24.3.2024 | 06:01
Hringrásarhagkerfið
Það sem versnandi í heimi fer er hvað miklar tengingar tapast með því að missa skilning á móðurmálinu, -og þar með innsæi í tímann.
Tilveran er kraftaverk, líf og dauði eru draumar. Að gefa atburðarásinni nöfn er ekki það sama og skilja hana eða geta skýrt.
Þegar allir draumar hafa rætst er ekkert til að stefna að lengur, -eilífðin ein eftir og tíminn orðin lífvana.
Þá birtast barnabörnin og gleðin í því smáa. Nýir litlir draumar koma í ljós sem þurfa að rætast inn í eilífðina.
Eilífðin er utan tímans, -þar sem allt er skynjað sem ein heild. Tilveran, eilífðin og draumurinn er því eitt og hið sama.
Þó svo að það sé mikils virði að vera snjallvæddur á ensku í núinu, þá er rétt að kunna skil á orðum móðurmálsins, -líkt og The Great Poet of Iceland.
Stundin deyr og dvínar burt
sem dropi í straumaniðinn
Öll vor sæla er annaðhvurt
óséð - eða liðin
(Ljóð Einar Benediktsson)
Athugasemdir
Góðar og þarfar hugleiðingar sem allir Íslendingar ættu að taka vel til athugunar nú þegar sótt er að menningu okkar og gildum úr öllum áttum og helst eigum við að skammast okkar fyrir menningarlega arfleifð okkar....
Jóhann Elíasson, 24.3.2024 kl. 08:57
Eitt okkar stórskálda með innsæi, var séra Hallgrímur Pétursson, en hann orti um um Dauðans óvissu tíma:
Menn vaða í villu og svima,
veit enginn neitt um það
hverninn, á hverjum tíma,
eða hvar hann kemur að.
Einn vegur öllum greiðir
inngang í heimsins rann.
Margbreyttar líst mér leiðir
liggi þó út þaðan
Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.3.2024 kl. 10:26
Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar Jóhann og Guðmundur Örn.
Sammála því Jóhann, -að sótt er að menningu okkar og gildum úr öllum áttum og helst eigum við að skammast okkar fyrir menningarlega arfleifð okkar,,,
Gott að fá ábendingu á sálmaskáldið mikla Guðmundur Örn, -og það með þessu mergjaða ljóði sem á vel við þennan pistil.
Magnús Sigurðsson, 25.3.2024 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.