Goðsögn og gellur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þekkti nú ekki þessar gellur en Billy Gibbons er svo sannarlega goðsögn og "Sharp Dressed Man" er eitt af mínum uppáhalds ZZ Top lögum. "Backdoor Love Affair", sem er ekki eins þekkt, er líka í miklu uppáhaldi hjá mér.

Wilhelm Emilsson, 18.8.2024 kl. 00:38

2 identicon

Munurin á þessari útgáfu og the original er eins og munurinn á undanrennu og súrmjólk.  Stelpupjásur eiga ekkert að vera að vasast í alvöru rokki.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.8.2024 kl. 06:07

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ekki þekki ég þessar gellur heldur Wilhelm, -þessi live útsetning af Sharp Dressed Man poppaði upp á youtube.

Ég hef grun um að sú sem þenur gítarinn geri út bandið og Billy Gibbons sé gestur hennar. Hún kallar sig Orianthi og er frá Ástralíu.

Þarna er magnaður flutningur á ferð maður veltir fyrir sér framan af lagi hvað sé hægt að toppa lagið lengi.

Reyndar finnst mér þetta einn magnaðasti flutningur sem ég hef heyrt af Sharp Dressed Man.

Magnús Sigurðsson, 18.8.2024 kl. 06:16

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Bjarni, þessu skíta kommenti þínu ætti ég náttúrulega að slaufa, -það er hrein karlremba, og samkvæmt rétttrúnaðinum, komin beint úr feðraveldinu.

En af því við erum báðir íslenskir karlmenn þá leifi ég því auðvitað að standa, en vil benda á í leiðinni að þær gera þetta lista vel stelpurnar.

Magnús Sigurðsson, 18.8.2024 kl. 06:23

5 identicon

Sleppu þessu rétttrúnaðarrausi og viðurkenndu að þetta er diet útgáfa af originalinum.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.8.2024 kl. 06:56

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er sko ekkert diet Bjarni, -þetta er max.

En kannski gætum við sæst á það að þessar stúlkur hafi sitt til brunns að bera vegna góðrar fyrirmyndar og kannski föðurlegs uppeldis, -frá því á síðustu öld.

Magnús Sigurðsson, 18.8.2024 kl. 07:16

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir upplýsingarnar, Magnús! Ég ætti auðvitað ekki að blanda mér í þessar umræður, en að segja að konur geti ekki rokkað er eins og að segja að hvítir menn geti ekki spilað blús. En það hafa allir sinn smekk og ef maður fílar ekki eitthvað er það bara þannig. En maður getur líka alltaf prófað eitthvað nýtt og stundum leiðir það til þess að maður lærir að meta það. Þegar kemur að rokki er bara einn algildur sannleikur: Frakkar geta ekki rokkað. wink

Wilhelm Emilsson, 18.8.2024 kl. 10:42

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvítir menn geta ekki spilað blús, boxað eða dripplað.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 21.8.2024 kl. 22:14

9 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Einn frumsaminn og dónalegur; hef stundum velt fyrir mér hvort mikið og gott skegg sé afleiðing af reglubundinni smurningu með p-djúsi?

Guðjón E. Hreinberg, 21.8.2024 kl. 22:16

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessi grúbba gerir galdur úr þessu Guðjón, -ég myndi ekki spá í þetta með skeggið.

Magnús Sigurðsson, 22.8.2024 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband