24.4.2024 | 15:06
Mśslimar noršursins
Ķ vetur voru 10 įr lišin sķšan ég kom śr śtlegšinni frį fręndum vorum ķ Noregi, eftir aš hafa hrakist śr landi į tķmum helferšarhyskisins. Eins og flestir vita žį lķta Noršmenn į okkur Ķslendinga eins og litla bróšir, sem villst hefur af leiš, og taka honum fagnandi žegar hann ratar aftut heim. Hvaš žį ef litli bróšir ranglar alla leiš noršur fyrir heimskautsbaug.
Žaš kom mér į óvart žegar ég lenti į 69°N aš žį voru vinnufélagarnir žar ekki bara Noršmenn heldur vķša aš śr veröldinni, ég sem hélt aš žarna vęri Noregur norskastur. En žarna noršur frį voru nįgrannarnir į nešri hęšinni frį Pakistan, vinnufélagar frį Afganistan og Sśdan. En žaš breytti ekki žvķ aš óvķša er Noregur fallegri og dvölin reyndist góš.
Ég ętla aš setja hér inn kafla śt bók dagana sem ég skrifaši eftir fyrsta veturinn -sumardaginn fyrsta 2012 - į silfurbrśškaupsdegi okkar Matthildar minnar. Žį hafši ég dvališ aš mestu einn sem flóttamašur hins ķslenska hruns į 69°N ķ heilt įr.
Žaš er bara svona allt ķ einu smolliš į sumar einn ganginn enn, kemur alltaf jafn skemmtilega į óvart. Ég sem kveiš žessi ósköp fyrir vetrinum hérna į 69°N ķ haust og hafši ekki gręnan grun um hvernig sjónvarpslaus fįrįšlingur gęti lįtiš veturinn lķša einsamall nęstum alla leiš noršur ķ rassgati. Žaš eina sem mér datt ķ hug til aš drepa tķmann var aš gera žaš sama og indķįnarnir ķ denn, aš horfa į milli stjarnanna frekar enn į žęr, žannig vęri meira aš sjį, eša žį aš kveikja į śtvarpinu, en ķ žaš hef ég ekki haft mig sķšan ķ jślķ ķ fyrra, hef grun um aš enn sé veriš aš tala um žennan Breivik.
Hér hefur varla sést stjarna ķ allan vetur hvaš žį noršurljós, ef frį eru taldir nokkrir éljalausir dagar ķ janśar, žaš var žvķ eins gott aš ég tók žessa įkvöršun. Į svona vetri hefši mašur žurft aš halda sig öllum stundum utandyra til aš stunda stjörnuskošun žvķ žaš er ekki svo gott aš reikna žaš śt hvenęr éljunum slotar. Žaš mį žvķ segja aš enn einu sinni hafi ég rambaš į rétt meš žaš aš horfa į milli stjarnanna og hafa slökkt į śtvarpinu. Žannig hafi ég séš lengra įn žess aš krókna śr kulda fullur af hryllingi.
Žaš sem ég tók samt eftir žegar lķša tók į veturinn var aš ekki var allt meš felldu hérna innandyra. Žar į ég ekki viš mżsnar sem brutust inn ķ eldhśsskįpinn hjį mér, rétt į mešan ég fór heim til Ķslands ķ jólafrķ, stįlu sykurpokanum og vafra nś um ķbśšina sķlspikašar. Žęr sįu žvķ sjįlfar um aš losa mig viš įhyggjurnar af žvķ hvernig žeim reiddi af śr žvķ hśn Matthildur mķn vęri ekki hérna ķ vetur til aš halda ķ žeim lķfinu. Nei žaš sem ég tók eftir ķ sjónvarpsleysinu var aš hér eru ekki bara mżs. Žvķ annaš slagiš glytti ķ grįan kall į milli stjarnanna, eša kannski réttara sagt innan um akfeitar mżsnar. Langt fram eftir vetri setti aš mér hroll žegar ég varš var viš kall skrattann og kom sér žį vel sś įkvöršun aš horfa į milli stjarnanna en ekki beint į žęr.
En žegar var komiš fram undir pįska og óvęnt frķ var bošaš ķ vinnunni alla pįskavikuna ķ glórulausum éljagangi sat ég einn uppi meš mżsnar og kall skrattann ķ heila 10 daga. Žaš var helst žegar ég gekk fram hjį spegli aš ég sį honum bregša fyrir žegar ég horfši ekki beint į stjörnuna mig heldur į framhjį henni. Svo var žaš žegar einu élinu slotaši aš ég kannašist viš kauša žetta var žį eftir allt saman bara ég sjįlfur ekki lengur glókollurinn ķ stjörnunni heldur oršinn grįr kall. Hugsa sér hvaš tķminn flżgur og žaš um hįvetur, en nś er sem betur fer aftur komiš bjart sumar.
Žaš er fleira en grįi kallinn og mżsnar sem hefur ekki veriš meš felldu efir aš ég kom hingaš į 69. grįšuna. Ég hélt fyrir įri sķšan aš ég vęri aš fara til N-Noregs aš vinna meš Noršmönnum. En komst fljótlega į snošur um žaš aš helmingur vinnufélagana eru mśslķmar frį Afganistan og Sśdan. Ķ hśsinu sem ég bż ķ eru tvęr ķbśšir, ég meš mķnar spikfeitu mżs upp ķ risi og žrennt er frį Pakistan ķ hinni, sjįlfur jafnvel farinn aš fķla mig sem mśslima noršursins. Ég hef Pakistanana reyndar grunaša um aš fita fyrir mér mżsnar, žaš sé ekki bara sykurpokinn sem žęr stįlu. Ķ ķbśšinni fyrir nešan er nefnilega buffiš bariš žrisvar į dag og ķ hvert skipti, rétt į eftir bankiš, -leggur žennan lķka fķna matarilminn um allt hśsiš.
Pakistönsku félagarnir vinna į Pizza staš hérna skammt frį en hśsmóširin er heima og eldar. Žeim dettur ekki ķ hug aš éta Pizzunnar sem žeir eru aš malla sjįlfir eftir alžjóšlegri uppskrift ofan ķ Norsarana, heldur skjótast žeir heim ķ Austurlenskan mat žrisvar į dag. Mér hefur dottiš žaš ķ hug, rétt eins og mśsunum, aš semja um aš komast ķ fęši hjį frśnni. Fęrši žaš reyndar varfęrnislega ķ tal viš hśsbóndann hann Roomi hvort honum hefši ekki komiš til hugar aš opna veitingahśs. Žaš er allt ķ vinnslu sagši hann žvķ hann sagšist halda aš vantaši Pakistanskan veitingastaš hérna ķ snjóskaflinn į 69°N, ég tók undir žaš meš honum og sagšist verša sį fyrsti til aš męta žó ég žyrfti aš moka mig inn. Lengra hef ég ekki komist meš žetta mįl og verš aš gera mér aš góšu bakašar baunir og grjón į mešan mįliš er ķ vinnslu.
Matthildur mķn var svo ķ Noregi sumariš 2012, og žvęldist vinnuvikuna meš okkur vinnufélögum žar sem viš vorum viš mśrverk noršur į nesi Finnanna ķ Žrumu. Viš vorum vikuna žar noršur frį en keyršum heim til Harstad um helgar. Žetta sumar héldum viš upp į fimmtugs afmęliš hennar meš žvķ aš heimsękja staši sem ég hef sagt frį hér į blogginu, -ķ kvöldrśntum um Senja og helgarferšum nišur Lófóten og śt į Vesturålen, margar mestu nįttśruperlur Noregs
Annars upplżstu Bśdda fręšin hans Sindra bróšir mig um žaš aš mašur žyrfti ekkert aš éta, žetta vęri bara gamall įvani. Ég hef meir aš segja reynt aš mišla žeirri visku til vinnufélaga minna, žeirra Yasin og Juma en žaš er ķ sambandi viš žaš hvaš žeim gengur illa aš safna sér fyrir konu. Samkvęmt žeirra ritśali er algert grundvallaratriši aš karl geti bošiš konu upp į hśs til aš elda ķ įšur en kemur til hjónabands.
Ég er margbśinn aš fara fram og til baka yfir žetta reikningsdęmi meš žeim, žegar viš nögum handabökin yfir kveinmannsleysi og gulręturnar upp śr nestisboxunum ķ hįdeginu. Ég rįšlegg žeim aš slį margar flugur ķ einu höggi, henda bķlnum, slökkva į sjónvarpinu, hętta žar meš aš éta Lay“s snakk yfir sjónvarpinu og geta um leiš sagt upp įrsįskrift af ręktinni žar sem žeir skokka į hlaupabretti fyrir moršfé, en labba žess ķ staš viš fuglasöng ķ vinnuna. En allt kemur fyrir ekki dęmiš gengur ekki upp ķ konu. Svo var žaš neyšarśrręši hjį mér aš upplżsa žį um leyndarmįl Bśdda munkanna sem hefšu komist aš žvķ aš žeir vęru étandi śt af röngum misskilning. Juma sagši aš žetta stęšist ekki, žvķ žegar hann hefši komiš yfir til Evrópu frį Afrķku hefšu tugir manna veriš į sama bįti ķ ellefu daga įn matar og vatns, ekki hefšu allir veriš lifandi žegar yfir Mišjaršarhafiš var komiš, og žaš vęri til lķtils aš eignast konu eftir aš vera sjįlfur oršinn lišiš lķk.
Žaš er svolķtiš undarlegt aš ég skuli vera aš reyna aš rįšleggja žeim piltum ķ kvennamįlum svo žeir sleppi viš gifta sig samkvęmt greišslumati frį bankanum til hśsakaupa, mašur sem gengur meš žęr grillur ķ höfšinu aš hann geti bitiš af sér banka meš žvķ žvęlast nógu langt aš heiman til aš afla tekna vegna fasteignavišskipta fyrir gjörsamlega gjaldžrota bankakerfi. Sjįandi žó samt žann frįbęra įrangur af afborgununum aš eign bankans ķ hśsinu dafnar jafnvel um 50 žśsundkall viš hvern 100 žśsundkall sem er greiddur. Žaš er nįttśrulega einstök umhyggja fyrir bankakerfinu sem fęr mann til aš standa ķ svona nema žetta sé rangur misskilningur sem geti hugsanlega stafaš af elliglöpum į milli afborgana. Alltaf allt ķ žessu fķna nema rétt į mešan mašur gerir skattframtališ og sér aš öllu steini léttar hefur veriš stoliš ķ skjóli stjórnvalda sem mašur getur sem betur fer huggaš sig viš aš berjast gegn skipulagšri glępastarfsemi.
Žaš var ekki svona flókiš greišslumatiš žegar viš Matthildur mķn gengum ķ žaš heilaga. Žį dugši aš skżjaglópurinn ég gengi meš hugmyndir ķ höfšinu af hśsi meš eldavél, til žess aš hśn snarašist ķ eitt Burda blašiš sitt til aš finna sniš af smoking sem hśn saumaši svo ég vęri sómasamlega klęddur į brśškaupsdaginn. Žaš er nokkuš ljóst aš ég hef hvorki fyrr né sķšar veriš eins vel til fara, ķ sérsaumušum svörtum silkifóšrušum smoking, en eitthvaš minna hefur oršiš śr aš skżjaborgirnar hafi komist af teikniboršinu. Mašur spyr sig svo; "hvernig stendur į žvķ aš mašur lendir ķ svona um hįbjartan dag", aš ranka viš sér ķ N-Noregi į sumardaginn fyrsta 25 įrum seinna hugsandi um skżjaborgir en ekki bara heima hjį henni Matthildi. Jį mašur spyr sig rétt eins og mašurinn sem keyrši śtśrdrukkinn į ljósastaur ķ myrkrinu en hélt aš žaš vęri hįbjartur dagur. Manni dettur óneitanlega ķ hug blackout fyrri įra žegar žaš kom fyrir aš mašur rankaši viš sér viš meira en lķtiš ókunnuglegar ašstęšur.
En žaš aš lenda ķ einhverju žarf samt ekki alltaf aš gerast um leiš og mašur lendir ķ žvķ, eša kannski réttara sagt hugmyndir verša aš veruleika um leiš og žęr kvikna, tķmi žeirra getur hins vegar veriš allt annar. Žaš rann t.d. upp fyrir mér aš hingaš til N-Noregs hafši ég haft hugmyndir um aš koma įšur. Žaš var 1994 eša 5, žį fórum viš tveir félagar ķ višskiptaferš til fyrirtękis Osló sem seldi okkur gólfefni. Žeir vildu endilega sżna okkur frystihśs ķ N-Noregi meš svona gólfefni og voru ekkert aš tvķnóna viš žaš. Viš upp ķ flugvél og Noregur flogin endilangt til Kirkenes uppi viš Rśssnesku landamęrin.
Sķšan var keyrt ķ febrśar hrķšinni ķ nyrsta fjörš Noregs, Bįtsfjörš, žašan fariš til Hammerfest og fleiri frystihśs skošuš, blindhrķš allan tķmann svo varla sįst ķ nęsta tré og ég röflandi um aš gįfulegra hefši veriš aš skoša slįturhśs ķ S-Frakklandi į žessum įrstķma. Svo var žaš nśna einn hrķšardaginn ķ febrśar s.l. žegar ég var aš taka mynd af einu élinu į milli trjįgreinanna sem ég uppgötvaši aš žetta él hafši ég séš įšur fyrir hįtt ķ 20 įrum sķšan og žį hugsaš sem svo, hingaš vęri gaman aš koma aftur til aš sjį eitthvaš annaš en en snjóél og frystihśs. Nś styttist ķ aš ég sé bśin aš vera įriš ķ N-Noregi. Svona koma sumir draumar śt śr blackout-inu vegna hreinręktašs fįvitagangs.
Žaš heldur žvķ ķ manni voninni, hvernig lögnu lišnir draumar rętast mörgum įrum seinna, um aš eiga eftir aš detta nišur ķ skżjaborgirnar sem įlfur į milli stjarnanna. Žó ętla ég rétt aš vona aš žaš verši ekki eins žegar ég snż heim śr žessari sjįlfskipušu śtlegš minni, og lögnu lišiš blakcout frį unglingsįrunum. Žį taldi ég mig ranka viš ķ nęsta hśsi viš heima og fannst ekki taka žvķ aš fara ķ skóna né finna jakkann žegar ég fór śt śr dyrunum, žvķ žaš vęri bara yfir nokkur börš aš fara į milli hśsa. Žegar ég hafši komist į sokkaleistunum į flughįlum svellunnum upp sķšasta baršiš, vel vaknašur ķ stutterma bolnum, brį mér ķ brśn, rétt eins og žessum sem keyrši į ljósataurinn um hįbjartan dag, -žaš var bśiš aš rķfa hśsiš heima og į žeirri lóš stóš ekkert nema myrkriš og ljósastaurar lengst ķ burtu. Žarna fyrir 35 įrum sķšan reyndist žetta vera Alcoalaus Reyšarfjöršur um kl. 4 aš desembernóttu ķ hörkufrosti. En sem betur fer voru innfęddir žaš vel aflögufęrir į žessum įrum aš žeim munaši ekki um aš lįta bęši ljósin loga og aš skutla vandręšagemlingnum bęjarleiš heim um hįnótt.
Ķ dag ašskilja okkur Matthildi mķna eitt haf, heill himinn og fjórar breiddargrįšur, sennilega skutlar mér enginn heim žó ég vęri kominn ķ kjól og hvķtt sem hver annar frķmśrari og hįbjart sé oršiš. Ég sem hét henni žvķ žennan dag fyrir 25 įrum sķšan, klęddur sérsaumušum svörtum smoking uppi viš altariš ķ litlu kirkjunni sem stendur į Aurnum į Djśpavogi, -aš verša hennar ķ blķšu og strķšu uns daušinn ašskildi. En žaš mį kannski meš góšum vilja hafa, -um efndirnar į žvķ heiti, -sömu orš og um sjómanninn sem var aš heiman langdvölum frį konu meš fullt hśs af börnum, hśn getur prķsaš sig sęla aš hafa ekki stóra barniš heima alla daga.
Ps. Mešan aš ég man - Glešilegt sumar.
Athugasemdir
Sömuleišis Magnśs "GLEŠILEGT SUMAR" og bestu žakkir fyrir veturinn og allt sem lišiš er. Alltaf er jafn gaman aš lesa pistlana žķna , sem eru fanta vel skrifašir og fullir af hśmor žvķ ekki veitir okkur af góšum hśmor į žessum sķšustu og verstu tķmum.....
Jóhann Elķasson, 25.4.2024 kl. 09:13
Góšur Magnśs, glešilegt sumar og takk.
Haukur Įrnason, 25.4.2024 kl. 10:58
Gaman aš lesa Magnśs og glešilegt sumar.
Siguršur Kristjįn Hjaltested, 25.4.2024 kl. 15:19
Bestu óskir til žķn og Matthildar og fjölskyldu ykkar um glešilegt sumar. Og kęrar žakkir fyrir alla žķna stórgóšu pistla.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skrįš) 25.4.2024 kl. 17:20
Takk fyrir sumarkvešjurnar, -viš Matthildur vorum sambandslaus viš sjóinn sumardaginn fyrsta, sleiktum sólina į pallinum ķ Sólhól og horfšum śt į hafiš blįa hafiš.
Magnśs Siguršsson, 25.4.2024 kl. 20:27
Glešilegt sumar gullfallegu hjón.
Helga Kristjįnsdóttir, 26.4.2024 kl. 02:46
Takk sömuleišis Helga.
Magnśs Siguršsson, 26.4.2024 kl. 16:01
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.