Ráðherrakapallinn

Þá hefur lýðnum verið gert ljóst hvernig hyskið mun sitja áfram í húsum þjóðarinnar. Bjarni segir af sér yfir í forsætisráðuneytið eftir að Katrín sagði af sér til Bessastaða. Varla er von á öðru en þar fái litla lukkudísin glimrandi kosningu ef ég þekki mitt fólk.

Sigurður sest í rykið af rústuðum innviðum og fær sér bara vel í nefið, rétt á meðan restin af litlu lukkudýrunum við Austurvöll kyngja ælunni og Svandísi.

Það mátti öllum vera ljóst að þjóðin sæti áfram uppi með hyskið í sínum húsum þar til sígild forgangsverkefni hafa verið fullkomnuð.

Ungt fólki sjái áfram sína fjármuni gufa upp úr þakinu á okurvöxtum.

Náhirðin fullkomni söluna á TM til Landsbankans í gegnum Kviku og fái upp í arðgreiðslurnar til að kaupa Íslandsbanka.

Landbankanum veði komið í lukkupottinn með söluferli.

Það skildi engin velkjast í vafa um að ríkisstjórnin lafir þar til verkefnalistinn hefur verið tæmdur með fullveldisframsali til glópalsins.

Sem stefnt er að keyra í gegn af litlu lukkudýrunum við Austurvöll og staðfesta á Bessatöðum, -helst fyrir 17. júní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

"Barinn þræll með gljáandi hlekki", og "feitur þræll með gljáandi hlekki" söng Megas á einni af sínum nýjustu plötum, held ég af "Svanasöngur á leiði" frá 2000, eða einhver þar á eftir. Þar lýsti hann nútímamanninum vel. Þegar hlekkirnir eru ósýnilegir er kúgunin verst. Eins og Guðjón vinur okkar hefur lýst er búið að finna upp aðferðir við að dáleiða fólk, þjóðfélagsverkfræði. 

Þetta er allt mikill skrípaleikur, og dansleikurinn verður ekki búinn fyrr en Hrunið mikla kemur, sem búið er að spá fyrir um að verði verra en þetta sem byrjaði 1929.

Þau hrósa sér og segja að samstarfið gangi vel. Ég held að æ fleiri af venjulegu fólki viti að þau syngja bara öfugmælavísur og kunna ekkert annað.

Þarna finnst mér þú í essinu þínu Magnús, fyndinn og hnyttinn og notar ekki of mörg orð.

Það er velmegunin sem dáleiðir fólk. Það er hægt að sætta sig við spillingu og skrípaleik, á meðan þau geta talað um hagvöxt og velmegun. Þó hækkar allt sem keypt er, og brátt verður fólk að gera nýja byltingu. Vonandi verður hún skárri en Búsáhaldabyltingin þannig að hún nái lengra í andanum, að ekki sé hægt að sætta sig við sama liðið sem hefur látið fólk flýja land í stórum stíl, og eiginlega allt orðið í útlendri eigu - Elítunnar - og fólkið með.

Já, ég tek undir allt sem hér kemur fram. Því miður er það svo, og nauðsynlegt að benda á það.

Ingólfur Sigurðsson, 9.4.2024 kl. 17:45

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já við eru að upplifa mikinn skrípaleik þar sem afglapar og lögbrjótar segja af sér á milli ráðuneyta.

Nú segist Snæland draga vantrausttillöguna sína til baka, einn ganginn enn, sem hún boðaði síðast í gær að hún myndi elta lögbrjótinn með.

En nú segist hún ekki geta stjórnskipulega elt Svandísi og er farin að fabúlera um annað jafnvel að fara með vantraust á Bjarna.

Mér er orðin það hulin ráðgáta hvar þetta fólk fékk sitt siðferði, ef það er orðið í lagi að hafa lögbrjóta og afglapa við ríkisstjórn Ísland átölulaust.

Sennilega endar með því að hyskið segir sig frá allri ábyrgð með því að ferðast á milli ráðuneyta.

Ég tek undir það að fólk hefur verið dáleitt með allri upplýsingaóriðunni í sjálfupphafningunni. 

Magnús Sigurðsson, 9.4.2024 kl. 19:15

3 identicon

Stjórnsýslukostnaður hjá okkur er allt of dýr,of margir þingmenn og of kostnaðarsöm stjórnsýsla,við erum með of margar afætur og lögfræðikostnað í æðstu stöðum vegna mistaka þingmanna sem aukast bara með aukinni starfa vegna ótíma bærra hrókeringa æðstu ráðamanna milli ráðuneyta,sökum ágreinings og innviðir blæða sökum fjárskorts í ríki þar sem allir gætu haft það gott þar sem nægar eru auðlindirnar en skiptingin milli ríkra og fátækra er of mikil,í sögunni hefur þannig ójöfnuður yfirleitt til hruns hjá viðkomandi þjóðfélagi. 

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 10.4.2024 kl. 09:12

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir þetta allt saman hjá þér Sigurgeir, -það sorglega er að eftir því sem laun alþingismanna hafa hækkað þá hefur virðingu þeirra hrakað. Þegar ég byrjaði að fylgjast með var þingfararkaup á pari við kennaralaun.

Stjórnsýsla okkar örríkis hefur þanist út á sjálfstýringu undanfarna áratugi og utanríkisþjónustan er orðin að alþjóðlegu viðundri, hvað þá eftir að farið var að fjármagna stríðsrekstur í öðum löndum.

Þetta lið er rúið trausti og virðingu úti á meðal almennings, þó svo að ríkisreknir fjölmiðlarnir láti á litlu bera.

Magnús Sigurðsson, 10.4.2024 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband