Opinber tilkynning frá landvættunum

Skjaldarmerki 

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum hve átakanlegt dauðastríði Ríkisstjórnar Íslands er, -eða kannski réttara sagt dauðakippirnir.

Sálin hefur fyrir löngu yfirgefið líkið. -Sál sem svo smekklega er kölluð bakland eða grasrót á tyllidögum af uppvakningum í aðalhlutverkum til að villa um fyrir almenningi.

Dauðakippunum mun ekki linna að sinni svo nokkru nemi, og hræið mun áfram stórskaða sjálft sig með hverri uppákomunni annarri lygilegri.

Það ætti öllum að vera orðið ljóst að nárinn hangir einungis saman vegna landráðaliðs stjórnsýslunnar. Þar til eignir almennings, -sem einhvern aur gefa, hafa komist í réttra auðróna hendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Opinberað okkur af Jesú Kristi:

Og er Vottar Jesú hafa lokið vitnisburði sínum, mun dýrið, sem upp stígur úr undirdjúpinu, heyja stríð við þá og mun sigra þá og deyða þá.

Og lík þeirra munu liggja á strætum borgarinnar miklu, sem andlega heitir Sódóma og Egyptaland, þar sem og Drottinn þeirra var krossfestur.

Menn af ýmsum lýðum, kynkvíslum, tungum og þjóðum sjá lík þeirra þrjá og hálfan dag og leyfa ekki að þau verði lögð í gröf.

Og þeir, sem á jörðunni búa, gleðjast yfir þeim og fagna og senda hver öðrum gjafir, því að þessir tveir spámenn kvöldu þá, sem á jörðunni búa.

Og eftir dagana þrjá og hálfan fór lífsandi frá Guði í þá, og þeir risu á fætur. Og ótti mikill féll yfir þá, sem sáu þá.

Og þeir heyrðu rödd mikla af himni, sem sagði við þá: Stígið upp hingað. Og þeir stigu upp til himins í skýi og óvinir þeirra horfðu á þá.

Á þeirri stundu varð landskjálfti mikill, og tíundi hluti borgarinnar hrundi og í landskjálftanum deyddust sjö þúsundir manna.

Og þeir, sem eftir voru, urðu ótta slegnir og gáfu Guði himinsins dýrðina. (Op. 11:7-13).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 17.9.2024 kl. 18:53

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir innlitiðið og vættatalið úr Opinberunarbókinni Guðmundur Örn, -þó svo að ég sjái ekki í því beinlínis samhengi við ríkisstjórnina. Þú mættir skýra það betur ef það er meiningin.

Magnús Sigurðsson, 18.9.2024 kl. 05:51

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Lík þeirra sem áður fyrr báru vitni um Jesú Krist í þessu landi, liggja nú nær öll í afkrossuðum kirkjugörðum, en munu rísa upp innana skamms og stíga upp til himins til móts við Frelsara sinn.

En þeir landmenn sem teljast vera á lífi hafa flestir selt sál sína Antikisti. Ríkisstjórnin er erindreki hans, enda er markmið hennar það sama og hans, að stela slátra og eyða Íslendingum.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 18.9.2024 kl. 11:13

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir skýringuna Guðmundur Örn.

Magnús Sigurðsson, 18.9.2024 kl. 12:53

5 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Magnús!

Hallur Hallsson bendir á þetta sama í pistli sínum í dag, er hann fjallar um merki Alþingis, þar sem krossinn hefur verið numinn á brott úr þjóðfánanum eins og krossinn er farinn úr merki kirkjugarðanna.

Þjóð og þing hefur yfirgefið köllun sína og útvalningu, sem er að flétta kórónu til krýningar Jesú Kristi til konungs þegar Hann birtist innan skamms.

Hallur vitnar í Þjóðsönginn og segir: Þau höfðu það ekki í sér að halda rauð/bláa/hvíta þjóðfánanum með krossinum til þess að minna á að Ísland og íslensk þjóð hafa þann tilgang að hnýta Drottni krans.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 19.9.2024 kl. 15:45

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nýja alþingismerkið, fyrir utan að vera krosslaust, er líkara draugahúsi en þinghúsi. Það er viðeigandi að færslan birtist í sömu viku og merkið.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 19.9.2024 kl. 15:53

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég tók eftir þessari svokölluðu "andlitslyftingu" á merki alþingis sem er í reynd andlitssvipting. Öfugmælin höfð í hávegum á þeim bæ að vanda.

Holar tóftir líkt og í hauskúpufána, krossinn og fánalitirnir farnir veg allrar veraldar, -og engin segir neitt. Þið hallur hafið lög að mæla.

Magnús Sigurðsson, 19.9.2024 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband