TM tilberinn

Það hefur varla farið fram hjá neinum að nú eru mjólkurkýrnar, sem skjögruðu á jötuna í hinu svo kallaða hruni, hættar að mjólka. Verðbólgan dugir ekki lengur til að halda í þeim nytinni hvað þá að dugi lengur að selja tryggingafélag á milli kunningja á síhækkandi gengi.

Þá er að grípa til gamla góða galdursins, að senda tilbera á ríkisjötuna. Þar sem viðundrið í seðlabankanum hefur viðhaldið verðbólgnum vöxtum eins og hverri annarri froðu á hlandforinni við fjóshauginn. Enda hefur Kvika þurrmjólkað Gamma gróðann frá því í hruninu.

Nú er okurvöxtum ætlað að borga náhirðinni TM í gegnum Landsbankann. Hvaða frauka dettur í lukkupottinn núna er ekki gott í að spá, síðast var það sú samspillta. Enda eitt höfuðeinkenni tilbera í íslenskri þjóðtrú að þeir eru fóstraðir af fjölkunnugum konum.


mbl.is Þrálátar verðbólguvæntingar haldi uppi vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband