Já Wilhelm, -Björvin var einn flinkasti gítarleikari landsins. Það var sama með hvaða bandi hann var alltaf setti hans gítarleikur sinn sterka svip á tónlistina.
Já þetta er ekkert júróvijón Guðjón, -sennilega er þetta frá einhverjum endurkomutónleikum Pelican eftir 1993.
Pelican átti sitt blómaskeið 1973-1975 og varð ég svo frægur að fara á tónleika hjá þessari eðalband í Valaskjálf á þeim tíma, -þegar meðlimir bandsins voru rétt rúmalega tvítugir, -og sjá og heyra Björgvin sóla Sprengisand.
Honum Björgvini Gíslasyni var margt til lista lagt, ekki eingöngu var hann frábær gítarleikari og mér persónulega eru minnisstæðust framlög hans til "bluestónlistarinnar" en að mínu mati er framlag hans til þeirra tónlistarstefnu það stórkostlegasta sem eftir hann liggur, af mjög mörgu. En það sem ekki hefur farið hátt er að hann var mjög góður fluguveiðimaður og snillingur í fluguköstum. Þá er mér sagt að hann hafi verið mjög góður í flughnýtingum og reyndar hafi flugurnar, sem hann hnýtti, verið svo listrænar og flotta að menn tímdu ekki að bleyta þær heldur voru þær settar í box sem aldrei voru tekin með í veiðiferð......
Björgvin hefur verið mikill listamaður Jóhann, -einstakur gítarleikari var hann og sett mikinn svip á það sem hann kom nálægt á tónlistarsviðinu, svo mikinn að ekki var annað en hægt að hrífast.
Kannski var Björgvin Gíslason á við þá stóru erlendis, eins og Jimi Hendrix og Eric Clapton. Ég held að hann hafi haft meiri innlifun en þeir, en fáir geta trompað tæknina hjá hinum.
Leiðinlegt með okkar tónlistarmenn að þeir hafa ekki náð sömu hylli og á ameríska markaðnum. En þannig er þetta víst bara. Já, blessuð sé minning hans. Hélt mikið uppá hann.
Björgvin var stór Ingólfur, -eins og ég hef komið inn á áður þá var framlag hans atkvæða mikið, mörg meistaraverk tónlistarsögu 20. aldarinnar bera glögg merki gítarsins hans Björgvins.
Athugasemdir
Björgvin var flinkur.
Wilhelm Emilsson, 6.3.2024 kl. 22:37
Ég giska á að þessi upptaka sé frá því áður en Eurovísjón draugurinn drap Íslenska tónlist, eða snemma í því ferli.
Guðjón E. Hreinberg, 7.3.2024 kl. 02:17
Já Wilhelm, -Björvin var einn flinkasti gítarleikari landsins. Það var sama með hvaða bandi hann var alltaf setti hans gítarleikur sinn sterka svip á tónlistina.
Já þetta er ekkert júróvijón Guðjón, -sennilega er þetta frá einhverjum endurkomutónleikum Pelican eftir 1993.
Pelican átti sitt blómaskeið 1973-1975 og varð ég svo frægur að fara á tónleika hjá þessari eðalband í Valaskjálf á þeim tíma, -þegar meðlimir bandsins voru rétt rúmalega tvítugir, -og sjá og heyra Björgvin sóla Sprengisand.
Hugsa sér, -um hálf öld síðan.
Magnús Sigurðsson, 7.3.2024 kl. 05:49
Honum Björgvini Gíslasyni var margt til lista lagt, ekki eingöngu var hann frábær gítarleikari og mér persónulega eru minnisstæðust framlög hans til "bluestónlistarinnar" en að mínu mati er framlag hans til þeirra tónlistarstefnu það stórkostlegasta sem eftir hann liggur, af mjög mörgu. En það sem ekki hefur farið hátt er að hann var mjög góður fluguveiðimaður og snillingur í fluguköstum. Þá er mér sagt að hann hafi verið mjög góður í flughnýtingum og reyndar hafi flugurnar, sem hann hnýtti, verið svo listrænar og flotta að menn tímdu ekki að bleyta þær heldur voru þær settar í box sem aldrei voru tekin með í veiðiferð......
Jóhann Elíasson, 7.3.2024 kl. 08:46
Björgvin hefur verið mikill listamaður Jóhann, -einstakur gítarleikari var hann og sett mikinn svip á það sem hann kom nálægt á tónlistarsviðinu, svo mikinn að ekki var annað en hægt að hrífast.
Magnús Sigurðsson, 7.3.2024 kl. 13:48
Kannski var Björgvin Gíslason á við þá stóru erlendis, eins og Jimi Hendrix og Eric Clapton. Ég held að hann hafi haft meiri innlifun en þeir, en fáir geta trompað tæknina hjá hinum.
Leiðinlegt með okkar tónlistarmenn að þeir hafa ekki náð sömu hylli og á ameríska markaðnum. En þannig er þetta víst bara. Já, blessuð sé minning hans. Hélt mikið uppá hann.
Ingólfur Sigurðsson, 7.3.2024 kl. 14:32
Björgvin var stór Ingólfur, -eins og ég hef komið inn á áður þá var framlag hans atkvæða mikið, mörg meistaraverk tónlistarsögu 20. aldarinnar bera glögg merki gítarsins hans Björgvins.
Magnús Sigurðsson, 7.3.2024 kl. 16:14
Takk fyrir svarið, Magnús. Þú ert heppinn að hafa séð Pelican á blómaskeiði þeirra. Björgvin var heimsklassa gítarleikari.
Wilhelm Emilsson, 8.3.2024 kl. 03:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.