Út í hött

Þjóðarsáttin hefur verið að lauma sér í heimabankann undanfarið, -eins og þjófur á nóttu. Bifreiðagjöldin hækkuðu um 20% á milli ára og brunatryggingin hækkar um 12,5%. Nú er beðið í spenningi eftir að fasteignagjöldin laumist inn eins og hver annar gáttaóþefur

Hvern munar um fimmþúsundkall hér og fimmþúsundkall þar? -eins og litla lukkudýrið benti flissandi á í fjölmiðlum fyrir skemmstu. Allavega ekki sjálftöku liðinu sem í körum heljar hvílir allan ársins hring, -nema rétt á meðan gefið er á garðann.

Nú var það helst að skilja á þeim hluta hjarðarinnar sem situr vaktina með hendur í skauti ásamt sjálftökuliðinu, -að þau væru tilbúin til að semja um 2,5% þjóðarsátt til handa þeim sem draga vagninn.

það væri svo ofboðslega mikilvægt að ná vöxtunum niður, sem Why Iceland viðundrin á Svörtuloftum hafa verið hækka flugið á undanfarin tvö ár svo mylja megi þakið ofan af landsmönnum. Því þá færi verðbólgan niður líka og hægt að blása í blöðruna upp á nýtt.

Ég segi nú ekki annað en farið hefur fé betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband