Rakalaus þvættingur

Allir vildu Lilju kveðið hafa, stendur einhversstaðar, -hvað þá kveða niður verðbólguna. En það verður ekki gert fyrr en fólk fattar að verðbólgan og hagvöxturinn eru á sömu hliðinni á peningnum.

Það er einkennilegt þegar hagstjórnarséní tala um verðbólguna og hagvöxtinn sem gott og slæmt. Slekti sem græðir á tá og fingri á því einu að snúa eins mikinn aur út úr engu fyrir sjálft sig og mögulegt er, verandi nokkurskonar víxlarar musterisins.

Ef gullfiskaminnið er að hrjá landann þá er þessi Lilja dóttir Donsins sem hóf risarækjueldi upp úr þurru og stóð fyrir byggingu einhvers mesta mygluhjalls sem byggður hefur verið á Stórhöfðanum, í árdaga brunaútsölu innviða almennings.

Þetta slekti þrífst á sköttum, gjöldum og landráðum. Skiptir þá engu hvort hagfræðin á rætur að rekja í Seðlabankann, Samtök atvinnulífsins, ASÍ eða stjórnarráðið. Aurasálir sem þrífast á því að flytja inn túrista og þjónustulið og hirða mismun. Húsnæðisskortur keyrir síðan upp verðbólginn hagvöxtinn.

Ef það skildi hafa farið fram hjá þessu liði þá er almenningur búin að fá nóg af flækingum. Skiptir þá litlu hvort um er að ræða marg mærða túrista, sem eru farnir að koma sér hjá okrinu án þess að fara fækkandi, -eða flóttafólk sem fer fjölgandi á mansalslaunum.

Nei takk, þessi Lilja ætti að líta í eigin barm og bumbuna á Singa sínum, sem kom á gjaldtöku bílastæða á innanlandsflugvöllum í vikunni, ef hún vill á annað borð færa rök fyrir því að ná niður verðbólgu


mbl.is Launahækkanir hafi kynt undir verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er því miður ekki í augsýn einn einasti pólitíkus í dag sem sýnir sig að hafa þann lágmarks skilning á verðbólgunni að hann gert eitthvað af viti til að kveða hana niður. 

Þvert á móti tala þeir allir um að auka hagvökstin, framkvæmdirnar, virkjanirnar. Sem kallar að sjálfsögðu á fleiri verkamenn og enn meiri húsnæðisskort og þar með verðbólgu. 

Það er helst ef meintur áhugi freðamannanna sjálfra á Íslandi fer dvínandi að eitthvað lagist. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason (IP-tala skráð) 22.6.2024 kl. 11:48

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Við skulum vona að það slái á þessi ósköp, Bjarni Gunnlaugur, -þó svo að náhirðin hafi ráðið ríkjum á Íslandi í árhundruð.

Kannski bjarga túristarnir okkur um stund ef þeir hætta að koma. Það er því miður ekki í augsýn, þeim fer fjölgandi og eru eð verða fyrirferðameiri á þjóðveginum, á meðan gistinóttunum fer fækkandi.

Á meðan þrífast þessir víxlarar náhirðarinnar á verðbólgnum hagvexti og ónýtum innviðum, en ekki raunverulegri verðmætasköpun. Verðhjöðnun er eitur í þeirra útblásnu blöðrum.

Magnús Sigurðsson, 22.6.2024 kl. 12:12

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það verður bara að segja eins og er Magnús; "ÞAÐ ER HVER VESALINGURINN UPP AF ÖÐRUM Í STJÓRN ÞESSA LANDS OG ENGINN ÞORIR AÐ GERA NEITT SEM GÆTI HAFT ÞAU ÁHRIF AÐ HANN VERÐI ÓVINSÆLLI FYRIR VIKIÐ".  Það er bara þannig að sá sem ætlar að verða ALLRA vinur GETU EKKI ORÐIÐ FARSÆLL STJÓRNANDI.  Það er frekar EINALT mál að ráða niðurlögum VERÐBÓLGUNNAR.  VERÐBÓLGA kemur fyrst og fremst til vegna OF MIKILLA OPINBERRA ÚTGJALDA og þá er aðalmálið að draga úr þeim e3n nei þvert á móti stendur til að AUKA þau eins og til dæmis á að HÆKKA útgjöld til "listamannalauna" og 16 millajarða króna framlög til stuðning til Úkraínu næstu fjögur árin, þessi útgjöld eru í rauninni mun meiri því í samningnum er talað um  150 MILLJÓNIR DOLLARA og miðað við reynslu fyrri ára reikna ég með að Íslenska krónan eigi eftir að LÆKKI gagnvart dollar á þessum tíma.  Ég gæti svo sem haldið áfram að telja upp þá vitleysu sem er framundan þar til ég verð blár í framan en það er helgi framundan og ég vil ekki eyðileggja hana alveg.......

Jóhann Elíasson, 22.6.2024 kl. 15:46

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú segir nokkuð Jóhann, -það er nú þannig með raunveruleg ríkisútgjöld að þau virðast að mestu koðna niður í nefnd.  Skattar og gjaldtaka orðið normið við að fjármagna sjálftöku slektisins. Þó þjóðveginum blæði allan hringinn vegna fávisku og skorts á viðhaldi.

Á meðan eru eignir almennings seldar til útvalinna í náhirðinni á brunaútsölu. Fósturjörð og firðir seldir erlendum auðrónum í gegnum mútur. Svo er reynt að trekkja verðbólgin hagvöxtinn áfram til að kreista út meira út á ekki neitt.

Listamannalaun eru dropi í hafið í öllum þessum óskapnaði. En þau lýsa vel snobbinu hjá þjóð sem telur sig vera það spes að hún eigi rétt á að misnota landið og almenningseignir svo ekki þurfi að dýfa hendi í kalt vatn.

Magnús Sigurðsson, 22.6.2024 kl. 17:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Staðreynd:

Verðbólga er skilgreind sem hækkun á vísitölu neysluverðs.

Ekki launavísitölu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2024 kl. 19:48

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fyrir mér vakti Guðmundur, -að benda á hverjir það eru sem nærast á verðbólgu og hagvexti, frekar en um hverskonar skilgreiningaratriði væri að ræða, -en í hvoru tveggja eru það víxlararnir.

Magnús Sigurðsson, 22.6.2024 kl. 20:55

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt Magnús.

Frásögnin í Mattheusarguðsjalli af því þegar Jesú kristur sá víxlarana í musterinu er eina skjalfesta dæmið sem ég þekki um að hann hafi reiðst, svo mikið að hann hrinti borðum þeirra um koll og rak þá á dyr. Þó ég sé ekki mikill kirkjunnar maður er sú frásögn mér alltaf minnisstæð.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2024 kl. 21:12

8 Smámynd: Jónatan Karlsson

Íslendingar verða hreinlega að venda kvæði sínu í kross, áður en allt fer hér í orðsins fyllstu merkingu í kalda kol - eins og blasir nú við.

Auðvitað væri fyrsta skrefið að segja okkur frá hernaðarbandalaginu NATO og lýsa Ísland hlutlaust friðarríki líkt og lagt var upp með og leyfa þar með Friðarsúlu þeirra Yoko Ono og Lennons að lýsa skammarlaust.

Í beinu framhaldi myndum við sækja um aðild að BRICS sambandinu, þó við lentum auðvitað aftarlega í röð allra þeirra landa sem sótt hafa um aðild hinna með hinum 11 núverandi ríkjum bandalagsins.

Auðvitað færi samtímis fram sú róttæka endurskoðun á EES samningum okkar, líkt og þörf hefur lengi verið á.

Og síðast en ekki síst, þá ætti Ísland að sækja um aðild að hinu stórbrotna alheimsverkefni, Belti og braut Kínverja, sem myndi gjörbreyta rotnu samgöngukerfi landsins hratt og örugglega.

Þessi skref myndu í stuttu máli tryggja Íslandi og Íslendingum öryggi og stórbrotna framtíðar möguleika sem áhrifaríki til framtíðar hér í Norður Atlantshafi.

Jónatan Karlsson, 23.6.2024 kl. 03:26

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú segir nokkuð Jónatan, -vissulega verða Íslendingar að venda kvæði sínu í kross ef þeir ætla að verða til sem þjóð í eigin landi innan skamms. Annars er þessi pistill um verðbólgin hagvöxt sem víxlarar náhirðarinnar nærast á.

Mín skoðun er samt sú að það verði að segja sig frá Schengen og úr EES. En hvort það gerir eitthvað fyrir okkur að ana yfir í annað union er ég ekki svo viss um, hvað þá fylla landið af kínverjum.

Eins og þú reyndar bendir óbeint á, þá vegnaði okkur best sem þjóð í egin landi án þátttöku í hernaðar eða efnahagsbandalögum. Gullaldir Íslendinga voru á snemma þjóðveldistímanum og í upphafi fullveldisins.

Það verða alltaf til víxlarar. Ef það er hægt að losna við þá er óþarfi að skaffa þeim ný verkefni. Þeir hafa ítrekað sýnt sig seka af sjálftöku og síðustu ártugina með sjónhverfingum verðbólgu og hagvaxtar, -eitthvað sem almenningur hefur ekki tök á að trixa.

Magnús Sigurðsson, 23.6.2024 kl. 07:22

10 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Magnús og þakkir fyrir leiftursnöggt viðbragð.

Ég er alveg sammála þér hvað tafarlausa Schengen uppsögn varðar og sama hvað EES snertir, en óbreytt NATO aðild okkar er feigðarflan og getur í versta falli kostað endalok alls lífs á Íslandi.

Hvað áhyggjur þínar af umsókn að BRICS og Belti og brú, því að allt fyllist hér af Kínverjum, þá minni ég á tvö stór verkefni sem tugir eða hundruð þeirra reistu, þ.e.a.s. Kárahnjúkavirkjun og stóran hluta Hörpu, þá veit ég ekki til að einn einasti þeirra hafi ílengst hér að verki loknu.

Hvað uppbyggingu samgöngu mannvirkja, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem við erum örugglega sammála um að þarfnist gagngerða endurbóta, þá hef ég því miður lítið, eða ekkert álit á íslenskri verkfræði og mannvirkjagerð þeirri, sem okkur er boðið hér uppá alla daga.

Valdaöflin í heiminum eru að breytast og því á ágætlega við máltækið: If you cant beat them, join them.

Jónatan Karlsson, 23.6.2024 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband