Lýðskrum

Veröld illskunnar er tvöföld, verður að hafa tvö lið sem berjast í endalausu stríði vonlausra hjaðningavíga mennskunnar. Þú byrjaðir og skalt gjalda fyrir – þú hefur drepið fleiri nú má ég. Ástæðan fyrir því að sjá ekki það, sem ávalt hefur verið skrifað í skýin, er blinduð andleg vitund fjöldans.

Það er ofviða okkur sem sækjum visku í medíu sérfræði og sviðsmynda, að treysta á eigin vitund. Þessi innrætta vitund upplýsinganna er keppnis, hún skipar í lið, -innrætir að taka afstöðu með eða móti óásættanlegum kostum. Dómgreind byggð á þannig visku velur þann skárri sem medían býður.

Flokkadrættir eru ekki byggðir á upplýsingu, þeir eru áróður byggður á upplýsingaóreiðu og oftar en ekki falsfréttum. Ef eitthvað ber að forðast þá er það dómgreind sem réttlætir að skjóta sig í gegnum barnahópinn, með það að markmiði að ráða niðurlögum myrkrahöfðingjans, -í stað bænar til almættisins.

 

Éljaklakkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður finnur æ meira fyrir þörfinni, að þegja.

Það er til að hlusta fremur eftir sinni innri rödd, sem er innsæinu skyld.  Hún veit hvað er af hinu einfalda, sanna og fagra sprottið.

Takk fyrir pistilinn, meistari Magnús

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2024 kl. 21:36

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdina Pétur Örn, -hún er hafsjór af orðum að sönnu.

Já, -maður finnur æ betur fyrir þörfinni að þegja, og því ætti maður að segja minna.

Úti í guðs grænni náttúrunni, innan um söng fugla himinsins, hefur mér stundum tekist að fylgjast með skýjunum, -og þegja í hljóðri bæn. 

Magnús Sigurðsson, 8.3.2024 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband