Þjóðvegurinn

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá landsmönnum að umferðin um vegi landsins hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, með tilkomu túrismans, -bæði fólksbílaumferð og þungaflutningar. Og enn eru uppi áform um að bæta í túrismann.

Það sem af er ári hefur alvarlegum umferðaslysum fjölgað frá fyrri ári og síðast í gær var rútuslys norður í Öxnadal, sem er annað hópferðabílslysið á þessu ári, en alvarlegt slys var á suðulandi fyrir skemmstu.

Öllum sem fara reglulega um þjóðvegi landsins er það ljóst að viðhaldi þeirra er stórlega ábótavant miðað við umferðaþunga, -og að eitthvað mikið er að, svo mikið að ástandið er lítið skárra en þegar voru malarvegir. Nú má segja að þjóðveginum blæði allan hringinn.

Tvo daga núna í vikunni vorum við steypustrákarnir að steypa bryggjuþekju á Fáskrúðsfirði og útheimti hún talsverða steypu. Seinni daginn leið ekki á löngu þar til að það fór að verða bið á milli steypubíla. En steypunni var keyrt ofan af Héraði niður á Fáskrúðsfjörð.

Settar voru hraðatakmarkanir á Fagradal vegna blæðinga og steinkasts. Kannski má segja að álagið á veginum hafi verið mun meira þessa daga en vanalega. En málið er samt eftir sem áður, að blæðingar í slitlagi er algengar þrátt fyrir að álagið sé ekki meira en á vanalegum degi.

Hvað veldur? - eðlilegt þótti fyrir áratugum síðna að vegklæðing blæddi í miklum hitum, en nú virðist þeim blæða við miklu lægra hitastig, jafnvel undir frostmarki.

Þegar við keyrðum um Fagradalinn í þoku, en þurru, niður á Fáskrúðsfjörð snemma á miðvikudagsmorgunninn var það líkast því að keyra í blautu lími og veghljóðið eins og vegurinn væri rennandi blautur.

Sumir segja að þetta ástand á veganna hafi ekki svo mikið með álag að gera. Tekin hafi verið ákvörðun um að nota svokölluð umhverfisvæn efni í vegklæðningar, því sé ástandið eins og það er.

Það verður að teljast undarleg umhverfissérfræði þegar það er tekið upp á því að flytja til landsins möl erlends frá með tilheyrandi kostnaði, sem hefur meiri hörku og slitþol en innlend möl, til að auka slitþol þjóðvegarins

Samtímis sé notast við svo lélegt bindiefni af umhverfisástæðum að vegurinn er meira en ónýtur til þess sem hann er ætlaður, -hreinlega stórhættulegur, þegar fína innfluttu mölinni vöðlast um dekk bíla, slettist upp í loftið eða í besta falli út fyrir veg löðrandi í ónýtri tjöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er lítið fjallað um innfluttu mölina og enn minna um hvort til séu harðar steintegundir hérlendis sem megi harpa í staðinn. Áhugavert efni sem maður veit jafn lítið um og allan kola innflutninginn sem bætir upp raforkuskortinn.

Guðjón E. Hreinberg, 16.6.2024 kl. 00:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Innflutt? Guðjón? Stjórn Þorlákshafnar vill moka burt einu fjalli í landi sýnu og átti að senda til Svíþjóðar muni ég rétt.þar skyldi það blandað og styrkt og sent aftur til Íslands í ofaníburð. Íbúar eiga kjósa um hvort þau samþykki það.

Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2024 kl. 01:57

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar Guðjón og Helga, -já það er lítið talað um allt tramsportið og innflutninginn á því sem til er í landinu, hvað þá útflutninginn á landinu.

Fljótsdalshérað eitt af fyrr um stóru landbúnaðarhéruðunum er t.d. komið í órækt sem kölluð er skógrækt. Það ku víst vera of dýrt að flytja grisjunina úr skógræktinni í járnblendi og kísilver landsins, ódýrara að transporta til landsins kolum.

Þannig að trén úr grisjuðu óræktinni eru keyrðir um Fagradal niður Fjarðarbyggð þar sem þeir eru kurlaðir og steypt í kubba til að keyra þeim aftur upp í Hérað og þeir þá brenndir í fjarvarmaveitu á Hallormstað. Sel þetta samt ekki dýrara en ég keypti.

Mín skoðun er sú að fáviskufabrikkurnar hafi fyrst og fremst framleitt fólk sem kann að panta og jafnvel taka á móti pöntunum, -á kostnað þeirra sem hafa verkþekkingu til að framkvæma og framleiða.

Svo náttúrulega grasasna sem kunna að reikna kolefnissporin. Það er orðin atvinna hámentaðs fólks að gefa út kolefniskvóta út á órækt og reikna út hvernig á að kolefnisjafna með þungavinnuvélum yfir gamla og gróna skurði í túnum.

Allt kostar þetta mikið transport og gríðarlegt álag á þjóðveginn, sem er nú á dögum lagður innfluttri möl bundinni með tjöru búinni til úr olíu af repjuökrum Laangtíburtukistan, eftir því sem næst verður komist.

Magnús Sigurðsson, 16.6.2024 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband