Svart hvítar hetjur

Í vikunni kom fram í fréttum að Hafnafjarðarbær hefði gert samkomulag til 65 ára við HS-orku um auðlindaréttindi í Krýsuvík. Kom fram í frétt að þetta væri gríðarlegt hagsmunamál. HS-orka er í erlendri eigu og hefur greitt eigendum sínum ríflegan arð af starfseinni, svo gríðarlegan að leggja varð á sérstakan skatt á íslensk heimili fyrir skemmstu til að verja orkuverið Svartsengi með varnargörðum.

Dúkkulísan í utanríkisráðuneytinu, -já einmitt þessa með tryllingslegu augun, skrifaði um það grein núna undir lok viku að stríðið í Úkraínu væri svart-hvítt og það væri því göfugt góðgerðamál af íslenskum skattgreiðendum að fjármagna vopnakaup til manndrápa. Þar að auki er hún aftur komin með bókun 35 á sína könnu sem flestir aðrir en hún miskilja.

Í dag kom svo fjármálaráðherrann fram í fréttum og sagði að ríkið tæki í varúðarskini tuga milljarða að láni hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins, ef til þess kæmi að  fjármuni í erlendri mynt þyrfti vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Sagðist rykaði ráðherrann við það tækifæri hafa fundið fyrir áhuga Þróunarsjóðsins á að hjálpa Grindvíkingum.

Er ég að missa af einhverju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Já, þú misstir af því hversu mikið elítan elskar okkur.

Guðjón E. Hreinberg, 8.6.2024 kl. 01:17

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hlaut að vera Guðjón, -mig grunaði að ég væri að missa af einhverju.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2024 kl. 06:45

3 identicon

Dúkkulísan í útanríkisráðuneytinu. Skammastu þín, eða talar þú kannski svona við dætur þínar, eiginkonu þína, móðir eða systir og frænkur. Bölvaðar hrútskýringar. Skammastu þín. Svona er ekki tala þú ekki um konir YFIR HÖFUÐ hvar svo er, og hvað sem sú kona er í stjórnmálum.

Guðrún B Hallbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2024 kl. 12:08

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðrún mín, -hér á þessar síðu hefur verið talað um dúkkulísur í stjórnmálum  árum saman.

Ég ætla ekki að hrútskýra fyrir þér hvers vegna, en það hefur hvorki með jafnrétti né ólæsan strákskap að gera.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2024 kl. 13:41

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og svo eru menn hissa áa því að hér sé VERÐBÓLGA?????  Fjarmunum AUSIÐ út í loftið eins og enginn sé morgundagurinn og það sem verra er að það er allt heila "KLABBIÐ" teið að LÁNI.  Svo til ÖLL verðbólgan er til komin vegna OPINBERRA ÚTGJALDA ekki vegna TENBEREEF ferða landans.  Og það sem er verst af öllu er að stjórnvöld koma alls ekki hreint fram við almenning með það hvernig er verið að "HREINSA" upp hvern sjóðinn á fætur öðrum til að "FELA" útgjöld hins opinbera og síst af öllu fáum við að vita hvað RAUNVERULEGA verður um peningana.....

Jóhann Elíasson, 8.6.2024 kl. 14:44

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já, Jóhann flestum, sem gullgerðalistina ástunda, hefur verðbólgudraugurinn verið hulin ráðgáta.

Vesturlönd eru komin langt fram úr Sovétinu, þegar það var og hét í gullgerðalist pappírspésanna.

Það styttist því óhjákvæmilega í að kontórinn ryðji sig sjálfur, rétt eins og í Sovétinu í denn.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2024 kl. 15:01

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Það er nú svona með dúkkulýsur og flissandi fábjána, ekki allt skilið sem vel er sagt.

Tek undir með Guðjóni, þú hefur greinilega misst af einhverju.

Gruna samt að þú hafir vitað svarið, áður en þú spurðir.

Það er sól í neðra.

Með kveðju.

Ómar Geirsson, 8.6.2024 kl. 18:45

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Meðan ég man, er lísa í dúkkulísu ekki dregin af orðinu ljós??

Varla erum við svo síðdönsk að beinþýða lise í lísa??

En hvað veit ég,

Finnst samt pistill þinn góður.

Kveðja í seinna skiptið úr neðra.

Ómar Geirsson, 8.6.2024 kl. 18:48

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mönnum getur nú farist svona og svona með líkingamálið Ómar, -jafnvel skjöplast á tungunni.

Það má vel vera að dúkkulísa sé nokkurskonar ljósálfur. En það sem maður hefur séð hjá stelpunum eru snotrar konumyndir úr pappír sem auðvelt eiga með að skipta um útlit, svona rétt eins og þegar fábjánar eiga það til að flissa þegar þá reka í vörðurnar.

Kannski er bara best að hrútaskíra á flissandi RÚVsku svo ekki þurfi að fyrirverða sig fyrir konuna, ömmu, mömmu, dóttur og dótturdóttur eins og hver annar fábjáni.

Kveðja í sólina í neðra úr skýjunum í efra.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2024 kl. 19:43

10 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Magnús.

Dúkkulísurnar geta andað rólega en svo er innra ljósi þeirra fyrir að þakka!

En að því slepptu þá virðist orðið lísa eiga sér rætur í erlendum nöfnum.

Um þetta mætti skrifa í lengra máli en þessi texti minn er þegar orðinn nógu leiðinlegur og langur.

Hitt segir sig svo sjálft að -ý er í orðinu hrútskýring.

Guðni Björgólfsson, 9.6.2024 kl. 05:52

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já mönnum getur nú skjöplast með ipsílónið Guðni, -í lísa og lýsa. Ég mótmæli ekki ykkur Ómari hvað málfræðina varðar.  

En ég hef samt séð það hjá stelpunum, að það má klæða dúkkulísur ýmsum klæðum. Og hjá mér eru ekki þær sömu Jón og séra Jón.

Svo það er kannski ekki skrýtið þó þetta misskilist þegar öllu er á botninn hvoft.

Magnús Sigurðsson, 9.6.2024 kl. 06:27

12 identicon

Held að fáir undir fertugu viti hvað dúkkulísa er.  Bara við ellismellirnir.

En þessi frétt kemur á óvart með Krýsuvík. Hélt að Hitaveita Reykjavikur hefði haft nýtingarétt þar í um hálfa öld.

P.s Ómar þú getur ekki stolið niðurlagi mína á jafn blygðunarlausan hátt.  Bíð eftir afsökunarbeiðni sem verður samþykkt berist hún tímanlega,

Bjarni (IP-tala skráð) 10.6.2024 kl. 17:42

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Á þessari síðu eru ellismellir og vegir orkuauðlindanna verða brátt órannsakanlegir í dúkkulísu hafinu. 

Magnús Sigurðsson, 11.6.2024 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband