Enn fækkar Íslendingum

Upplýsingaóreiða þess opinbera þegar kemur að því að kasta tölu á Íslendinga er með eindæmum.  Til að fegra ískyggilegan sannleikann þá virðist sem verið sé að rugla með íslenskar kennitölur er gefa rétt á atvinnuþátttöku hér á landi, og látið í veðri vaka að þar sé um Íslendinga að ræða.

Svo virðist sem reynt sé að finna út frá þessum kennitölum hversu margir landsmenn séu og gefið í skyn að Íslendingum fjölgi. Staðreyndin er að ættfærðum Íslendingum fer stöðugt fækkandi á landinu bláa, -og verða minnihlutahópur í eigin landi áður en varir.

Rjómi verkfærra Íslendinga á besta aldri var hrakin úr landi í kjölfar hins svokallaða hruns og mun aldrei koma til baka, þeim fjölgar í örum löndum. Á meðan Íslendingum á Íslandi fjölgar einungis í kirkjugörðunum.

Hvers vegna ekki er hægt að segja eins og er, að sá sé Íslendingur sem hefur íslenskan ríkisborgararétt er það sem yfirvöld sitjandi sem fastast á rassgatinu ættu að upplýsa með öðru en upplýsingaóreiðu og falsfréttum.

Ætla má að falsið stafi af eigin glópelsku, og til að fela þá staðreynd að verið er að skipta um þjóð í landinu. 


mbl.is Íbúar landsins rúmlega 383 þúsund samkvæmt nýju mati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fyrirsögninni á fréttinni, sem bloggið er bundið við, hefur verið breytt. Þar sem áður stóð "Íslendingar" stendur nú "Íbúar landsins", til samræmis við tilkynningu Hagstofunnar.

Það breytir samt engu um innhald pistilsins, því að með þessum hætti hefur Hagstofan gefið upp tölu landsamanna um langt skeið, en ekki íbúa með íslenskt ríkisfang.

Á þjóðskrá er íbúafjöldin gefin upp á þennan hátt;

https://www.skra.is/gogn/thjodskrargattin/ibuar-landsins/

Magnús Sigurðsson, 21.3.2024 kl. 18:53

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er verið að blása ryki í augun; 14000 sprautudauðir.

Guðjón E. Hreinberg, 22.3.2024 kl. 09:24

3 identicon

Upplýsingaóreiða hins opinbera er til skammar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.3.2024 kl. 09:50

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gott betur en það Guðjón, -samkvæmt þessari nýju reiknireglu Hagstofunnar fækkar enn frekar eða um rúm 15.000.

Annars sá ég einhverstaðar nefnda töluna 700 umframdauðsföll eftir kóvít og sá sem hafði rýnt þá tölfræði sagði að sóttvarnalæknir væri farin að stunda upplýsingaóreiðu með því að breyta tölfræði embættisins svo verra væri að greina töluna. En við skulu rétt vona að þetta sé ekki ástæðan fyrir fækkuninni.

Magnús Sigurðsson, 22.3.2024 kl. 14:40

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já Pétur Örn, -það eru orð að sönnu og maður skilur ekki alveg viðkvæmnina við að viðurkenna Íslendinga nema að staðreyndin sé að þeim fari fækkandi.

Samkvæmt þjóðskrá eru rúmlega 14.000 fleiri karlar en konur búsettir á landinu, meðan rúmlega 9.000 fleiri karlar eru samkvæmt nýju tölum Hagstofunnar.

Á þjóðskrá er sýndur sundurgreindur heildarfjöldi kynjanna hvers fyrri sig, ef ég fer í minn aldursflokk er ekki marktækur munur á tölu karla og kvenna.

Það virðist vera nokkuð jafnræði í tölu karla og kvenna frá 0-20 ára og eftir 55 ára annars eru karlar mun fleiri. Því má ætla að fjöldi fólks líti ekki á sig sem íbúa hér á landi.

Samkvæmt Þjóðskrá eru 76.000 íbúa erlendir ríkisborgarar eða 19%, allt eins má ætla að jafnvel stærra hlutfall íbúa með íslenskan ríkisborgararétt eigi sér erlendar rætur.

Hvers vegna ekki er hægt að segja íbúatötur eins og áður og þá að svo mikið af íbúum landsins sé af erlendu bergi brotið er undarlegt.

Þessar tölur liggja fyrir í kerfinu, en af einhverjum ástæðum er reiknað út frá nýrri reiknireglu sem gætu allt eins þýtt að búið sé að breyta útkomunni úr 2+2 í 5.

Auðvitað er þessi vandræðagangur upplýsingaóriða þess opinbera þegar tölur þjóðskrár og hagstofu eru langt frá því að stemma, -tveggja opinberra stofnanna.

Magnús Sigurðsson, 22.3.2024 kl. 14:58

6 identicon

Íslendingar eru miklu meira á ferðinni núna en áður. Við þekktum það í fljótunum að það var miklu verra að telja kindurnar þegar þær voru meira á ferðinni.cry

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.3.2024 kl. 10:19

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Alltaf gaman að fá skýringu úr sveit Bakkabræðra, Jósef.

Hér á Héraði vita bændur nokkurnveginn hversu fáar sauðkindurnar eru orðnar, þó það gangi nú orðið mun ver að sjá þær fyrir trjánum.

-Og þurfa svo sem ekki tvær opinberar stofnanir sérstaklega til nefna þá tölu.

Magnús Sigurðsson, 23.3.2024 kl. 12:54

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mæli með mynd Hrafn Gunnlaugssonar (eftir handriti Davíðs Oddsonsar) um kennitölurnar ...

Guðjón E. Hreinberg, 23.3.2024 kl. 13:30

9 identicon

Sveit bakkabræðra segirðu. Til er góð saga sem segir að Eyfirðingur ( að ég held) hafi mótmælt því harðlega að Bakki sá er bakkbræður væri frá væri í fljótunum heldur í Eyjafjarðarsveit. Fljótamenn tóku hann á orðinu og sögðu að eyfirðingar mættu bara eiga þá. Ég get reyndar vottað að Bakki er ekki til í fljótum sem sveitabær. Bakkarnir eru hins vegar hluti Fljóta sem skiptist í Vestur- og Austurfljót og svo Bakka sem er vestast.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.3.2024 kl. 18:24

10 identicon

Verð að leiðrétta mig aðeins. Sveitabærinn Bakki var til í den á landsvæðinu sem nú heitir Bakki. Staðsetningin var milli Reykjarhóls og Laugalands og Heiði. Allt bæir sem nú tilheyra Bakka. Leiðréttist hér með.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.3.2024 kl. 19:04

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef mér skjöplast ekki þá vildu einhverjir meina að mínir menn; -Gísli, Eiríkur og Helgi hefðu verið frá Bakka í Svarfvaðadal. En hvort einhver vill gangast við þeim hjá því opinbera núna, er annað mál

Magnús Sigurðsson, 23.3.2024 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband