eins og dæmin sanna.

Magnús Sigurðsson, 6.1.2024 kl. 08:38

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Strákar, þeir sem hafa mikil einræðis- og kommagen í sér láta sig nú lögin litlu varða. Eins og þessi Sovétmaddama hefur látið hafa eftir sér þá eru umrædd lög bæði gömul og vitlaus og þá er ekki mark takandi á þeim. Þetta er gott veganesti fyrir almúgann í landinu. Ef okkur finnst lögin röng þá þurfum við bara ekkert að fara eftir þeim.

Örn Gunnlaugsson, 6.1.2024 kl. 10:23

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lögin vilja oft verða valkvæð Örn, -og þarf ekki einræðissinnaða kommúnista til þegar aurinn er annar vegar.

Hvað þá hjá því liði sem veit best hvað það er búið að setja mikið af ólögum til að fara í kringum réttlætið.

Magnús Sigurðsson, 6.1.2024 kl. 11:27

5 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Rétt er það Magnús. Og hér á sá frasi sannanlega við, Vont er þeirra ranglæti en verra er þó þeirra réttlæti. Var það ekki annars Jón Hreggviðsson sem átti þessi gullkorn ? Sem eru enn í fullu gildi!

Örn Gunnlaugsson, 6.1.2024 kl. 11:49

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessi tilvitnun Örn -er eignuð Kiljan samkvæmt Gúggúl og ekki ólíklegt að hann hafi fengið hana frá Jóni, eða þá Gunnu.

Er ekki endirinn á öllum Íslendingasögum sá að Njáll er brenndur? -spurði Laxness.

Magnús Sigurðsson, 6.1.2024 kl. 12:13

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Fyrir utan hitt og þetta, og þetta og hitt, þá finnst mér þú greina vel kjarna málsins, já líka þetta með að gapa eins og golþorskur.

"Hrært verði í nefnd fyrir nýtt lagafrumvarp um að fagráð MAST fari með landslög og þá má fleira en íslenska sauðkindin fara að passa sig á fjöldagröfunum.

Það er svo ofboðslega inn núna að láta sérfræði álit og sviðsmyndir stjórna landinu ásamt því sem kemur í aflátsbréfum frá bírókratinu að utan.".

Það er svo ofboðslega margt í þessari sviðsmynd þinni (ha, ha, segjum svo að við niðri á fjörðum höfum ekki tileinkað okkur nútímamál), tilvísanir í svo margt að útskýring á þeim gæti fyllt heilt bindi af sagnfræði, svona tíu bóka bindi, og þú klikkir út með rót Íslands ógæfu í dag, alltum yfirliggjandi skrifræðisvald regluverks Brussels, sem ég vil meina að sé ættað úr ranni þess í neðra, er líklegast einn um þá skoðun mína.

En þetta er bara rétt hjá þér Magnús.

Ekki orð við þetta að bæta.

Nýjárskveðja að neðan.

Ómar Geirsson, 8.1.2024 kl. 16:16

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessi óværa er ættað frá honum í neðra Ómar, -þó svo ekki sé það úr okkar neðra.

Magnús Sigurðsson, 8.1.2024 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband