Töpuð tálsýn - #meetoo ADHD

Það er kona með keðjusög í næsta húsi

sem lifir örorku drauma minna

Hún býr við líkamlega atorku

en glímir við kulnun

-tálsýna sinna

 

Konan er búin að saga trén

úr garðinum sínum -

Til að tikka í öll boxin

og taka kolefnissporin

-sagar hún nú tré

með rafmagnskeðjusög

úr garðinum mínum

 

Læknarnir gáfu henni rítalín

í staðin fyrir amfetamín

vegna tapaðrar tálsýn

 

Á tímanna tvinna

þau kunna að spinna

-bæði til að vinna

og umbera minna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilega gráglettið ljóð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2024 kl. 11:29

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina Símon Pétur, -já sannsögulegur samtíminn  getur verið býsna gráglettinn þegar hann er settur í samhengi.

Magnús Sigurðsson, 14.9.2024 kl. 19:02

3 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Magnús.

Áhugaverð og glettin kaldhæðni hér!

Með því að sleppa síðustu 

5 línunum:"vegna...minna þá endar

ljóðið í risi sem tengir alls hluti

þess í brennipunkti:

Læknarnir gáfu henni rítalín

í staðin fyrir amfetamín!

Guðni Björgólfsson, 15.9.2024 kl. 13:37

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina Guðni, -já þetta með brennipunktinn fer eftir því hvernig er á litið, fyrir mér er hann strax í upphafi, -að konan með keðjusögina skuli lifa örorku drauma minna.

Annars var það svo fyrir ekki svo ýkja mörgum árum síðan að maður heyrði bara um (of)virka stráka sem greindust með ADHD. Stelpur gátu lent í maníu og nýverið fóru þær að kulna þegar þær fullorðnuðust.

Ekki fyrir svo löngu heyrði ég svo í fyrsta skipti talað um krakka kulnun, en henni lýsti faðir eftir að þau hjónin komu úr fimmtu utanlandsferðinni með barnahópinn sinn það árið.

Þessi baga mín er hvorki eins djúp eða dularfull og virðist. Hún er bókstaflega sannsöguleg rétt eins og samtíminn, sem gefur þeim sem hlusta þarfa á, -og gefa tíma, -þess í stað pillur.

Magnús Sigurðsson, 15.9.2024 kl. 14:51

5 Smámynd: Guðni Björgólfsson

 Sæll Magnús.

Þakka þér ýtarlegar skýringarnar sem gefa ljóðinu sjálfu ekkert eftir!

Það var nú þessi bráðskarpa vísun til samtíðarinnar sem ég þóttist sjá.

Afsakaðu annars þessa framhleypni mína.

Guðni Björgólfsson, 15.9.2024 kl. 20:29

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú þarft ekkert að afsaka Guðni, -minn er heiðurinn af "framhleypni" þinni og vissulega er skynjun þín á því hvar vísunin í samtíðina er skörpust, -rétt.

Magnús Sigurðsson, 16.9.2024 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband