Bessastaða tilberinn

Það dylst varla neinum að nú er verðbólgugróði af okurvöxtum Landsbankans notaður til að kaupa TM af náhirðinni. Gripið var til gamla góða galdursins, að senda tilbera á ríkisjötuna, eftir að viðundrið í Seðlabankanum hefur viðhaldið verðbólgnum vöxtum eins og hverri annarri froðu á hlandforinni við fjóshauginn.

Það má öllum vera ljóst að þjóðin situr áfram uppi með hyskið í sínum húsum eftir að náhirðin hefur fullkomnað TM söluna, þar til sígild forgangsverkefni hafa verið fullkomnuð, -og ungt fólki mun áfram fá að sjá sveita síns andlits gufa upp úr þakinu á okurvöxtum.

Nú þegar náhirðin hefur fullkomnað söluna á TM til Landsbankans í gegnum Kviku fær hún upp í arðgreiðslurnar til að kaupa restina af Íslandsbanka. Síðan verður Landbankanum og Landsvirkjun komið í lukkupottinn, enda hafa Davos dúkkulísur ríkisstjórnarinnar þegar sagt að ekki komi til greina að ríkisbanki reki tryggingafélag.

Það skildi engin velkjast í vafa um að litlu lukkudýrunum við Austurvöll liggur á að tæma verkefnalistann svo komast megi með fenginn frá borði með endanlegu fullveldisframsali til glópalsins. Og þá er rétt betra að hafa stimpilpúðann kláran á Bessastöðum.


mbl.is Landsbankinn búinn að ganga frá kaupum á TM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Eins og ég rakti í pistli hjá mér fyrir ári síðan um það bil virðist ríkisstjórn Kötu snúast um gullgerðarlist, að búa til gull úr öðrum efnum með því að eyðileggja þau, eins og Carl Gustav Jung lýsti í bókum sínum. Sameining Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins hefur rústað fylgi beggja flokkanna. Við erum komin á aðrar myrkar miðaldir þar sem hið ómögulega er reynt með ömurlegum árangri. Endurreisnar er þörf.

Ég vil endurtaka þín orð:"Guð blessi Ísland", því þörf er á því.

Það kemur mér ekki á óvart að háttsettir embættismenn séu Davosþjónar, verst er að hér skuli ekki vera fjölmenn hjörð meðal almennings sem fattar og vinnur gegn því, andófsher og andófslið, já bæði til hægri og vinstri. Elítan hefur verið sérlega dugleg að deyfa alla andstöðu, og kannski er eitthvað í vatninu, eða sprautunum, sem dregur kjark og skynsemi úr fólki.

Við erum að horfa uppá það að Vesturlönd eru étin upp innanfrá af Elítutilberaskrímslinu. Það gerir það erfiðara að vera með þjóðlega andstöðu sem gæti virkað.

Ég fagna þessum pistli þínum sem fjallar um þetta á vísindalegri hátt en allir sem festast í persónum og leikendum í forsetakosningaleikritinu. Ég fell í þá freistni líka, það er svo spennandi að láta eftir sér að fjalla um tíðindi dagsins, sem gleymast svo á morgun í ljósi nýrri tíðinda.

Svo ég vitni í Guðjón vin okkar þá er þjóðfélagsverkfræðin sem Elítan stundar búin að taka yfir hlutverk trúarbragðanna, nema á yfirborðinu. Mammonshofin eru til staðar, og reglugerðir um refsingar fyrir trúleysi þeirra sem ekki fara að Elítureglunum. 

Það er afleitt að fá Katrínu æðstuprestynju Davos sem forseta. Það er bara svo mikil niðurlæging fyrir áður ágæta þjóð. Þó er hún varla verri en aðrar Davosdúkkulísur sem eru þarna í boði, nema alveg augljóslega þeirra fremsti vinnumaður.

Þetta hrun er ekki eins og þetta sem kom 2008. Útvarp Saga hefur fjallað um það líka. Þetta er Endurræsingin mikla, sem tekur sjálfstæði og vilja frá fólki á persónulegri máta, sálrænni, andlegri, og gerir alla fátækari efnahagslega líka - og mottóið að eignaleysið sé gott!!!

Ég held að vættir landsins verndi okkur þótt fæstir viti af því. Þannig hefði margt verra getað komið fyrir í jarðhræringum nýlegum. Ekki allt búið enn, og margt vont á eftir að gerast, og gott. En á vættina má trúa, álfa og huldufólk, þaðan fæst vernd, er viss um það.

Eitt það dýrmætasta í þínum pistlum er hið leyndardómsfulla skyn á milli veralda sem þar birtist. Takk fyrir góðan pistil.

Ingólfur Sigurðsson, 31.5.2024 kl. 14:28

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir góð orð í minn garða Ingólfur, -og vel ígrundaða athugasemd.

Já, það er undarlegt hvað áróður fer illa með minni fólks fólk, -en kannski ekki svo skrýtið þegar málið er skoðað.

Ég held að fáir geri sér grein fyrir að sá snjalltækni áróðurinn er unnin af færustu sérfræðingum veralda, sem höfða til gullfiskaminnisins, og gegn því á mannshugurinn ekki möguleika.

Eina ráðið er að slökkva á símanum og sjónvarpinu. Sjálfur hef ég aldrei fengið mér snjallsíma og slökkti endanlega á sjónvarpi fyrir meira en áratug síðan, -tel mig þó ekki eiga svo mikið sem smá séns.

Athugasemdin þín kemur inn á margt m.a. landvætti og skynjun á ósýnilega veröld. Málið er að keypt medían nærist á ósýnilegri veröld, sem hún færir okkur frá Langtíburtukistan, -sem heilagan sannleika, og við tökum sem upplýsingu. En ef við værum í Langtíburtukistan raunverulega þá væri myndin sem við sæjum allt önnur þar.

Það er svo meir að segja svo skrýtið að fólk trúir varla því sem það sér, nema að það sjái það líka í sjónvarpi. Þorir þar af leiðandi ekki lengur að standa með sjálfu sér ,o-g þá komum við að því að það er ekki hægt að standa með fólki sem stendur ekki með sér sjálft.

Þennan blekkingavef höfum við horft upp á hvað eftir annað í landsmálunum þegar ríkisstjórnir eru með um 30% fylgi og gagnrýnendur segja að þjóðin eigi skilið sem hún kýs. Flestir sem svoleiðis tala hafa kosið einhvern af ríkisstjórnarflokkunum, en telja sig réttsýnni vegna þess að þeir kusu ekki ríkisstjórnina sjálfa sem flokk.

Málið er að það er alveg sama hvað kosið er fólkið situr uppi með ríkisstjórnina, -og hún kemst upp með að vera nákvæmlega jafn siðlaus og medían leifir. Því segi ég slökkvið á sjónvarpinu og símanum.

Þakka þér fyrir hugvekjandi athugasemd Ingólfur, -og vel á minnst; - Guð blessi Ísland.

Magnús Sigurðsson, 31.5.2024 kl. 18:14

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það má kannski bæta því við, í framhaldi af athugasemd Ingólfs, -að elítan gefur alltaf upp áform sín, hún kemur ekki aftan að fólki, en það er fólks að greina táknin.

Þessi frétt um TM kaup Landsbankans eru langt því frá ný af nálinni. Fyrrverandi bankaráð fékk að fjúka með látum fyrir að samþykkja þau. En það breytir engu kaupin ganga í gegn hjá því nýja. Ráðherra fjármála þá, sagði þessi kaup ekki koma til greina, -banki í eigu ríkisins ætti ekki að reka tryggingafélag.

Eftir að kaupin eru gengin í gegn er tvennt í stöðunni. Banki í ríkiseign braskar, hann selur trygginga félag. -Eða banki í ríkiseign verður á endanum seldur til einkaaðila, með tryggingafélagi. Ég læt ykkur lesendum eftir að giska á hvort verður ofan á.

-Svona til að hressa upp á gullfiskaminnið þá var Landsbanki Íslands seldur til einkaaðila 2003 eftir að hafa verið í eigu þjóðarinnar frá stofnun, fór svo í þrot 2008. Það kom fram eftir hrun að bankinn hefði aldrei verið borgaður frekar en Búnaðarbankinn, -tekin voru lán af kaupendum beggja bankanna hjá hvorum öðrum og aldrei greidd.

Þannig var braskað með allt bankakerfið og tryggingafélögin sem voru síðan endurreist á kostnað almennings. Húsnæðið var þá haft af 14.000 fjölskyldum, tugir þúsunda flýðu land og þúsundir hafa aldrei komið til baka. Þau þurfa þess ekki elítan skiptir um þjóð í landinu.

Jú - það skiptir máli að tilberi sé ekki fóstraður á Bessastöðum.

Magnús Sigurðsson, 1.6.2024 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband