17.6.2024 | 06:30
17. júní frétt
Á botni tjarnar
í óræktinni miðri
liggur Morgunnblað
Í fyrirsögn á forsíðu stendur
17. júní hátíðarhöld
gengu vel um allt land
Blaðið er frá því seint á síðustu öld
Þegar Ísland var enn frjálst
og fullvalda ríki
Það er ekki lengur mögulegt
að ná blaðinu af botninum
til að lesa smáa letirið
Athugasemdir
Sífellt færri taka þátt, sífellt færri þekkja söguna, sífellt fleirum er sama.
Guðjón E. Hreinberg, 17.6.2024 kl. 20:53
... fólk veit e.t.v. ekki lýgina, en það skynjar hana.
Guðjón E. Hreinberg, 17.6.2024 kl. 20:53
Satt er það Guðjón, -kannski orðið til lítils að láta ljós sitt skína.
Ef dagurinn í dag hefur ekki verið grafskrift þess sem áður var þá veit ég ekki hvað.
Mér skilst að elítan álíti að upplýsingaóreiða, falsfréttir og skautun í samfélaginu sé orsök þess að lýðræði á í vök að verjast og þar með lýðveldið.
Blind á eigin breyskleika. Og þetta finnst henni eftir að hafa fengið sín sjónarmið samþykkt af yfir 90% þjóðarinnar í vel sóttum kosningum nýlega.
Við falsfréttamennirnir eigum okkur varla viðreisnar von.
Bestu kveðjur og takk fyrir þín orð.
Magnús Sigurðsson, 17.6.2024 kl. 21:35
Fólk skynjar að "andinn" er farinn úr prartýinu, og þannig er það um allan heim.
Sem er jákvætt, enda löngu löngu spáð.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 18.6.2024 kl. 13:02
Guðjón, þetta með andann sem farinn er úr partýinu þarf að skýra betur. Er það andi kristninnar eða andi þjóðernisstefnunnar? Það er jákvætt ef andinn er endanlega farinn úr kristninni, en ekki þjóðernisstefnunni. Það mun hefjast endurreisn ef hinn heiðni andi fær að vakna að nýju, sem hann hefur ekki enn gert. Enn lifum við á alkristnum tíma og sem aldrei fyrr.
Það er í þessari upplausn sem vonin felst. Úr rústunum þarf eitthvað nýtt að byggja. Það er sumt gott sem Bjarni Ben gerir, eins og útgáfa bókarinnar "Fjallkonan". Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki orðinn alveg eins og VG, þá væri þetta skárra.
Ég hef reynt að festa fingur á anda tíðarandans, en það er erfitt. Það er eins og hann sé hvergi, nútíminn er andlaus, aðeins hlýðni við Elítuna í útlöndum. Slíkt tóm hlýtur þó að vera tímabundið.
Þjóðin er stefnulaus. Lög landsins eins og alþjóðalögin drepa niður alla skapandi stefnu.
Annaðhvort verður gerð uppreisn, eða þá að við breytumst öll í sömu deyjandi leðjuna sem ESB boðar. Reyndar er um 90% búin að breytast í ESB valdaleðju, en kannski hægt að snúa til baka.
Ingólfur Sigurðsson, 18.6.2024 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.