Verða sjálfstæðismenn kellingar þegar á hólminn er komið?

Nú styttist í að kjósendur fleyti kellingar samkvæmt skoðanakönnunum í Morgunnblaðinu og víðar; -svo formsatriði verði fullnægt. Og svo megi vekja upp andvana fæddan tilbera, sem ekki hefur komist á legg, -glópelskunni, EES og Geysis Green auðrónunum til arðs og æðis.

Formsatriði hefur ekki enn verið fullnægt, en allt hefur þetta samt einhvernvegin reddast, -enda sá helferðarhyskið á sínum tíma um að verja þetta ógeðslega þjóðfélag náhirðarinnar, -"þar sem eru engin prinsipp, engar hugsjónir, bara tækifærismennska og valdabarátta".

Sjálfstæðismenn þökkuðu fyrir með því að efla framgang helferðarinnar og kusu Gunnarsstaða móra sem forseta alþingis og tildruðu svo þeirri flissandi til forsætis ríkistjórnar. Nú ætla margir þeirra, málsmetandi á meðal, að kjósa Davos dúkkulísu sem forseta lýðveldisins.

Því verður seint trúað að sjálfstætt fólk á Íslandi ætli að kjósa gegn fullveldi lands og þjóðar, enda væri það með miklum eindæmum, og verður varla að óreyndu trúað að kjósendur standi ekki með sjálfum sér eftir að í kjörklefana kemur.

-Er nema von að hvískrað sé um skrímsladeild þegar skoðanakannanir eru annars vegar? -Það er nánast engin málefnalegur munur á þrem efstu kellingunum, hommanum og borgartrúðnum. Forseti kosin úr hópi fimm efstu, -samkvæmt könnunum, -fengi u.þ.b. 80-90% atkvæða málefnalega.

Þessu ætti sjálfstætt fólk nú þegar að hafa gert sér grein fyrir, þrátt fyrir stöðugar kannanir og þriggja sekúndna gullfiskaminni, -nema þá kannski metoo myllan hún Grísalappalísa með augun vatnsblá glær og galtóm.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þennan pistil er engu við að bæta, nema segja amen.

Bestu þakkir fyrir, meistari Magnús.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.5.2024 kl. 08:57

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tek algjörlega undir með Símoni Pétri frá Hákoti.  Snilldarlegur pistill og frábærlega skrifaður eins og þín er von og vísa, Magnús.......

Jóhann Elíasson, 27.5.2024 kl. 10:13

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Bestu kveðjur - tek undir með hinum þverplönkunum.

Guðjón E. Hreinberg, 27.5.2024 kl. 14:25

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála öllum hér að ofan.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.5.2024 kl. 15:00

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nú einu sinni þannig strákar, -að þegar þrír einsleitir kvenmenn, hommi og trúður, -öll á sömu bylgjulengd málefnalega, -skipta með sér á milli 80-90% atkvæða samkvæmt könnunum þá er okkur varla viðbjargandi sem þjóð. 

Magnús Sigurðsson, 27.5.2024 kl. 15:53

6 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þetta er útkoman þegar úrtakið er frá GÓÐA FÓLKINU.

Hvernig væri að fá álit okkar,  vonda fólksins?

Guðmundur Örn Ragnarsson, 27.5.2024 kl. 16:21

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Við erum náttúrulega íslenskir karlmenn Guðmundur Örn, -úrhrök feðraveldisins.

Nátttröll sem dagað hafa uppi í kringum Sódómu Reykjavík, jafnvel innan um góða fólkið í henni miðri. 

Ef það væri ekki atkvæðanna vegna þá væri búið að gefa út dánarvottorð fullveldisins og mín spá er sú, að fullveldi verði skammaryrði innan skamms á sama kalíberi og feðraveldi. 

Magnús Sigurðsson, 27.5.2024 kl. 16:36

8 identicon

Eina vonin er sú að hinn þögli meirihluti sem hefur sjálfstæða skoðun kjósi Arnar Þór.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 28.5.2024 kl. 07:07

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já Sigurður, -við skulum vona að hinn þögli meirihluti sé ekki mótfallinn fullveldi lands og lýðs.

Það hefur farið lítið fyrir að aðrir en Arnar Þór séu með beina tilvísun í fullveldið, og hefur hann jafnvel verið útmálaður sem hálfgildings öfgamaður fyrir vikið.

Eins og ég segi þá segir mér svo hugur að sumt fólk sé farið að líta á orðið fullveldi sem eitthvað neikvætt, -svona rétt eins og feðraveldi.

Ögmundur var með ágætis grein um daginn þar sem hann vitnaði í ömmu þina, vonandi eru landsmenn enn sama sinnis og þegar ljóðið hennar "Hver á sér fegra föðurland" vann til verðlauna í tilefni lýðveldisstofnuninni 1944.

Magnús Sigurðsson, 28.5.2024 kl. 13:21

10 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Magnús.

Mig minnir að hátíðarljóðið sem vann til verðlauna 1944 hafi mætt ýfðum fjöðrum á sinni tíð!

Ástþór Magnússon (Thor Magnússon)hefur vakið athygli mína fyrir skelegg svör sín og framgöngu sem einkennist af einurð en þó hógværð og kurteisi en spyrlar verða þó að sætta sig við það að hann lætur engan komast upp með það að kjósa sér orð úr munni honum.

Mér þykir vænt um að hans fyrsta verk eftir kosningar verður að setja upp kross Bessastaðakirkju sem svo sannarlega sæmir útverði og verndara íslenskrar kirkju.

Við þurfum á þeim að halda sem gæta sóma síns ekki aðeins hvað þetta varðar heldur sýna í orði og æði að þeir eru fremstir meðal jafningja þegar gæta skal að sóma lands og þjóðar jafnt hér sem um veröld alla.

Guðni Björgólfsson, 30.5.2024 kl. 08:31

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ástþór er með góðan boðskap, enda ber nafnið þess glöggt merki. Það sem helst má finna honum til foráttu er hvað lítið hann hefur verið á landinu. 

Þau eru reyndar mun fleiri forsetaframbjóðendurnir, sem millilenda á landið bláa, rétt á meðan forsetakosningar dúkka uppá og bjóða fram reynslu sína til þjóðþrifa rétt eins Jörundur gerði um árið.

En þessi hundadagalógík virðist aldrei hafa heilla landann, þó svo boðskapurinn sé í sjálfu sér góður.

Magnús Sigurðsson, 30.5.2024 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband